Reykjavíkurmarathon 2015

posted Jul 8, 2015, 8:51 AM by Sérfræðingarnir á Íslandi

Það styttist í hið árlega Reykjavíkurmarathon, en það fer fram 22. ágúst næstkomandi. Líkt og síðustu ár eru það margir sem hlaupa til styrktar hinum ýmsu félögum. Við hjá Specialisterne höfum alltaf haft nokkara góða einstaklinga sem hafa hlaupið til styrktar starfseminni og nú biðlum við til sem flestara að leggja okkur lið þetta árið.  Þeir sem ekki hlaupa sjálfir geta lagt okkur lið með því að heita á "okkar" hlaupara á vefsíðunni http://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/650210-1900

Við vinnum að því að hjálpa öðrum, villt þú hjálpa okkur

posted Apr 20, 2015, 7:14 AM by Sérfræðingarnir á Íslandi

Specialisterne á Íslandi hafa nú verið starfandi í um 4 ár. Á þessum tíma höfum við haft hjá okkur fjölmarga einstaklinga, sem hafa allir átt það sameiginlegt að hafa ekki fengið raunverulegt tækifæri úti á hinum almenna vinnumarkaði.
Á þessum tíma hafa á þriðja tug skjólstæðinga okkar fengið atvinnutækifæri eftir að hafa farið í gegnum mats- og þjálfunarferli okkar. Það er hverjum einstaklingi mikilvægt að finna fyrir því að hann skipti máli. Að fá launaða vinnu og um leið viðurkenningu á því að vinnuframlag viðkomandi skipti máli og eflir sjálfsálit og eykur þroska okkar skjólstæðinga. Þau fyrirtæki sem hafa tekið okkar fólk í vinnu eiga mikið lof skilið og við trúum því að fleiri góð fyrirtæki eigi eftir að bætast í þann hóp.
Nú stendur yfir átak hjá Specialisterne til að tryggja rekstur okkar fjárhagslega, en mjög þrengir nú að okkur. Við biðlum því til ykkar allra að leggja málefni okkar lið, en slíkt má gera með framlögum á styrktarreikning okkar 512-26-401179, kt. 650210-1900

Fleiri störf fyrir okkar skjólstæðinga - samstarfssamningar við Virk og VMST

posted Feb 3, 2015, 6:19 AM by Sérfræðingarnir á Íslandi

Nú í upphafi árs var undirritaður nýr samstarfssamningur milli VMST og Specialsiterne á Íslandi. Þessi samningur er okkur mjög mikilvægur, en hann styður vel við starfsemi okkar og veitir um leið skjólstæðingum VMST möguleika á þjálfun hjá okkur.  Þá hafa Virk og Specialisterne einnig gert með sér samning sem veitir skjólstæðngum Virk möguleika á þjálfun hjá okkur.
Um miðjan síðasta mánuð hófu tveir af okkar skjólstæðingum störf úti á vinnumarkaðnum og því hafa Specialisterne á Íslandi nú hjálpað yfir 20 eintaklingum út á vinnumarkaðinn. 

Jólakveðja

posted Dec 22, 2014, 10:35 AM by Sérfræðingarnir á Íslandi

Stjórn og starfsfólk Specialisterne á Íslandi þakkar öllum velgjörðarmönnum stuðning og velvild á árinu sem er að líða og óskar um leið öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs.

Ný stjórn Specialisterne á Íslandi

posted Dec 9, 2014, 3:07 AM by Sérfræðingarnir á Íslandi

Vel sóttur aðalfundur Specialisterne á Íslandi var haldinn miðvikudaginn 26. nóvember síðastliðinn. Á fundinum fór Hjörtur Grétarsson, formaður samtakanna, yfir starfsemi síðustu ára og ræddi þann ágangur sem náðst hefur. Þá voru reikningar lagðir fram og samþykktir, líkt og skýrsla formanns.

Nokkur óvissa er um framtíð Specialisterne, en fundarmenn voru almennt bjartsýnir og trúa því og treysta að nægt fjármagn fáist til að reka félagið áfram. Það hefur verið félaginu mikilvægt að eiga sterka samstarfsaðila, eins og Reykjavíkurborg og fasteignafélagið Reiti og þá hafa samstarfssamingar við VMST og Virk einnig verið mikilvægir. Þá hefur Velferðarráðuneytið sömuleiðis styrkt starfsemi Specialisterne síðustu ár og við væntum þess að svo verði einnig á því næsta.

Ný stjórn Specialisterne var kosin á fundinum en hana skipa nú eftirtaldir:
Hjörtur Grétarsson, formaður
Haraldur Baldursson
Torfi Markússon
Jón Ari Ingólfsson
NN sem er fulltrúi sem Reykajvík á eftir að útnefna.
Varamenn í stjórn voru kosin þessi:
Aðalsteinn Guðmundsson
Brynhildur Bergþórsdóttir
Jóhannes Már Jóhannesson

Aðalfundur Specialisterne

posted Nov 18, 2014, 5:51 AM by Sérfræðingarnir á Íslandi

Aðalfundur Specialisterne á Íslandi

Fundarboð

 

Aðalfundur Specialisterne á Íslandi verður haldinn í húsakynnum Specialisterne Síðumúla 32, miðvikudaginn 26. nóvember kl.20:00

                             Dagskrá :

1. Kosning fundarstjóra og ritara aðalfundarins
2. Skýrsla formanns um störf félagsins
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
4. Kosning stjórnar
5. Kosning endurskoðenda
6. Tilllögur um lagabreytingar
7 . Önnur mál

                                                                            Stjórnin

Specialisterne á Íslandi fagna þriggja ára starfsafmæli í dag 2. apríl

posted Apr 2, 2014, 2:18 AM by Sérfræðingarnir á Íslandi

Þann 2. apríl 2011 opnuðum við skrifstofu okkar að Suðurlandsbraut 24 og hófum þannig formlega starfsemi okkar.  Síðar sama ár fluttum við í Síðumúla 32, þar sem við höfum verið síðan - þökk sé fasteignafélaginu Reitum.
Í tilefni að þessu áfanga í sögu okkar verður opið hús hjá okkur í Síðumúlanum í dag, 2. apríl, frá kl. 17:00 - 19:00 og vonumst við að sjálfsögðu til að sjá sem flesta koma við hjá okkur.

Hér er að neðan er grein, eftir framkvæmdastjóra Specialisterne á Íslandi, sem birtist í Morgunblaðinu í dag:

Til hamingju með daginn!

Í dag, á alþjóðlegum degi einhverfu, fagna Specialisterne á Íslandi þriggja ára starfsafmæli sínu og í tilefni  þess er öllum áhugasömum boðið í opið hús í Síðumúla 32 milli kl. 17:00- 19:00.

Í upphafi nutu Specialisterne á Íslandi styrks frá Evrópuskrifstofu Leonardó, en sá styrkur var forsenda þess að hægt var að fara af stað með starfsemina. Aðrir helstu styrktaraðilar okkar á þessum árum hafa annars verið Reykjavíkurborg, VMST, VIRK , Velferðarráðuneytið og fasteignafélagið Reitir. Þá hefur Hreyfing gefið skjólstæðingum okkar aðgang að stöð sinni allt frá fyrsta degi. Án þessara aðila væri starfsemi Specialisterne ekki möguleg.

Starfsemin hefur vaxið vel á þessu tíma þrátt fyrir fjárhagslegar þrengingar og ýmsa aðra erfiðleika.  Fyrirtæki eins og Parlogis, Vistor, Tölvulistinn, Endurvinnslan, LSH, Reykjvíkurborg og Dýraspítalinn í Garðabæ hafa verið okkur mikill stuðningur og veitt okkar skjólstæðingum atvinnutækifæri. Þörfin fyrir starfsemi Specialisterne er mikil, en á þessum þremur árum hafa um 60 einstaklingar verið hjá okkur í lengri eða skemmri tíma og 14 þeirra hafa fengið launaða vinnu á hinum almenna vinnumarkaði. Starfsemi okkar miðar að því að rjúfa félagslega einangrun okkar skjólstæðinga, finna styrkleika þeirra, efla þá og styðja til sjálfshjálpar.  Tölfræðin segir okkur að nærri 1% jarðarbúa falli undir þá skilgreiningu að vera á einhverfurófinu. Að baki hvers einstaklings eru foreldrar, systkini og aðrir vandamenn. Með því að létta líf eins af okkar skjólstæðingum breytum við um leið líðan hans og allra sem að honum standa.  Hvatningabréf foreldra og aðstandanda til okkar hafa veitt okkur aukinn styrk til að halda áfram og sú upplifun að sjá einstaklinga brjótast „út úr skelinni“ eykur starfsánægju okkar.

Það er ekki sjálfgefið að starfsemi Specialisterne á Íslandi muni lifa lengur en út árið 2014. Aðgengi að fjármagni er lítið og skilningur yfirvalda ekki í takt við okkar væntingar.  Ársreikningur okkar sýnir að heildagjöld okkar eru undir 15 milljónum á ári, en samfélagslegur ávinningur af því að koma einum einstaklingi, sem þyggur t.d. örorkubæturi í launaða vinnu, er ríflega 1,5 milljón á hverju ári. Við eigum þá von að yfirvöld geri sér grein fyrir mikilvægi okkar starfsemi við úthlutun fjármagns á næstu árum.

Samningur milli Vinnumálastofnunnar og Specialisterne á Íslandi endurnýjaður

posted Nov 28, 2013, 8:27 AM by Sérfræðingarnir á Íslandi   [ updated Dec 2, 2013, 8:33 AM ]

Specialisterne á Íslandi og Vinnumálastofnun hafa endurnýjað samning sín á milli, en fyrri samningur gildir til áramóta. Nýji samningurinn gildir til loka árs 2014. Samningur þessi er mjög mikilvægur fyrir báða aðila, en með þessum hætti fær VMST tækifæri til að koma sínum skjólstæðingum í þjálfunar- og matsferli og um leið styrkir þetta enn frekar starf Specialisterne á Íslandi.
Framtíð Specialisterne er sem stendur nokkuð óljós þar sem fjármagn til reksturs á næsta ári er enn ekki tryggt að fullu. Vonir okkar standa þó til þess að samningur við Velferðarráðuneytið verði endurnýjaður, en einnig er samningur við VIRK í smíðum. Specialisterne eru sem fyrr í húsnæði sem fasteignafélagið Reitir hefur lagt okkur til, en sá stuðningur er gríðarlega mikilvægur.

Opið aftur eftir sumarfrí

posted Jul 8, 2013, 4:32 AM by Sérfræðingarnir á Íslandi

Við erum búin að opna aftur eftir "sumarfrí". Vonum að einhver ykkar hafi náð að sjá sólina :-)

Sumarfrí hjá Specialisterne frá 10. - 24. júní & 1. - 8 júlí.

posted Jun 7, 2013, 3:31 AM by Sérfræðingarnir á Íslandi   [ updated Jun 27, 2013, 8:51 AM ]

Sumarið er komið - amk á almanakinu :-) Við verðum með lokað hjá okkur í Síðumúlanum frá 10. - 24. júní og aftur vikuna 1. til og með 5 júlí. Við opnum þá aftur mánudaginn 8. júlí.
Vonum að þið hafið það gott og sólin láti sjá sig.
 

1-10 of 46

Comments