Sjoppan..

Skrifað í september 2015
Leó ÓlasonSiglfirðingar, fyrr og nú - Sögur og myndir.

 Pistill Leós og innlgg frá Facebook.


BÆJARINS FRÆGASTA SJOPPA

Við sem höfum marga fjöruna sopið og lifað tímana tvenna og jafnvel þrenna, ættum að kannast við bæði sjoppuna og veðurfarið eins og það getur orðið skemmtilegast á heimaslóð.
Í húsinu sem við sjáum þarna á miðri mynd, opnaði Kristmar Ólafsson upphaflega fyrstu sjoppuna sem það hýsti, en síðar komu þarna Höllusjoppu, Lillusjoppu, Gunnusjoppu, Þorrasjoppa, Svennasjoppa... En víst er að það hefur oft verið mun aðgengilegra að þessum „samkomustað“ en þarna má sjá.

Smelltu á mynd til að stækka.Í eina tíð kvað Bjössi nokkur Birgis...

https://youtu.be/sGFoenB9zys

Anna Lára, Bryndís, Bára frænka mín og Lalli Blöndal,
Anna Lára, Bryndís, Bára frænka mín og Lalli.
Ó Lalli, ég ætla að fá mér blað,
ó Lalli ég ætla að lesa það,
ó Lalli ég ætla að fá mér bók,
svo skrepp ég yfir til Höllu og fæ mér eina kók...

Margir halda að þarna sé á ferðinni meiningarlítill slarktexti sem sé fátt annað en sniðugur og skemmtilegur samansetningur, en þeir sem eru komnir til vits og ára eru mun meðvitaðri um að yrkisefnið er mun dýpra en margur heldur. Það var akkúrat þarna á horninu sem Bjössi og fleiri góðir drengir fyrir næstum því hálfri öld gengu gjarnan (ekki þó alltaf beint) yfir götuna frá Aðalbúðinni þeirra Lalla, Óla, Bryndísar og Báru...


 Sverrir Páll Erlendsson Kristmar var hæglætismaður en gat verið fastur fyrir og gaf þá ekki eftir. Ég man alltaf eftir því að þegar hann var að taka upp vörur braut hann saman kassana og jafnvel skar þá sundur og staflaði þeim saman til að lítið færi fyrir þeim í ruslinu. 
- En hver var Bára í vísunni?  Magnús Jónsson Takk fyrir Leó góðan pistil.


   Gunnar Trausti
 Held þetta eigi að vera Bryndís Bára Blöndal. Ef það er ekki rétt þá þetta Bára Stefáns. En Bryndís Blöndal er náttúrulega frænka Bjössa. en ekki Bára Stefáns, en sennilega er þetta eingöngu fyrir rímið og höfuðstafi. En í stuttu spjalli við höfundinn sagði Bjössi að hann segði bara eins og Raggi rafvirki Svarti Sambó sagði um árið: Hafðu þetta bara eins og þú vilt góði minn!!

  Kristján Elíasson
 Voru þær ekki tvær, Bára og Bryndís systur Lalla og Óla?  Gunnar Trausti
 Anna og Bryndís!

  Kristján Elíasson Alveg rétt.

  Kristján Elíasson En hann talar um Báru sem frænku sína, eða hét Bryndís kannski líka Bára?  Jón Aðalsteinn Hinriksson
 Var það ekki Anna Lára og Bryndís Bára 


  Kristján Elíasson
 Eða, er hann að tala um einhverja allt aðra frænku sína?

  Magnús Þór Jónsson
 Var sigursöngur KS-inga um skeið. Eins mikið Sigló og til er þetta dásemdar textabrot.x

 
 Vilborg Traustadóttir
 Svo kom framhald, kann það einhver? "Ef þig vantar einhvern tíma eitthvað til að fá að lesa a lalalala lala, hóaðu bara í mig og ég skal redda því......" Svo kom eitthvað með "pésa eða pésann um hann Pésa......einhversstaðar þar var viðlagið komið út í "eina brók hjá Önnu Láru, eina kók hjá Bigga Run".....gott ef ekki var "bók hjá Lalla Blöndal" þarna líka. Þetta er einhversstaðar í hugskoti mínu í belg og biðu. Halló einhver???

  Gunnar Trausti: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=5005771&lang=1

  Gunnar Trausti
 Elskaður virtur og dáður. Pabbi Önnu Láru!


<<< Björn Birgisson

  Vilborg Traustadóttir Jeyyy og flott líka um Fiskibúðina. Legg til að þetta verði gefið út sem einn af einkennislögum Siglufjarðar. smile emoticon "Ég er ekki eins vitlaus eins og ég er" eftir allt saman. smile emoticon  Árni Jörgensen
 "Þjóðsöngur" Siglfirðinga  Sverrir Páll Erlendsson Þetta er greinilega Bára frænka... því Bryndís hét ekki Bryndís Bára.


Comments