.‎ > ‎

Líf í Lundi - 23. júní

posted Jun 21, 2018, 12:49 AM by Skógur Mosi
Þann 23. júní ætlar Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar að bjóða til skemmtunar milli kl. 11:00 og 13:00 í Meltúnsreitnum í Mosfellsbæ.
Þar verður ýmislegt við að vera.

-Kettlebells verða með ketilbjölluæfingu á svæðinu (11:00 - 12:00)
-Berserkir ætla að bjóða upp á axarkast fyrir áhugasama
-Skátarnir verða með atburði fyrir unga sem aldna
-Guðlaug Þorsteinsdóttir íþróttakennari verður með leiki fyrir krakkana
-Svo verða grillaðar pylsur og bakaðar lummur yfir eldi. 

Allir hjartanlega velkomnir í Meltúnsreit þann 23. júní!

Reiturinn stendur við Björgunarsveitarhúsið í Völuteig.

Comments