.‎ > ‎

Jólatrjáasala - Opnun

posted Dec 5, 2017, 12:26 AM by Skógur Mosi   [ updated Dec 12, 2017, 4:41 AM ]
Jólaskógurinn okkar í Hamrahlíð opnar á laugardaginn.

Við ætlum að opna skóginn í Hamrahlíð með pompi og prakt laugardaginn 9. desember kl. 13:00. 
Bæjarstjórinn Haraldur Sverrisson mun höggva fyrsta tréð, Karlakór Kjalnesinga kemur og syngur, jólasveinarnir verða að sjálfsögðu á staðnum og Margrét Arnar ætlar að leika á harmonikku. 

Mosverjar steikja lummur og boðið verður upp á rjúkandi heitt skógarkaffi og súkkulaði. 

Eldsmiður verður að störfum í skóginum auk þess sem Heilsueflandi Samfélag Mosfellsbæ mun standa fyrir fjársjóðsleit fyrir alla fjölskylduna. 

Okkur þætti vænt um ef þið mynduð deila þessum upplýsingum svo allur Mosfellsbær viti af okkar ævintýralega skógi.Allir velkomnir - Sjáumst á laugardaginn

Comments