.


Gleðilegt ár kæru vinir

posted Jan 4, 2018, 12:57 AM by Skógur Mosi

Gleðilegt ár og þakkir til þeirra sem komu í skóginn á árinu hvort sem var til að ganga sér til hressingar eða til að kaupa sér tré fyrir jólin.
 
Allur ágóði af jólatrjáasölunni fer í halda skógareitunum við og planta fleiri trjám fyrir þau sem felld voru.


Jólatrjáasala

posted Dec 12, 2017, 2:02 AM by Skógur Mosi   [ updated Dec 12, 2017, 4:42 AM ]


Opið verður alla daga fram að jólum.

Klukkan 12 til 18 virka daga og 10 til 16 um helgar.

Nóg af flottum íslenskum trjám hjá okkurJólatrjáasala - Opnun

posted Dec 5, 2017, 12:26 AM by Skógur Mosi   [ updated Dec 12, 2017, 4:41 AM ]

Jólaskógurinn okkar í Hamrahlíð opnar á laugardaginn.

Við ætlum að opna skóginn í Hamrahlíð með pompi og prakt laugardaginn 9. desember kl. 13:00. 
Bæjarstjórinn Haraldur Sverrisson mun höggva fyrsta tréð, Karlakór Kjalnesinga kemur og syngur, jólasveinarnir verða að sjálfsögðu á staðnum og Margrét Arnar ætlar að leika á harmonikku. 

Mosverjar steikja lummur og boðið verður upp á rjúkandi heitt skógarkaffi og súkkulaði. 

Eldsmiður verður að störfum í skóginum auk þess sem Heilsueflandi Samfélag Mosfellsbæ mun standa fyrir fjársjóðsleit fyrir alla fjölskylduna. 

Okkur þætti vænt um ef þið mynduð deila þessum upplýsingum svo allur Mosfellsbær viti af okkar ævintýralega skógi.Allir velkomnir - Sjáumst á laugardaginn

Lifandi jólatré í potti

posted Nov 17, 2017, 12:02 AM by Skógur Mosi


Lifandi jólatré í potti 0,8-1,5 m og toppatré 0,5-1 m til sölu.

Jólarén í potti eru á 8.000-19.000 en toppatrén á 3.000-8.000.

Skilagjald er á pottum frá því í fyrra 1.000 fyrir stóra potta og 500 fyrir litla.

Jólatrjáasalan verður eins og síðustu ár í Hamrahlíðinni í desember. Tökum á móti hópum í Hamrahlíð og á öðrum svæðum skógræktarfélagsins. 

Símar félagsins eru 867-2516 og 866-4806.

Meltúnsreiturinn

posted Aug 14, 2017, 1:36 AM by Skógur Mosi

Margt er búið að gera í Meltúnsreitnum undanfarna mánuði.

Brúðubíllinn í Meltúnsreitinn

posted Aug 11, 2017, 5:52 AM by Skógur Mosi

Meltúnsreiturinn er svæðið milli Víðiteigs og Völuteigs. Undanfarin ár hafa Skógræktar-félagið og Mosfellsbær unnið að því að gera útivistarsvæði þar. Vinnu fer senn að ljúka og viljum við ásamt Mosfellsbæ bjóða ykkur að koma og skoða svæðið ásamt því að horfa á Brúðubílinn og fá ykkur hressingu.

Mánudaginn 14. ágúst kl. 17 verður Brúðubíllinn á staðnum og Skógræktarfélagið verður með veitingar, lummur á grillinu og djús.

Heimsókn í Hamrahlíð

posted Aug 9, 2017, 6:36 AM by Skógur Mosi

Í tilefni 30 ára afmælis Mosfellsbæjar var móttaka í Hamrahlíðinni þar sem tekið var á móti forseta Íslands og forsetafrú.  Forsetahjónin fengu gjafabréf fyrir jólatré úr Hamrahlíðinni, síðan var hann fenginn til að gróðursetja ilmreyni í tilefni heimsóknarinnar og afmælisins.  Svo fengu allir viðstaddir skógarkaffi og konfekt.  Eftir þetta var haldið áfram þar sem átti eftir að koma víða við í Mosfellsbænum. 
Vinnukvöld og grillið vígt

posted Jun 26, 2017, 10:37 PM by Skógur Mosi   [ updated Jun 26, 2017, 10:45 PM ]

Vinnukvöld var í Meltúnsreitinum 13 júni. Gróðursettar voru nokkrir runnar og tré meðfram stígnum samsíða Völuteig. Nýtt grill í reitnum var vígt. Grillaðar pylsur og kjúklingaleggir og lummur. 


Vinnukvöld í Meltúnsreitnum

posted Jun 8, 2017, 10:21 PM by Skógur Mosi   [ updated Jun 26, 2017, 10:43 PM ]

Við ætlum að hafa vinnukvöldi hjá okkur í Skógræktarfélaginu í Meltúnsreitnum þriðjudaginn 13 júní.  Búið er að setja upp nýtt grill í reitinn og munum við vígja það um 18:30 og byrja vinnuna um kl.19.30.  

Í Meltúnsreitnum er nóg að gera í plöntun og reita frá plöntum.
Það væri gott að heyra frá þeim sem hafa hug á að mæta vegna veitinga og einnig þarf að vera verkfæri fyrir alla.

Símar félagsins eru 866-4806 og 867-2516 og netfang skogmos@internet.is.

Aðalfundur

posted Apr 25, 2017, 3:55 PM by Skógur Mosi   [ updated Jun 8, 2017, 10:40 PM ]

Aðalfundur Skógræktarélags Mosfellsbæjar var haldinn 10. apríl. Auk venjulegra aðalafundarstarfa og kaffiveitinga var erindi sem Bjarni Diðrik Sigurðsson prófessor við LbhÍ hélt og var nefnt „Vatnið og skógurinn“.
 

Fyrsti stjórnarfundur eftir aðalfund var haldinn 18 apríl  Stjórning skipti með sér verkum og fór yfir verkefni sumarsins.

Stjórn félagsins er þannig skipuð
Í varastjórn eru:
Bjarki Þór Kjartansson, Elísabet Kristjánsdóttir, Ívar Þór Þrastarson, Sigurgeir Steingrímsson, 
Albert Skarphéðinsson

Formaður - Kristín Davíðsdóttir
Varaformaður - Ágúst Hálfdánssson
Gjaldkeri - Louisa Sigurðardóttir
Ritari - Björn Traustason
Meðstjórnandi - Hólmfríður Karlsdóttir 

1-10 of 35