.


Aðalfundur

posted Mar 15, 2017, 10:26 PM by Skógur Mosi   [ updated Apr 2, 2017, 10:55 PM ]

Aðalfundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar 2017 verður haldinn í húsi Björgunarsveitarinnar Kyndils, Völuteigi 23, Mosfellsbæ, mánudaginn 10. apríl kl. 20.00.

Dagskrá
1. Almenn aðalfundarstörf
2. Önnur mál
3. Erindi.  Vatnið og skógurinn, Bjarni Diðrik Sigurðsson  prófessor við LbhÍ.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Nýir félagar velkomnir.
Kaffiveitingar verða á staðnum.

Í ár verðu fréttasíða í Mosfellingi sem kemur út 6. apríl í stað fréttabréfs. Þeir sem ekki búa í Mosfellsbæ geta skoðað heimasíðuna www.skogmos.net. En þar mun fréttasíðan koma inn eftir að blaðið er komið út.

Gleðilegt ár kæru vinir

posted Jan 8, 2017, 9:08 PM by Skógur Mosi

Gleðilegt ár og þakkir til þeirra sem komu í skóginn á árinu hvort sem var til að ganga sér til hressingar eða til að kaupa sér tré fyrir jólin. 
Allur ágóði af jólatrjáasölunni fer í halda skógareitunum við og planta fleiri trjám fyrir þau sem felld voru.

Opnunartími jólatrjáasölu fram að jólum

posted Dec 21, 2016, 1:18 AM by Skógur Mosi

Opið verður alla daga frá 11 til 16 fram að jólum. Nóg er til af fallegum jólatrjám hjá okkur.

Símarnir hjá okkur eru 867-2516 og 866-4806.

 

Lifandi jólatré í potti

posted Nov 15, 2016, 10:01 PM by Skógur Mosi


Lifandi jólatré í potti 0,8-1,5 m og toppatré 0,5-1 m til sölu.

Jólarén í potti eru á 8.000-19.000 en toppatrén á 3.000-8.000.

Skilagjald er á pottum frá því í fyrra 1.000 fyrir stóra potta og 500 fyrir litla.

Jólatrjáasalan verður eins og síðustu ár í Hamrahlíðinni í desember. Tökum á móti hópum í Hamrahlíð og á öðrum svæðum skógræktarfélagsins. 

Símar félagsins eru 867-2516 og 866-4806.

Sumarverkum lýkur og haustverk taka við

posted Oct 25, 2016, 3:56 AM by Skógur Mosi

Mikið hefur verið gert í Meltúnsreitnum í sumar.  Haldið var áfram að grisja.  Bætt við heilmiklu af runnum, kvistum og rósum.  Beðin hreinsuð en mikil vinna er að halda þeim hreinum.  Flötin var sléttuð og þökulögð.  Svo bíður grillið eftir að verða sett á réttan stað.
Í haust er svo verið að taka upp jólatré með rót sem verða til sölu fyrir jólin.
     

Skógarganga 22. júní

posted Jun 14, 2016, 5:20 AM by Skógur Mosi

Farið verður í hina árlegu skógargöngu 22. júní næstkomandi. 

Gegnið verður frá Hafravatnsrétt um skógræktina.
Við ætlum að hittast við Hafravatnsrétt klukkan 19:30

Veitingar í boði félagsins.


Sjá kort.

Myndir af aðalfundi

posted May 9, 2016, 3:20 PM by Skógur Mosi

Aðalfundur var haldinn 11. apríl síðastliðinn og var hann vel sóttur. Myndasýning var frá starfi síðastliðinna 60 ára. 
14. apríl kom stjórnin saman og skipti með sér verkum. Stjórn félagsins er þannig skipuð í varastjórn eru:
Sigurgeir Steingrímsson, Ívar Örn Þrastarson, Elísabet Kristjánsdóttir, Bjarki Þór Kjartansson og Jóhanna Ólafsdóttir.

Formaður: Kristín Davíðsdóttir 
Gjaldkeri: Louisa Sigurðardóttir
Varaformaður: Ágúst Hálfdánarson 
Ritari: Björn Traustason  
Meðstjórnandi og vararitari: Hólmfríður Karlsdóttir 


Aðalfundur

posted Apr 1, 2016, 1:45 AM by Skógur Mosi

Aðalfundur Skógræktarfélas Mosfellsbæjar 2015 verður haldinn í húsi Björgunarsveitarinnar Kyndils, Völuteigi 23, Mosfellsbæ, mánudaginn 11. apríl kl. 20.00.

Dagskrá

1. Almenn aðalfundarstörf
2. Önnur mál
3. Myndasýning úr starfi félagsins í tilefni 60 ára afmælisins 2015

Félagsmenn eru hvattir til að mæta.  Nýir félagar velkomnir.
Kaffiveitingar verða á staðnum.

Kærleiksvika

posted Feb 22, 2016, 12:11 PM by Skógur Mosi   [ updated Mar 29, 2016, 5:58 AM ]

Síðastliðinn miðvikudag var Skógræktarfélag Mosfellsbæjar heiðrað í Kærleiksvikunni. Athöfnin fór fram í Kjarnanum. Starfsmenn Ásgarðs smíðuðu bekk sem skipuleggjendur gáfu félaginu. Bekkurinn er með útskorinni mynd sem er táknræn fyrir starf félagsins. Myndirnar hér að neðan segja meira.
Skógræktarfélagið þakkar fyrir sig.

1-10 of 25