Fréttir

Noregsferð með gulrófubændum

posted 6 Sep 2016, 15:09 by Fjóla Hannesdóttir   [ updated 11 Sep 2016, 04:51 ]

Dagana 29. ágúst til 2. september fór Félag Gulrófubænda saman í bændaferð til Noregs. Alls voru nítján bændur sem fóru í ferðina frá átta bæjum. Ferðin var einstaklega vel heppnuð og vel skipulögð. 
Sjö bændur sem rækta gulrófur voru heimsóttir og einnig ein pökkunarstöð fyrir grænmeti. Við gáfum öllum bændunum að sjálfsögðu prufu af Sandvíkurrófufræinu, sem þeir ætla að prófa að rækta á næsta ári. Það verður spennandi að fylgjast með því, en við höfum áður selt fræ til Noregs með góðum árangri. 

Allar heimsóknirnar voru í nágrenni við Þrándheim en þar er mikil hefð fyrir ræktun og garðyrkju. Íslensku bændurnir eru sammála um að margt megi læra af Norðmönnum þegar kemur að ræktun. Til að mynda nota þér sérstakan dúk umhverfis garðinn sem ver hann fyrir Kálflugu. Með því að nota þennan dúk er hægt að sleppa við að eitra garðinn. Einnig hafa þeir mikið verið að planta út gulrófuplöntum í stað þess að sá fræjum. Bændurnir nota tæknina einnig til að gera ræktunina enn skilvirkari eins og að nota GPS tæki sem mælir nákvæma lengd á milli raða sem sáð er í. Mikil samvinna er milli bænda á svæðinu og stunda þeir skiptiræktun mikið. Þá fá þeir að rækta í landi nágrannans til þess að geta ræktað í nýju landi ár hvert, ýmist í skiptum fyrir sitt eigið land eða leigu. Þetta gera þeir til þess að koma í veg fyrir að sjúkdómar komi upp í ræktuninni. Bændurnir á svæðinu hafa einnig tekið sig saman og eru með sameiginlega pökkunar- og dreifingastöð fyrir grænmetið sem þeir rækta. Stofnað var sér fyrirtæki sem skipuleggur pökkun og dreifingu á grænmetinu áfram til endursöluaðila. Með þessu mó
ti er hægt að nýta vélar betur og jafnframt senda grænmetið ferskt í búðirnar, þar sem allt grænmeti er sent út sama dag og það kemur inn. Það grænmeti sem kemur inn á pökkunarstöðuna hefur þegar verið pantað og getur því farið beint af stað eftir því hefur verið pakkað inn. 

Við erum afar ánægð með að hafa farið með í þessa ferð. 

Sandvíkurrófurnar seljast vel

posted 17 May 2016, 10:40 by Fjóla Hannesdóttir   [ updated 17 May 2016, 10:41 ]

Þann 28. apríl var frétt í héraðsblaðinu Dagskránni um búðina Fjallkonuna á Selfossi. Fjallkonan selur mikið af vörum beint frá bónda ásamt öðrum gæða vörum. Í viðtalinu segir María, annar eigandi Fjallkonunnar, meðal annars: „Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei smakkað svona góðar rófur. Þetta er eitthvað sem þau hafa þróað sjálf í Sandvík. Rófurnar eru ofsalega góðar." 

Þessi frábæru ummæli frá Maríu hafa leitt til þess að sala á Sandvíkurrófunum í búðinni hennar hefur margfaldast. Við eigum enn nóg til af rófum sem bæði er hægt að kaupa beint af Fjallkonunni eða hjá okkur. 

Fréttina má lesa í heild sinni á meðfylgjandi mynd. 

Við viljum þakka Maríu kærlega fyrir þessu fallegu orð um rófurnar okkar. 

Fræið er að seljast upp

posted 27 Apr 2016, 15:21 by Fjóla Hannesdóttir   [ updated 27 Apr 2016, 15:23 ]

Uppskeran 2015 er nú komin úr þreskjun og tilbúin til sölu. Fræið kom mjög vel út úr spíruprófun eins og áður. Það var hann Jónatan Hermansson, Lektor við Landbúnaðar Háskólann sem þreskir fræið og gerir spíruprófunina. Uppskeran 2015 var góð eða alls 25 kíló.

Fræið er flokkað í tvo flokka. Annarsvegar stærra fræ og svo hinsvegar smærra fræ. 

Munurinn á þessum tveimur flokkum er aðallega sá að stærra fræið er aðeins fljótsprottnara, það er að segja rófurnar verða aðeins fyrr fullvaxta. Aftur á móti fást fleiri fræ af smærri flokknum miða við sömu þyngd af stærriflokknum. 

Þrátt fyrir að það sé stutt síðan að fræið fór í sölu er stærri flokkurinn að seljast upp en eigum enn eitthvað til af smærri flokknum. Við mælum því með því að þú tryggir þér fræ sem fyrst ef þú ætlar þér að rækta gómsætar Sandvíkurrófur í sumar. 

Meðfylgjandi mynd sýnir hluta af uppskerunni.

Ný uppskera á rófufræ komið í sölu

posted 25 Apr 2015, 14:46 by Fjóla Hannesdóttir   [ updated 25 Apr 2015, 14:53 ]

Sala á nýrri uppskeru af rófufræi er hafin. Uppskeran er frá 2014 og er nú komið úr þreskjun. Uppskeran var góð og fengum við alls 12 kíló af stærri flokknum og 7 kíló af smærri. Við eigum enn aðeins eftir af eldra fræi en í fyrra seldist nánast allt upp. Öll fræin okkar komu vel út úr spíruprófum og má sjá meðfylgjandi mynd af einni prófun. 

Verðin á fræjunum eru eftirfarandi ef verslað er 100 gr. eða meira:
Nýtt stærra fræ er á 65 þúsund kílóið. 
Nýtt smærra fræ er á 55 þúsund kílóið. 
Einnig seljum við eldra fræ frá 2011 og 2012 í smærri flokk á 50 þúsund kílóið. 

Í smásölu er annað verð. Við miðumst við að sala frá 10gr. upp í 100gr sé smásala. Hvert gramm af smáa fræinu er á 100 kr og af stærri flokknum á 120kr.  Fyrir venjulega heimaræktun duga sirka 10.gr af fræi og kostar þá 1.000kr smærra fræið og stærra fræið á  1200kr.                                                                                                                            
Verðin eru án vsk. sem er 24%            

Við sendum rófufræ frítt um allt land. 
   
Þú getur pantað fræ með því að smella hér einnig getur þú sent tölvupóst á sandvikurrofur@gmail.com.

Rófubæklingur

posted 4 Mar 2015, 11:50 by Fjóla Hannesdóttir   [ updated 4 Mar 2015, 14:16 by Jón Steinar Sandholt ]

Félag íslenskra gulrófnabænda réðst nýlega í það skemmtilega verkefni að prenta veglegan bækling með uppskriftum og fróðleik um rófur. Bæklingurinn, sem er hluti af markaðsátaki rófnabænda, mun verða dreift í allar helstu búðir á næstu dögum. Höfundar uppskriftanna eru matreiðslu stjörnurnar  Sigurlaug Margrét, Solla á Gló, Sveinn Kjartansson, Yasmine Olsson, Helga Mogensen, Valentína Björnsdóttir og Rúnar Marvinsson.  Hægt er að smella á myndirnar til að sjá myndirnar í stærri upplausn. 


Nældu þér í ódýrar rófur áður en uppskeran klárast!

posted 19 Feb 2015, 13:36 by Fjóla Hannesdóttir   [ updated 20 Feb 2015, 09:47 ]


Annasamt hefur verið í rófuhúsinu undanfarnar vikur enda einn mesti sölutími rófnabænda núna yfir þorrann.  Salan hefur verið það mikil að rófurnar eru að klárast hjá okkur. Hinsvegar eigum við til smáar rófur sem búðirnar vilja ekki selja, þó þær bragðist alveg jafn vel! Rófur flokkast sem útlitsgallaðar eða smáar ef þær vega minna en 300gr. Við ætlum að bjóða kosta kjör á þessum smáu rófum, aðeins 150 kr./kg. - sem er gjöf en ekki gjald!

Margir kjósa frekar smáar rófur en stórar þar sem þær þykja oft betri á bragðið. En eins með beygluðu gúrkurnar sem eru ekki sendar í búðir, þá eru smáar rófur "útlitsgallaðar" og því almennt ekki sendar í búðir - sem er algjör synd. Neðri meðfylgjandi mynd er af smáum rófum. 

Pantanir í kringum selfoss eru í síma 892-9565, pantanir og fyrirspurning fyrir höfuðborgarsvæðið sendist á sandvikurrofur@gmail.com einnig hægt að leggja inn pöntun hér.Hannes Jóhannsson að raga rófur í þorranum, Magnús Jóhannsson tók myndina.

Nokkrir punktar um rófur (tekið af www.vanillaoglavender.is):

 • Veita vörn gegn krabbameini (rófur innihalda glúkósínólata)
 •  Styrkja ónæmiskerfið (rófur innihalda karótenóíð)
 •  Eru ríkar af andoxunarefnum (einn skammtur af rófum inniheldur um 50% ráðlögðum dagskammti af C-vítamíni)
 •  Hjálpa lifrinni að losa sig við skaðleg eiturefni (m.ö.o. þær eru detoxandi)
 •  Eru frábærar fyrir meltinguna (góð melting er eitt af lykilatriðum að góðri almennri heilsu)
 •  Eru trefjaríkar (og stuðla því að heilbrigðum ristli, einnig mjög mikilvægt)
 •  Eru ríkar af kalíum (og eru því góðar fyrir beinin og hjartað + stuðla að eðlilegum efnaskiptum.
 •  Eru ríkar af zínki (og eru því góðar fyrir húð, hár og neglur)
 •  Vinna gegn candida sveppinum
 •  Geta hjálpað fólki að léttast þar sem þær innihalda fáar hitaeiningar, eru næringarríkar og trefjaríkar
 •  Geta dregið úr fyrirtíðarspennu
 •  Hafa góð áhrif á astma sökum hás hlutfalls C-vítamíns
 • Konur sem eru með barn á brjósti hafa einnig sérlega gott af því að borða rófur þar sem þær hafa mjólkuraukandi áhrif.

Nú er tími til að rófa sig upp - svona áður en haustuppskeran klárast!

Við ætlum að gefa rófur!

posted 25 Jan 2015, 14:44 by Fjóla Hannesdóttir   [ updated 25 Jan 2015, 14:56 ]

Nú er Þorrinn byrjaður með tilheyrandi þorramat og blótum. Neysla á rófum er alltaf mikil á þessum tíma enda eru rófur ómissandi með þorramatnum. 

Í tilefni af því að þorrinn er genginn í garð ætlum að draga út fimm heppna einstaklinga sem fá 5 kíló af Sandvíkur rófum að gjöf frá okkur. Við munum draga út tvo vinningshafa föstudaginn 30. janúar og þrjá aðra þann 6. febrúar. Nöfn vinningshafanna verða svo birt á facebook síðunni okkar. Allir þeir sem hafa líkað við facebook síðuna okkar eru í pottinum.

Við viljum líka minna á að það er hægt að versla beint við okkur (ef heppnin er ekki með þér). Annað hvort með því að panta á heimasíðunni okkar eða hringja í síma 892-9565. Kílóið af rófunum kostar 300 kr.

Vorverkin komin á fullt

posted 7 May 2014, 12:16 by Fjóla Hannesdóttir   [ updated 8 May 2014, 13:28 ]

Vorverkin í Stóru-Sandvík eru komin á fullt skrið. Búið er að gera bæði gróðurhúsin klár fyrir frærófur en þeim verður plantað út á næstu dögum. Keypt var ný mold núna í vor til að bæta jarðveginn í gróðurhúsunum. Það ættu því að vera enn betri skilyrði fyrir frærófurnar til að vaxa. Einnig er veðrið búið að vera milt og gott, en vonandi helst það áfram þannig svo uppskeran verði góð. 

Uppskeran frá því í fyrra er uppseld og lítið eftir af eldra fræi. Við  höfum aldrei selt eins mikið af fræjum eins og í ár. Eftirspurn eftir rófum hefur aukist og þá eykst rófufræssalan með, enda eru rófur mjög hollar og góðar. Þar að auki hefur Sandvíkur-rófan gott orð á sér og eru rófubændur að öllu jöfnu sammála um að okkar fræ sé sterkara til að takast á við Íslensk sumur, eins og sumarið var 2013, miðað við önnur fræ. 

Meðfylgjandi mynd tók Jóhanna Sigríður Hannesdóttir síðustu helgi þegar fjölskyldan hjálpaðist að við vorverkin. 

Breytingar á heimasíðunni

posted 19 Apr 2014, 03:40 by Fjóla Hannesdóttir   [ updated 19 Apr 2014, 03:41 ]

Nú erum við búin að breyta heimasíðunni okkar. Markmiðið með breytingunum var að gera auðveldara fyrir viðskiptavininn að finna það sem hann er að leita að. Núna er hægt að panta vörur í gegnum heimasíðuna og einnig hafa samband. Með þessu er auðveldara fyrir viðskiptavininn að hafa beint samband við okkur hvort sem það er varðandi pöntun, spurningar, kvörtun eða hrós. 

Uppselt áður en það kom í hús

posted 3 Apr 2014, 02:10 by Fjóla Hannesdóttir   [ updated 3 Apr 2014, 02:25 ]

Rófufræið okkar er nýlega komið úr þreskjun og ljóst er að uppskeran er töluvert minni í ár en í fyrra. Alls fengum við 9kg sem er meira en helmingi minna en uppskeran í fyrra. Sumarið 2013 var kalt og margir bændur urðu varir við uppskerubrest. Við fengum 7 kíló af stærri flokknum og 2 kg af smærri. Stærri flokkurinn er uppseldur, viðskiptavinir voru búnir að leggja inn pantanir áður en fræið kom og seldist það því strax upp. Við eigum þó enn til af smærri flokknum og einnig eigum við fræ sem er í góðu lagi frá fyrri uppskerum. 

Verðlagningin á fræunum í magn sölu (500gr eða meira pantað) er eftirfarandi:
Smátt fræ 2014  og 2013 á 50.000kr/kg
Stórt fræ frá 2013 á 65.000kr/kg

Annað smátt fræ er á 45.000kr/kg

Það sem er keypt í minni einingum en 500gr reiknast sem smásala og er verðið í smásölu  Í smásölu er er annað verð. Við miðumst við að sala frá 10gr. upp í 500gr sé smásala. Hvert gramm af smáa fræinu er á 85kr og af stærri flokknum á 100kr.  Fyrir venjulega heimaræktun duga sirka 10.gr af fræi og kostar þá 850kr smærra fræið og stærra fræið á 1000kr. 

Verðin eru án vsk. sem er 25,5%

Hægt er að panta rófufræ hjá Hannesi í síma 482-1934/892-9565 eða hjá Fjólu í gegnum tölvupóstinn fjolasigny@gmail.com

1-10 of 42