Forsíða

 
 
Samfélagsfræðsla fyrir innflytjendur ætti að vera jafn sjálfsagður hlutur og íslenskukennsla. Með þessu efni sem hér birtist hefur Kvasir lagt sitt af mörkum til að auðvelda að fræðsla um samfélagið verði tekin upp í hverri símenntunarmiðstöð.
Hér má finna ýmsar upplýsingar um íslenskt samfélag sem eru hugsaðar sem gagnabanki fyrir kennara/leiðbeinendur og túlka. Efnið er hægt að prenta út í heilu lagi og má finna krækju að því hér til vinstri. Myndrit eru hugsuð til að auðvelda útskýringar og má prenta út eða hafa uppi sem glæru að ákvörðun hvers og eins. Efni þetta er mjög umfangsmikið og þurfa umsjónarmenn námskeiða um samfélagsfræði  að skipuleggja og velja þá þætti sem þeir vilja fjalla um. Efnið er eingöngu  hugsað sem upplýsingaveita en ekki kennsluefni. Kennsluleiðbeiningar í upphafi hvers kafla eru einnig hugsaðar sem hugmyndabanki en ekki beinar leiðbeiningar.