Hér getur að líta fréttir úr starfi félagsins. Einnig er hægt að fylgast með Sæfara á facebook. |
Fréttir
Ný stjórn Sæfara kosin
Ný stjórn hefur tekið til starfa í Sæfara. Hana skipa: Magnús Bjarnason - Formaður, Elías Skaptason - Gjaldkeri og Rúnar Helgi Haraldsson - ritari. Nánari upplýsingar um stjórn og umsjónarmenn Sæfara. |
Frá aðalfundi Sæfara þann 07.04.2016
Sæfari - Skýrsla stjórnar árið 2015 Stjórnarmenn Rúnar H. Haraldsson – Formaður Elías Skaftason – Gjaldkeri Rán Höskuldsdóttir – Ritari Þær breytingar urðu að á miðju ári flutti Rán Höskuldsdóttir frá Ísafirði og hætti þar með í stjórn Sæfara. Rúnar H. Haraldsson gegndi tímabundið stöðu ritara ásamt því að vera formaður fram að aðalfundi 2016. Starfið Starf sæfara var með mjög svipuðu sniði og undanfarin ár. Þeir félagsmenn sem stunda kajakróður hittast reglulega á sunnudögum klukkan 11:00 og óreglulega þess á milli. Sunnudagsróðrarnir voru mjög vinsælir bæði meðal félagsmanna og annara, en hægt er að leigja sér búnað til róðrar hjá Sjósportmiðstöð Íslands sem staðsett er í sama húsi og Sæfari. Að auki hafa félagsmenn nokkrum sinnum hist í Reykjanesi til að róa og njóta þeirra veitinga sem þar eru í boði. Einnig er mikil starfsemi í kringum kjölbáta sem félagsmenn Sæfara eiga í aðstöðu þeirri sem byggð hefur verið upp pollmegin í höfninni á Ísafirði. Barnastarf Sumarnámskeið voru á vegum Sæfara þar sem farið var yfir helstu atriði siglinga og róðurs ásamt öryggisatriða. 55 börn sóttu námskeið Sæfara síðasta sumar. Umsjónarmenn barnastarfs voru þau Guðrún Jónsdóttir og Torfi Einarsson, en Torfi hefur gegnt sinnt barnastarfi Sæfara um langa hríð. Miklar breytingar voru gerðar á þeirri aðstöðu sem nemendur á námskeiðum Sæfara hefur staðið til boða, bæði hefur sturtum verið fjölgað og þeim kynjaskipt. Mikil endurnýjun hefur verið á búnaði bæði bátum og göllum í eigu félagsins. Fyrir hönd stjórnar: Rúnar H. Haraldsson Elías Skaftason Formaður Gjaldkeri |
Aðalfundur Sæfara 2014
Hér með er boðað til aðalfundar Sæfara miðvikudaginn 9 apríl, klukkan 18:00. Fundurinn verður haldin í kaffistofu MÍ (kennarastofu). Dagskrá aðalfundar: |
Myndir úr starfinu frá árinu 2012
Hér getur að líta nokkrar myndir úr starfi Sæfara frá árinu 2012. Myndirnar hafa allar birst áður á facebook og sýna félaga í Sæfara eða aðila sem mætt hafa í ferðir félagsins. Eins og sést á myndunum eru félagar Sæfara að róa í alls konar veðri og sjólagi, um vetur, vor, sumar og að hausti. |
Aðalfundur Sæfara
Aðalfundur Sæfara verður haldinn þriðjudaginn 12 mars klukkan 20:00 í fundarsal Ölgerðarinnar Egils á Ísafirði. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstöf s.s. kosning stjórnar og afgreiðsla reikninga. Stjórn Sæfara. |
Greinar á heimasíðu Sæfara
Sú nýjung hefur verið tekin upp hér á heimasíðu Sæfara að birta fræðsluefni um kajakróður og ýmsikonar tæknileg atriði honum tengdum eins og björgun og fleira. Greinasafnið er að finna hér til hliðar undir heitinu "Fræðsluefni". Fyrsta greinin sem birtist er tileinkuð grænlenskri róðrartækni og er eftir Greg Stamer, en eins og menn muna þá réri hann hringinn í kringum Ísland ásamt Freyju Hoffmeister árið 2007. |
Barnastarf Sæfara Hefst Mánudaginn 4 júní.
Sæfari í samstarfi við Sjósportmiðstöðina býður upp á siglinganámskeið fyrir 9-14 ára börn í sumar. Verð er 16.000 krónur og hámarksfjöldi barna er 15-18. á hverju námskeiði sem stendur yfir í fimm daga, fimm klukku-stundir á dag milli klukkan 8 og 13. Yfirkennari er Guðni Páll Viktorsson en honum til aðstoðar verður Arndís Jónsdóttir og sjálfboðaliðar úr unglingastarfi félagsins. Námskeiðin hefjast Mánudaginn 4. júní. Á námskeiðunum læra börnin á seglbáta, kayak, og aðra sjótengda útivist. Námskeið í boði eru; 4-8 juni. 11-15 juni. 18-22 juni 25-29 juni. 2-6 juli. 9-13 juli. 23-27 juli. 30.juli-3.ágúst. 13-17 ágúst. Nánari upplýsingar veita Guðni Páll Viktorsson gudnikayak@gmail.com Simi: 661 6475 |
Ný lög samþykkt
Ný lög félagsins voru samþykkt á síðasta áðalfundi. Þau eru að finna hér á heimasíðunni undir "Ný lög Sæfara".
|
Félagsróður 13.11. 2011
10 manns tóku þátt í félagsróðri þann 13. nóvember 2011. Veðrið var með eindæmum gott, nánast logn og 3,5 stiga hiti. Róið var út að Ytri-Básum við Skutulsfjörð. Hér að neðan getur að líta nokkrar myndir úr ferðinni. |
Gengið frá skútum
Félagsmenn notuðu veðurblíðuna í dag (12.11 2011) til þess að afmastra skútur og byrja að ganga frá þeim fyrir veturinn. Hér að neðan getur að líta nokkrar myndir sem teknar voru við þetta tækifæri. |
1-10 of 16