RÖSK er gjörninga- samsýningarhópur fjögurra kvenna sem hafa sýnt saman. Þær eru Brynhildur Kristinsdóttir, Dagrún Matthíasdóttir, Jónborg Sigurðardóttir og Thora Karlsdóttir. Einstaklingarnir innan hópsins hafa unnið á ólíkan hátt í list sinni og beita ólíkum aðferðum og efnum en innan listhópsins eru þær samstíga í bæði hugmyndaferli og samvinnu sinni . Sýningar þeirra einkennast af því að gera gestum og gangandi kleift að máta sig við listaverkin og byggja þar upp skemmtilegt samtal listaverka og þátttakenda. Fer þá skemmtilegur leikur af stað sem gefur ímyndunaraflinu lausan tauminn. Oft er birtingarmynd þess samtals leikur, og látbragð sem auðga sýningarnar lífi og gleði. Síðustu sýningar hafa borið lýsandi titla svo sem: Kjólandi, Skóhattandi og Svuntandi og gefur auga leið að listaverkin eru kjólar, svuntur, skór og hattar. Árið 2016 stóð listhópurinn fyrir sýningum á Listasumri og Akureyrarvöku, Skrímslandi var sett upp í Listagilinu 16. júlí og vakti mikla athygli hjá gestum og gangandi. # Gangandi , Fljúgandi og Endurkoma voru viðburðir sem hópurinn stóð fyrir á Akureyrarvöku. Rösk listhópur hefur aðsetur og vinnustofu í Rösk Rými í Listagilinu á