ÆSKAN
OG ELLIN
- Jóhann Örn Sigurjónsson sigraði.
VII Strandbergsmótið í skák, Æskan og Ellin, fór fram í gær að Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju að viðstöddu fjölmenni. Þátttakendur voru
um 80 talsins, yfir 50 ungmenni 15 ára og yngri og hátt í 30 aldnir skákmenn yfir sextugu. Forseti Skáksambands Íslands, Gunnar Björnsson, flutti stutt ávarp og lék síðan fyrsta leikinn með aðstoð Sr. Gunnþórs Ingasonar, fyrrv. sóknarprests og verndara Riddarans, skáklúbbs eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu sem stóð að
mótinu í samvinnu við Skákdeild Hauka í Hafnarfirði. Elstu þátttakendurnir voru 83 ára og þeir yngstu einungis 6 ára. Mótinu lauk með veglegu kaffisamsæti í boði Hafnarfjarðarkirkju og verðlaunaafhendingu sem Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi annaðist ásamt Einari S. Einarssyni, formanni mótsnefndar.
Páll Sigurðsson, alþj. skákdómari, stýrði mótinu að mikilli prýði.
Mottó mótsins var: Það ungir nemur gamall temur.
AÐALÚRSLIT mótsins urðu þau að Jóhann Örn Sigurjónsson (72) KR/Ridd. sigraði með 8 v. af 9 mögulegum annað árið í röð. Í öðru sæti varð Guðmundur Kristinn Lee (15) Helli, með 7,5 v., og í þriðja sæti Guðfinnur R. Kjartansson (65), KR/Ridd. með 7 vinninga. Á eftir þeim fylgdu: Stefán Þormar Guðmundsson, KR/Ridd; Egill Thordarson, Haukum; Hermann Ragnarsson, TR; Gísli Gunnlaugsson, Bol., allir með 6.5 v. Fast á hæla þeim komu: Oliver Jóhannesson, Fjölni, (12) og Dagur Ragnarsson (13) og síðan engir aðrir en Björn Víkingur Þórðarson (79)og Þór Valtýsson, gamalreyndir skákmenn ofl. með 6 vinning.
Nánari úrslit má sjá hér á síðu Chess Results.
Auk aðalverðlauna mótsins voru veittar viðurkenningar og verðlaun eftir aldurflokkum og þar urðu úrslit á þessa leið:
ALDURSFLOKKAVERÐLAUN:
(Aðalverðlaunahafar ekki meðtaldir)
80 ára og eldri:
Sverrir Gunnarsson, Ridd. 6v.
75 ára og eldri:
Björn Víkingur Þórðarson, Ridd. 6v
13 til 15 ára
Dagur Ragnarsson, Fjölni 6v
Birkir Karl Sigurðsson, SFÍ 6v
Emil Sigurðarson, UMFL 6v
10 -12 ára
Oliver Jóhannesson, Fjölni 6.v
Dawid Kolka, Helli, 6.v.
Veronika Steinun Magnúsdóttir, TR 6.v
9 ára og yngri
Hilmir Freyr Heimisson, 5 v
Vignir Vatnar Stefánsson, TR 4.5v
Erik Daniel Jóhannesson, Haukum 4v
Elsti keppandinn:
Jóhannes Kristinsson (83) 3v.
Yngsti keppandinn:
Anton Oddur Jónasson (6) Ísaksskóla, 2.5v.
Styrktaraðilar mótsins að þessu sinni voru fjölmargir, því “Margt smátt gerir eitt stórt”.
Auk Hafnarfjarðarkirkju voru það: Hafnarfjarðarbær, Verkalýðsfélagið Hlíf, HS-veitur
Landsbankinn, Actavis, Íslandsbanki, Fjarðarkaup, HamborgaraBúllan, Fjörukráinn,
BYR-Sparisjóður, Sjóvá, Útfararþjónusta Hafnarfjarðar og Jói Úherji, sem gaf alla
verðlaunagripi.