Um RUR Club


RUR Club var stofnaður 26. Janúar 2012. 

Hugmyndin að stofnun klúbbsins kviknaði hjá nemendum sem unnu við kafbátaverkefni á vegum skólans vor og sumar 2011. Var mikill áhugi meðal nemendanna til þess að halda þessu verkefni áfram næstu árin og láta þá sérþekkingu sem myndast hafði um bátinn haldast innan skólans. Jafnframt þótti vanta vettvang þar sem nemendur gætu unnið saman að ýmsum spennandi verkefnum og miðlað reynslu sín á milli. 

 • Markmið klúbbsins er að gera nemendum kleift að hittast og miðla þekkingu um róbota og tengda tækni. 
 • Það þarf enga reynslu eða þekkingu til þess að taka þátt, aðeins áhuga. 
 • Við hittumst vikulega á fimmtudögum kl 17.00 í Rafeindastofunni V207
 • Dæmi um verkefni sem hafa orðið að veruleika:
  • Kafbát sem fór til Californiu að keppa
  • Sprengjuleitarróbot (í vinnslu)
  • Flugvélar og flugfiskar
  • Rafmagnsbílar
  • Bruggtæki og fleira.


Á haustönn 2012 fengu félagar t.d. Arduino stýrisspjald við skráningu þökk sé Marel

Hérna er Like síða klúbbsins á fb þar sem þú getur séð hvað er á döfinni.

Hérna er innri síða klúbbsins  þar sem við ræðum hvaða græjur við viljum kaupa næst, hvaða tæki við viljum sjá kynningu um osfrv. Á döfinni ætlum við m.a. að læra meira um ArduinoRaspberry Pi ofl.


Hafið samband í gegnum rur@ru.is