vetrarföl

Vetrarföl

(Uppskrift frá Heidi Swanson)

  • 2 msk gin
  • 1 msk nýkreistur sítrónusafi
  • 2 tsk timíansíróp (sjá uppskrift neðar)
  • klakar
  • 3 msk tónik eða sódavatn (eða eftir smekk)

Aðferð:

Notið lítið glas. Hellið gini, sítrónusafa og timjansírópi út í glasið og hrærið. Fyllið glasið með klökum og hellið tónikinu/sódavatninu yfir.

Tímíansíróp

  • 1 bolli vatn
  • 1/2 bolli sykur
  • lítið handfylli timjangreinar

Aðferð:

Setjið öll hráefnin saman í lítinn pott. Setjið yfir meðalháan hita og náið upp hægri suðu. Leyfið að sjóða í nokkrar mínútur. Slökkvið undir pottinum og látið vera í 10 mínútur. Hellið í gegnum síu ofan í krukku eða flösku. Geymið í kæli.

Gerir 1 drykk


Comments