Súkkulaðikaka með saltaðri karamellu

Súkkulaðikaka með saltaðri karamellu

(Uppskrift frá Baked: New Frontiers in Baking)

Súkkulaðikökubotnar:

 • 3/4 bolli dökkt kakóduft (án sætuefna)
 • 1 1/4 bolli heitt vatn
 • 3/4 bolli sýrður rjómi
 • 2 2/3 bollar hveiti
 • 2 tsk lyftiduft
 • 1 tsk matarsódi
 • 1/2 tsk salt
 • 3/4 bolli ósaltað smjör, við stofuhita
 • 1/2 bolli grænmetisolía
 • 1 1/2 bolli sykur
 • 1 bolli púðursykur
 • 3 stór egg, við stofuhita
 • 1 msk vanilludropar

Aðferð:

Hitið ofninn í 180 C. Takið fram þrjú 8" hringlaga bökunarform, setjið bökunarpappír í botninn á þeim og smyrjið. Sáldrið hveiti yfir og berjið aukahveitið úr botnunum.

Takið fram meðalstóra skál og blandið saman kakóduftinu, heita vatninu og sýrða rjómanum, setjið til hliðar og leyfið að kólna.

Sigtið hveitið, lyftiduftið, matarsódann og saltið saman í aðra meðalstóra skál og setjið til hliðar.

Þeytið saman smjörinu og olíunni á meðalhraða í 5 mínútur. Bætið sykrinum saman við og hladið áfram að hræra þar til blandan verður létt í sér, ca. 5 mínútur. Bætið eggjunum saman við, einu í einu, og blandið vel saman eftir hvert egg. Bætið vanillu saman við og hrærið þar til það hefur blandast í deigið.

Bætið hveitiblöndunni og kakóblöndunni saman við deigið á víxl í þremur pörtum, byrjið og endið með hveitiblöndunni.

Skiptið deiginu jafnt í formin og jafnið toppana. Bakið í 35 til 40 mínútur, eða þar til botnarnir hafa bakast í gegn. Leyfið kökunum að kólna í 20 mínútur, takið þær svo úr formunum og leyfið að kólna alveg.

Söltuð karamella:

 • 1/2 bolli rjómi
 • 1 tsk fleur de sel
 • 1 bolli sykur
 • 2 msk ljóst maíssíróp [eða Lyle's Golden Syrup]
 • 1/4 bolli sýrður rjómi

Aðferð:

Takið fram lítinn pott og setjið rjómann og fleur de sel út í. Náið upp hægsuðu yfir mjög lágum hita þar til saltið hefur leysts upp. Hafið auga með blöndunni svo hún brenni ekki við.

Á meðan rjómablandan mallar takið fram meðalstóran pott og setjið 1/4 bolla af vatni, sykurinn og sírópið og hrærið því saman varlega. Eldið yfir háum hita þar til hitamælir sýnir 170 C eða þar til blandan er orðin dökk-gulbrún á litinn, í ca. 6 til 8 mínútur. Takið frá hitanum og leyfið að kólna í 1 mínútu.

Bætið rjómablöndunni saman við sykurblönduna. Hrærið sýrða rjómanum saman við með písk. Leyfið karamellunni að kólna þar til hún hefur náð stofuhita. Hellið í skál, setjið plastfilmu þétt yfir og geymið í ísskáp þar til þið setjið kökuna saman.

Súkkulaði-karamellukrem:

 • 500 g dökkt súkkulaði (60% til 70%), saxað
 • 1 1/2 bolli rjómi
 • 1 bolli sykur
 • 2 msk ljóst maíssíróp [eða agavesíróp]
 • 2 bollar ósaltað smjör, mjúkt en samt svolítið kalt, skorið í 1 sm stóra teninga

Aðferð:

Setjið súkkulaðið í stóra gler- eða stálskál og setjið til hliðar.

Setjið rjómann í lítinn pott og náið upp hægsuðu yfir mjög lágum hita. Hafið auga með rjómanum svo hann brenni ekki við.

Setjið 1/4 bolla vatn, sykurinn og sírópið í meðalstóran pott og hrærið varlega saman. Eldið yfir háum hita þar til hitamælir sýnir 170 C, ca. 6 til 8 mínútur. Takið af hitanum og leyfið karamellunni að kólna í 1 mínútu.

Bætið rjómanum saman við karamelluna og hrærið varlega saman í 2 mínútur. Hellið karamellunni yfir súkkulaðið. Leyfið því að standa í 1 mínútu. Hrærið síðan í blöndunni á eftirfarandi hátt: Byrjið frá miðri skálinni og vinnið ykkur í átt að börmunum, í hring eftir hring þar til súkkulaðið hefur bráðnað alveg. Leyfið blöndunni að kólna og flytjið það síðan yfir í hrærivél.

Blandið saman við lágan hraða þar til skálin á hrærivélinni er köld við snertingu. Aukið þá aðeins við hraðann og bætið smjörinu smám saman saman við og hrærið þar til smjörið hefur gengið inn í karamelluna. Aukið svo hraðann enn meira og blandið þar til blandan er svolítið loftkennd.

Kakan sett saman:

Setjið einn kökubotn á disk. Smyrjið 1/4 bolla af karamellunni yfir topppinn. Leyfið söltuðu karamellunni að ganga inn í kökuna og smyjrið síðan 3/4 bolla af kreminu yfir karamelluna. Sáldrið 1 tsk af fleur de sel yfir kremið og leggið síðan annan kökubötn ofan á. Smyrjið með kreminu og sáldrið 1 tsk af fleur de sel yfir. Setjið síðan þriðja kökubötninn ofan á. Smyrjið með söltuðu karamellunni. Smyrjið þunnu lagi af kreminu yfir alla kökuna og setjið inn í ísskáp í 15 mínútur. Takið kökuna úr ísskápnum og klárið að smyrja restinni af kreminu yfir alla kökuna. Skreytið með smá fleur de sel.

Kakan geymist í þrjá daga.

Comments