moules a la marinier

Moules à la Marinière

(Uppskrift frá Juliu Child: Mastering the Art of French Cooking)

Ég hef helmingað uppskriftina hennar Juliu og gert smávægilegar breytingar á annars skotheldri uppskrift.

  • 250 ml [1 bolli] létt og þurrt hvítvín eða hvítur vermút
  • 1 lítill skallotlaukur, saxaður
  • 4 steinseljustilkar
  • 1 lárviðarlauf
  • 1/4 tsk tímjan
  • pipar á hnífsoddi
  • 50 g smjör
  • 2 kg kræklingar
  • 1/4 bolli steinseljulauf, söxuð

Aðferð:

Byrjið á því að skrúbba kræklingana til að losa skeljarnar við óhreinindi. Fjarlægið ,skeggið' og passið að allar skeljarnar séu vandlega lokaðar. Ef einhverjar eru opnar á að banka þeim léttilega við eldhúsbekkinn og sjá hvort að skelin lokar sér. Þær sem loka sér ekki skal hent. Mikilvægt er að kræklingarnir séu lifandi við eldun. Gott er að kynna sér vel meðhöndlun á kræklingum áður en byrjað er. 

Setjið vínið ásamt lauknum, lárviðarlaufinu, tímjaninu, piparnum og smjörinu í stóran pott. Náið upp suðu og sjóðið í 2 - 3 mínútur svo að áfengið gufar upp og vökvinn minnkar aðeins. 

Setjið kræklingana í pottinn. Setjið lok yfir og passið að það loki pottinum vandlega. Sjóðið yfir háum hita. Grípið pottinn af og til, passið að halda lokinu niðri, og hristið pottinn. Þú vilt að kræklingarnir sem eru á botninum fari upp svo að allir kræklingarnir eldast jafnt. Innan 5 mínútna ættu kræklingarnir að hafa opnað skeljar sínar og verða fulleldaðir. 

Takið kræklingana af hitanum og berið strax fram með steinseljulaufnum, brauði (eða frönskum kartöflum). 

Fyrir 6 - 8 í forrétt, 3 - 4 í aðalrétt

Comments