marmarakaka

Marmarakaka

(Breytt uppskrift frá Matt Lewis & Renato Poliafito: Baked: New Frontiers in Baking)

 • 170 g dökkt súkkulaði (60-72%), saxað gróft
 • 1 tsk dökkt kakóduft
 • 3.5 bollar [440 g] hveiti
 • 1.5 tsk lyftiduft
 • 1.5 tsk matarsódi
 • 1/2 tsk salt
 • 250 g smjör, ósaltað og mjúkt (samt svolítið kalt), skorið í 2 sm stóra bita
 • 2.25 bolli [150 g] sykur
 • 4 stór egg
 • 360 ml sýrður rjómi
 • 2 tsk vanilludropar

Aðferð:

Setjið skál ofan í pott með hægsjóðandi vatni (passið að vatnið nái ekki upp að botni skálarinnar). Setjið súkkulaðið ofan í skálina og bræðið. Þegar súkkulaðið er orðið kekkjalaust skulið þið bæta kakóduftinu saman við og hrærið þar til það hefur blandast alveg saman við súkkulaðið. Takið skálina af hitanum og setjið til hliðar.

Hitið ofninn í 180°C / 350°F. Smyrjið tvö 26 sm brauðform, eða eitt 26 sm bundt form (hringlaga form með gati í miðjunni).

Sigtið saman hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti saman í meðalstóra skál.

Þeytið smjörið í hrærivél þar til það verður kekkjalaust. Bætið sykrinum saman við og þeytið þar til blandan er kekkjalaus og létt í sér. Bætið eggjunum saman við, einu í einu, og þeytið vel á milli.

Bætið sýrða rjómanum og vanilludropunum saman við og þeytið þar til það hefur rétt svo blandast inn í deigið. Bætið þurrefnunum saman við í þremur lotum og þeytið þar til það hefur rétt svo blandast saman við. Ekki þeyta deigið of mikið!

Hellið einum þriðja af kökudeiginu ofan í súkkulaðiskálina. Notið sleikju til að blanda súkkulaðinu vel saman við kökudeigið.

Setjið helminginn af ljósa deiginu ofan í brauðformin tvö. Sléttið úr. Deilið súkkulaði deiginu á milli formanna og sléttið úr. Takið fram brauðhníf og dragið hann í gegnum deigið í hlykkjum. Deilið restinni af ljósa deiginu yfir. Takið aftur fram brauðhnífinn og 'gatið' í gegnum miðjuna (langsum) á deiginu með 2 sm millibili. Þetta býr til mynstrið. 

Setjið kökurnar inn í ofn og bakið í 60 - 70 mínútur, eða þar til það hefur bakast í gegn. 

Leyfið að kólna í formunum í 30 mínútur. Leysið svo kökurnar úr formunum með því að skera meðfram hliðunum. 

Comments