kræklingar í síder

Kræklingar í síder með blaðlauk og beikoni

(Örlítið breytt uppskrift frá Hugh Fearnley-Whittingstall: River Cottage Every Day)

 • 1 kg kræklingar
 • 15 g ósaltað smjör
 • 1 - 2 msk ólívuolía
 • 3 sneiðar beikon
 • 1 stór blaðlaukur, aðeins hvíti hlutinn, sneiddur í þunnar sneiðar
 • 1 tsk timjanlauf
 • 1 lárviðarlauf
 • 1 bolli meðalsætur síder (eða hvítvín)
 • 1 tsk sinnep
 • 2 msk rjómi (má sleppa)
 • sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar
 • steinseljulauf, söxuð

Aðferð:

Skrúbbið kræklingana með bursta og hreinsið 'skeggin' sem er föst við skelina frá. Hendið þeim kræklingum sem lokast ekki innan skamms tíma þegar þeim er bankað við eldhúsbekkinn. Ef þið eruð óviss skulið þið lykta af þeim og finna hvort þeir séu þungir fyrir sína stærð. (Gott er að horfa á myndbandið sem ég bendi hér að ofan.)

Setjið stóran pott yfir meðalháan hita og bætið smjörinu og olíunni út í. Þegar smjörið fer að freya skal bætta beikoninu út í og elda í 4 - 5 mínútur. Hrærið blaðlauknum, timjanlaufunum og lárviðarlaufinu saman við og eldið í 2 til 3 mínútur, eða þar til blaðlaukurinn mýkist aðeins.

Hækkið hitann undir pottinum, hellið sídernum (eða hvítvíninu) saman við og náið upp suðu. Hrærið sinnepinu saman við, bætið því næst kræklingunum út í pottinn og setjið lok yfir. Gufusjóðið kræklingana í 2 til 3 mínútur og hristið pottinn vel tvisvar eða þrisvar svo þeir eldist jafnt. Þegar kræklingarnar hafa næstum því allir opnast* á að hræra rjómanum saman við.

Kryddið með salti og pipar og berið fram í djúpum skálum, sáldrið steinseljulaufum yfir og berið fram með brauði eða frönskum kartöflum.

[*Nýjar rannsóknir benda til að þó að kræklingarnir opnist ekki við suðu sé ekki þar með sagt að þeir séu ónýtir. Mælt er með að kræklingurinn sé opnaður og kjötið skoðað og lyktað. Ef það lyktar vel og kjötið er ljóst að lit má borða kræklinginn.]

Fyrir 2 í aðalrétt en 4 í forrétt

Comments