kókoskaramellur

Kókoskaramellur

(Uppskrift frá Smitten Kitchen)

  • 1 bolli sæt niðursoðin mjólk
  • 1/2 bolli kókosmjólk, án sætuefna
  • 30 g smjör
  • 2 tsk ljóst maíssíróp
  • 1/3 bolli kókosmjöl, ristað
  • 1/3 pístasíuhnetur, muldar
  • 1/3 bolli súkkulaði....

Aðferð:

Takið fram meðalstóran pott og setjið niðursoðna mjólk, kókosmjólk, smjör og maíssíróp í hann. Setjið pottinn yfir meðal-lágan hita þar til það kemur upp smá suðu. Lækkið þá hitann alveg niður og hrærið stanslaust með písk þar til karamellan þykknar, ca. 15-20 mín (þetta fer samt eftir því hversu þykk mjólkin er til að byrja með). Blandan er tilbúin þegar hún er orðin það þykk að hún dregst með písknum við hræringu og losnar frá botninum.

Hellið karamellunni í skál en ekki skrapa botninn á pottinum. Leyfið karamellunni að kólna niður í stofuhita. Hyljið skálina með plastfilmu og setjið inn í ísskáp. Kælið í 4 klukkutíma.  

Notið eina teskeið af karamellunni í einu og rúllið karamellunni í litla kúlu (það er gott að bleyta örlítið hendurnar fyrst). Veltið síðan kúlunni upp úr hnetunum eða súkkulaðinu eða kókosmjölinu. Setjið til hliðar og haldið áfram þar til öll karamellan er mótuð. 

Geymið í loftþéttum umbúðum í 2 daga við sofuhita eða 1 mánuð í kæli. 

Berið karamelluna fram við stofuhita. 

Gerir 24 - 30 kúlur

Comments