granóla með hunangi og möndlum

Granóla með hunangi og möndlum

  • 300 g hafrar
  • 70 g möndlur, heilar eða sneiddar
  • 30 g pecanhnetur (eða aðrar hnetur), heilar eða saxaðar
  • 40 g sólblómafræ
  • 40 g graskersfræ
  • 1/4 tsk salt
  • 2 msk púðursykur (má sleppa)
  • 30 g smjör
  • 140 ml hunang
  • 2 dl þurrkaðir ávextir, súkkulaðidropar eða annað (ég notaði þurrkuð trönuber og rúsínur)

Hitið ofninn í 165°C/325°F. Takið fram ofnplötu og leggið bökunarpappír ofan í, setjið til hliðar.

Blandið saman höfrum, möndlum, pecanhnetum, fræjum, salti og sykri saman í stórri skál. Hellið smjöri og hunangi yfir og blandið öllu mjög vel saman.

Bakið í 30 - 40 mínútur, eða þar til granólað verður gyllt á litinn. Hrærið í því af og til svo að það myndist ekki stórir klumpar og granólað verður jafnt ristað. Því dekkra sem granólað verður (án þess að brenna) því stökkara verður þar.

Takið úr ofninum og leyfið að kólna alveg. Blandið þá þurrkuðum ávöxtum og/eða súkkulaði saman við.

Best er að geyma granólað í kæli eða á öðrum köldum stað. Það ætti að vera gott í ca. 3 vikur.

Comments