frönsk súkkulaðibaka

Frönsk súkkulaðibaka með ferskum berjum og rjóma

(Breytt uppskrift frá Joy Wilson: The Joy the Baker Cookbook)

Skelin:

 • 190 g hveiti
 • 60 g flórsykur
 • 1/2 tsk salt
 • 1/2 tsk kanill
 • 115 g smjör, kalt og skorið í 2 sm teninga
 • 1 eggjarauða, hrærð

Súkkulaðikrem:

 • 240 g dökkt súkkulaði, saxað
 • 3 dl  rjómi
 • 55 g smjör, við stofuhita, skorið í bita

Ofanálag:

 • 2.3 dl [1 bolli] rjómi
 • 2 msk flórsykur
 • 3.5 dl fersk ber

Aðferð:

Byrjið á að búa til skelina:  Takið fram stóra skál og blandið saman hveiti, sykri, salti og kanil. Setjið smjörið út í skálina og nuddið því inn í hveitiblönduna með hreinum fingrum. Smjörbitarnir verða ýmist á stærð við litla steina en aðrir munu svipa til haframjöls. Bætið eggjarauðinni saman við og blandið því saman við deigið með gaffli. Deigið verður laust í sér. Takið fram bökuform með fjarlægjanlegum botni. Setjið deigið í formið og þrýstið því niður í botninn og meðfram hliðunum.

Setjið skelina í frystinn í einn klukkutíma (ekki gleyma þessu skrefi annars mun skelina lyfta sér of mikið í ofninum). 

Búið til súkkulaðikremið (á meðan skelin er í frystinum):  Setjið súkkulaðibitana í meðalstóra hitaþolna skál. 

Takið fram lítinn pott, hellið rjómanum út í og setjið yfir meðalháan hita. Náið upp mjög hægri suðu. Hellið helmingnum af hitaða rjómanum yfir súkkulaðibitana og leyfið að liggja saman í eina mínútur. Súkkulaðið mun byrja að bráðna. Notið písk og byrjið að blanda saman rjómanum og súkkulaðinu. Bætið restinni af rjómanum við smám saman og hrærið varlega með písknum þar til blandan verður kekkjalaus. Bætið smjörbitunum saman við og notið sleikju til að hræra því saman við þar til það er alveg bráðnað. Blandan ætti að vera dökk og gljáandi. Setjið til hliðar, við stofuhita á meðan skelin bakast. 

Setjið ofngrindina í efsta þriðjung ofnsins og hitið ofninn í 180°C/350°F .*

Smyrjið álfilmubút með smjöri eða olíu og setjið, smurðu hliðina niður, ofan á kældu skelina. Bakið í 20 mínútur. Takið álfilmuna af og bakið í aðrar 15 mínútur. Eða þar til skelin er gyllt á litinn. Leyfið að kólna alveg áður en hún er fyllt með smjörkreminu.

Fjarlægið skelina varlega frá bökuforminu þegar skelin hefur náð stofuhita. Hliðarnar á deiginu ættu að hafa hrokkið frá börmum formsins. Fyllið hana af súkkulaðikreminu og smyrjið því jafnt yfir. Þeytið saman rjóma og flórsykur. Stráið berjum yfir súkkulaðikremið og setjið rjómann í miðju kökunnar eða berið rjómann fram til hliðar.

[*Ég nota ekki blástursofn.]

Comments