chai masala

Chai masala

(Breytt uppskrift frá A Sweet Spoonful)

  • 1 bolli mjólk
  • 1 bolli vatn
  • 6 kardimommubelgir
  • 6 heil svört piparkorn
  • 1/2 tsk fennelfræ (fennikkufræ)
  • 2 kanilstangir
  • 6 sneiðar ferskt engifer
  • 6 negulnaglar
  • 2 tepokar svart te eða 4 tsk telauf - t.d. Ceylon, English Breakfast, Earl Grey
  • Sykur, hunang eða agave

Aðferð:

Setjið vatn og mjólk saman í pott og hitið yfir meðalháum hita.

Bætið kryddinu út í pottinn.

Setjið tepokana út í þegar suðan kemur upp og slökkvið undir pottinum. Leyfið að standa í 2 - 3 mínútur.

Hellið öllu í gegnum síu ofan í einn stóran bolla eða tvo minni bolla. 

Setjið sætuefni eftir smekk og drekkið strax.

Comments