Cappuccino smákökur

Cappuccino smákökur með súkkulaðibitum

(Uppskrift frá Joy the Baker – með smá breytingum).
 • 280 g hveiti
 • 1 tsk matarsódi
 • 1 tsk salt
 • 3 msk ,instant’ kaffi-/espressóduft
 • 230 g smjör, við stofuhita
 • 150 g púðursykur
 • 165 g sykur
 • 1 egg
 • 1 eggjarauða
 • 2 tsk vanilludropar
 • 200 g súkkulaði (hvítt, mjólkur eða dökkt), gróft saxað

Aðferð:

Sigtið saman hveiti, matarsóda, salt og esspressóduft í meðalstóra skál. Hrærið saman.

Þeytið saman smjöri, púðursykri og sykri í hrærivél þar til blandan er loftkennd og mjúk, ca. 3 – 5 mínútur. Bætið við eggi, eggjarauðu og vanilludropum og þeytið saman á meðalhraða í 1 til 2 mínútur. Stöðvið hrærivélina og bætið öllum þurrefnum saman við smjörblönduna. Þeytið á hægt saman þar til hveitið hefur rétt svo náð að blandast við smjörblönduna.

Takið skálina frá hrærivélinni og blandið súkkulaðibitunum vel saman við. Hyljið með plastfilmu og geymið deigið í kæli í 45 mínútur eða yfir nótt.

Hitið ofninn í 180 C/350 F.

Búið til kúlu úr rúmri matskeið af deigi og leggið á ofnplötu með bökunarpappír. Bakið í ca. 12 mínútur eða þar til kökurnar verða gylltar á endunum. Takið úr ofninum og leyfið að kólna á ofnplötunni í 10 mínútur. Flytjið yfir á grind og leyfið að kólna alveg áður en þær eru settar í umbúðir.

Geymið í loftþéttum umbúðum.

Comments