blómkálssalat

Ristað blómkálssalat með heslihnetum og granateplafræjum

(Örlítið breytt uppskrift frá Yotam Ottolenghi & Sami Tamimi: Jerusalem)

 • 1 blómkálsshaus, hlutaður niður
 • 5 msk ólívuolía
 • 1 sellerístöng, skorin niður í 0.5 sm þunnar sneiðar
 • 30 g heslihnetur með hýðinu á
 • 1 lítið handfylli steinseljulauf
 • fræ úr hálfu granatepli
 • 1/4 tsk kanil
 • 1/4 tsk allspice (má sleppa)
 • 1 msk sherryedik (eða hvítvínsedik)
 • 1.5 tsk hlynsíróp
 • salt og pipar

Aðferð:

Hitið ofninn í 220°C/425°F. 

Veltið blómkálinu upp úr 3 msk af ólívuolíunni, 1/2 tsk af salti og smá pipar. Dreifið vel úr blómkálinu á ofnplötu og snúið öllum bitunum þannig að hausinn snýr niður og stilkurinn upp. Bakið í ofninum í ca 15 mínútur, takið ofnplötuna út og snúið blómkálinu, bakið í 10 - 15 mínútur til viðbótar eða þar til blómkálið er orðið gyllt á litinn og svolítið stökkt. Takið úr ofninum og setjið til hliðar. 

Lækkið hitann á ofninum niður í 170°C°325°F. 

Dreifið úr heslihnetunum á ofnplötu með bökunarpappír og ristið í ofni í 17 mínútur. Setjið til hliðar og leyfið að kólna í smá stund. Saxið þær síðan mjög gróft niður. 

Hrærið saman 2 msk af olíunni, edikinu, hlynsírópinu ásamt kryddum, salti og pipar. 

Setjið blómkálið í stóra skál ásamt heslihnetunum og selleríinu. Hellið dressingunni yfir og veltið öllu vel saman. Skiptið niður í 2 - 4 skálar eða diska. Sáldrið granateplafræjunum og steinseljulaufunum yfir. 

Fyrir 2 til 4


Comments