bakaðir kleinuhringir

Bakaðir kleinuhringir með kaffi og súkkulaði

(Uppskrift frá Shutterbean)

Kleinuhringir:

 • 1 bolli [125 g] hveiti
 • 1/4 bolli [60 ml] hreint kakóduft
 • 1/2 tsk matarsódi (*ég mæli með að nota 1/4 tsk af matarsóda)
 • 1 msk instant espressóduft
 • 1/4 tsk salt
 • 1/2 bolli [120 ml] buttermilk eða súrmjólk
 • 3/4 bolli [150 g] púðursykur
 • 1 egg
 • 1/4 bolli [60 ml] grænmetisolía
 • 1 tsk vanilludropar

Krem:

 • 1 tsk espressóduft
 • 1 msk heitt vatn
 • 90 g rjómaostur
 • 1 bolli [125 g] flórsykur*
 • 1 tsk vanilla
 • 2 - 3 msk mjólk*
 • súkkulaðiskraut

[*Ég notaði ekki allan bollan af flórsykrinum og þurfti því ekki mjólkina til að þynna kremið. Mér fannst kremið vera orðið nógu sætt eftir rúman hálfan bolla.]

Aðferð:

Hitið ofninn í 160°C/325°F. Smyrjið kleinuhringjamót með olíu eða smjöri.

Hrærið saman hveiti, kakódufti, matarsóda, espressódufti og salti saman í stórri skál. 

Hrærið saman buttermilk, púðursykri, eggi, grænmetisolíu og vanilludropum í meðalstórri skál. 

Blandið blautefnunum saman við þurrefnin og hrærið saman. 

Setjið deigið ofan í stóran ziplock poka og klippið hluta af einu horninu af. Sprautið deiginu ofan í mótið, fyllið 2/3 af hverri holu. 

Bakið í 10-12 mínútur, eða þar til kleinuhringirnir lyftast aftur eftir að ýtt er laust á þá með fingri. 

Leyfið að kólna í mótinu í 3 mínútur. Losið kleinhringina og hvolfið þeim á grind og leyfið að kólna. 

Búið til kremið á meðan þeir kólna. 

Hrærið rjómaostinn þar til hann er orðinn alveg sléttur (mér finnst best að gera þetta með sleikju).

Hrærið saman espressóduft og heitt vatn þar til duftið hefur leysts upp. 

Blandið espressóinu og rjómaostinum saman og hrærið. Blandið vanillunni saman við og hrærið. Sigtið flórsykurinn saman við í pörtum. Hrærið hann vandlega saman við með sleikju og smakkið reglulega til. Hættið þegar blandan er ágætlega þykk og er nægilega sæt. Ef kremið er mjög þykkt má hræra mjólk saman við. 

Dýfið kleinuhringjunum ofan í kremið og sáldrið súkkulaðiskrauti yfir. 

Gerir 6 kleinuhringi

Comments