ORLOFSÍBÚÐIR Í STYKKISHÓLMI

Lúxus gisting í hjarta bæjarins 

 Heim 

 Lýsing á íbúðum

 Stykkishólmur 

 Verð

 Fleiri myndir 

 Karakter íbúðanna 

 English

 

Hólmurinn er notalegur bær, hann hefur þetta hlýja viðmót og rólegheit sem prýðir íslenska landsbyggðarbæi, en býður samt upp á alla þá þjónustu við bæjarbúa og ferðalanga sem þörf er á.

Það þarf lítið að hafa fyrir því að mæla með kostum bæjarins að sumri til en veturnir eru ekkert síðri. Lengri eða skemmri helgardvalir að vetri til hafa sína kosti líka. Eftir að nýja ökuleiðin í Hólminn var tekin í notkun hefur verið fært þangað allt árið.

Full þjónusta er í Stykkishólmi yfir vetrarmánuðina. Meðal þeirrar þjónustu sem í boði er er kaffihús, bakarí, veitingastaðir, matvöruverslun, gjafavöruverslun, bensínstöð, inni/úti sundlaug, bókasafn (internet) og myndbandaleiga svo eitthvað sé nefnt. Meira um afþreyingu og þjónustu í Stykkishólmi er að finna hér. Eins má sjá Hólminn frá vefmyndavél hér.

Stykkishólmsbær heldur úti góðri síðu á http://stykkisholmur.is/
Einnig er Stykkishólmspósturinn með púlsinn á því sem er að gerast í bænum, sjá http://www.stykkisholmsposturinn.is/