ORLOFSÍBÚÐIR Í STYKKISHÓLMI

Lúxus gisting í hjarta bæjarins

 

Orlofsíbúðir í Stykkishólmi til útleigu í lengri eða skemmri tíma. Um er að ræða lúxus íbúðir sem eru tilvaldar fyrir golfáhugamenn, fjölskyldufólk og starfsmannafélög. 

Allur búnaður íbúðanna er í samræmi við ýtrustu nútímakröfur um þægindi. Húsgögn vönduð og í hverri íbúð er sjónvarp, DVD og hljómflutningstæki, örbylgjuofn og uppþvottavél. Við val á innanstokksmunum var lögð áhersla á mismunandi stíl þannig að andrúmsloftið í hverri íbúð er sérstakt ( sjá hér ). 

Stykkishólmur er ört vaxandi ferðamannastaður. Kostir staðarins eru augljósir. Bærinn er í 2ja bíltíma fjarlægð frá Reykjavík. Eftir að hiti fannst í jörðu fyrir örfáum árum síðan var byggð nýtískuleg sundlaug. Góður 9 holu golfvöllur er í bænum, gönguleiðir í nágrenninu og svo liggur Breiðafjörðurinn við bæjardyrnar. Í bænum er hótel, gistiheimili og veitingastaðir, sem taka á móti gestum allt árið.