Skref 2: Þróun‎ > ‎

Skref 2: kennsla

Kennslu-fræðilegar áherslur

Hvert viljum við stefna?
 • Æ fleiri starfsmenn nota fjölbreyttari bjargir í kennslu sem hafa verið samhæfðar skólanámskrá.
 • Námsefnið sem er að finna á námsumhverfinu virkar hvetjandi á nemendur og gerir kröfur til þeirra.

Hvernig förum við að?


Kennsla, nám og verkferlar

 • Kennarar eru hvattir til að breyta og þróa áfram námsefni sem er til staðar í námsumhverfinu, en einnig til að deila því með samstarfsmönnum.
 • Viðeigandi námsefni stendur völdum nemendahópum til boða í gegnum námsumhverfið.
 • Nemendur eru hvattir til að láta í sér heyra varðandi framboð á námsefni og þeim leiðum sem þeim standa til boða í námsumhverfinu.
 • Nemendum hafa tækifæri til þess að nálgast það efni sem er að finna í námsumhverfinu bæði innan kennslustofunnar sem og utan hennar.

Stjórnendur
 • Sjá til þess að starfsfólk hafi tækifæri til að þjálfa sig í notkun námsumhverfisins.
 • Sjá til þess að brautryðjendur hafi tækifæri til þess að deila reynslu sinni með öðru starfsfólki bæði hvað varðar notkunarmöguleika kerfisins sem og kennslufræðilega þætti.
 • Sjá til þess að nemendur hafi tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri  með notkun kannana, með notkun umræðuþráða og á fundum.

Útkoma
 • Nokkur fjöldi starfsmanna notar námsumhverfið til þess að auka við möguleika sína á því að nota fjölbreyttar kennsluaðferðir og styðjast við margskonar námsefni. Hluti starfsfólksins vinnur að námsefnisgerð.
 • Hluti starfsfólksins notast við vefræn verkfæri til þess að meta kennsluaðferðir sínar og fá endurgjöf frá nemendum.
 • Brautryðjendunum eru orðnir ljósir kostir þess að nota námsumhverfið til þess að taka við verkefnavinnu nemenda og gefa þeim endurgjöf.
 • Tækifæri til sjálfstæðra vinnubragða af hálfu nemenda hafa aukist með tilkomu fjölbreyttara námsefnis, verkefnaskila og kannana á netinu.
 • Fleiri nemendur en áður fara inn í námsumhverfið utan skólastofunnar.
 • Nokkrir nemendur geta tekið þátt í samvinnuverkefnum í gegnum netið. Þetta gefur feimnum og óframfærnum nemendum betri tækifæri til þátttöku í slíkum verkefnum.


Comments