Velkominn á vef Fjörgynjar

Lionsklúbburinn Fjörgyn heldur fundi annan og fjórða fimmtudag í mánuði, milli kl. 19 og 21, í
Lionssalnum Grafarvogskirkju, annarri hæð.

Á vef Fjörgynjar er að finna margvíslegan fróðleik um starf klúbbsins á yfirstandandi starfsári.  Einnig er hægt að kynna sér starf hans í áranna rás, með því að skoða ágrip af sögu Fjörgynjar, og hvernig hægt er að gerast félagi í Lkl. Fjörgyn. Loks er hægt að finna á vefnum almennan fróðleik um Lionshreyfinguna á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi.


Lionsklúbburinn Fjörgyn MD 109A Svæði 8
Stofnaður 14. maí 1990    Klúbbur númer: 050538    
Kt: 670990-1179 
Grafarvogskirkju v/Fjörgyn, 112 Reykjavík

Ef áhugi er fyrir frekari upplýsingum eða að heimsækja klúbbinn hafið þá samband við eftirtalda stjórnarmenn:

Eggert J. Levy, formaður, í síma 897 2513 eða tölvupósti
Hjálmur St. Flosason, ritari, í síma 898 3197 
Svanur Ingimundarson, gjaldkeri, í síma 898 4772 eða tölvupósti

     Fjörgyn á Fésbók

Dagskrá starfsársins


Umsjónarmaður vefsins er Sigmar Arnar Steingrímsson


Stórtónleikar Fjörgynjar

Stórtónleikar Lionsklúbbsins Fjörgynjar til stuðnings BUGL og líknarsjóði Fjörgynjar verða haldnir í tólfta sinn þann 13. nóvember næstkomandi. Að venju verður glæsilegur hópur tónlistarfólks og umgjörðin falleg í einni stærstu kirkju landsins Grafarvogskirkju, sem prýdd er einstaklega fallegum altarisglugga eftir Leif Breiðfjörð.

Tónlistafólk í ár eru m.a. :

Raggi Bjarna, Friðrik Ómar, Matti og Jógvan, Páll Rósinkranz og Margrét Eir, KK, Gissur Páll, Regína Ósk, Bergþór Pálsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Guðrún  Árný Karlsdóttir, Kristján Jóhannsson, Karlakór Reykjavíkur

Undirleikarar: Jónas Þórir, Þorgeir Ástvaldsson og Óskar Magnússon.

Kynnir er Gísli Einarsson

Starfsárið 2012 - 2013

Útilega Fjörgynjar 14.-16. júní 2013


Fjörgyn afhendir BUGL gjafir


Enn fjölgar í klúbbnum!
F.v. Sigmar Arnar Steingrímsson, meðmælandi, Jón Daníelsson, Guðni Pétursson, formaður, Guðlaugur Magnússon og Dan Sommer, meðmælandi

Svona erum við Fjörgynjarkarlar
Svona erum við Fjörgynjarkarlar
Smellið á myndina

Fjörgyn afhenti 50 matargjafir
 fyrir jólin
Séra Lena Rós Mattíhasdóttir handleikur fyrsta gjafapakkann
Sjá frétt á Lions.is

Nýir félagar ganga í Fjörgyn
F.v. Gunnlaugur V. Einarsson, meðmælandi,Ragnheiður Árnadóttir, Gísli Sigurður Gunnlaugsson, Eyþór Guðmundsson og Dan Sommer, meðmælandi

10. tónleikar Fjörgynjar
Sjá plakatið í fullri stærð hér

Greta Salóme og hljómsveit á tónleikum Lkl. Fjörgynjar í nóvember 2011
Forsetahjónin í fíling.

Myndir frá tónleikunum 2011, teknar af Ásgeiri Ásgeirssyni


Fjörgyn heimsótti Lkl Hafnarfjarðar 11. október 2012

Subpages (1): Stjórn og nefndir
Comments