Langhundurinn

Dachshund, Teckel, Dachel, Daksel, Tax, Gravhund,  

Mæðgurnar Sunna og Sissí

Sissí situr fyrir á góðum sumardegi

Eru með mömmsu í hesthúsinu:-)

  Kostir:

  • Blíðlyndur að eðlisfari
  •  Hugrakkur
  • Auðveldur í meðförum
  • Tryggur fjölskylduhundur
  • Góður varðhundur

  Ókostir:

  • Á vanda til að fá brjósklos, má ekki stökkva né offitna.
  • Þrákelkinn

             Mismunandi stærð af Langhundum flokkast svo:

      Standardstærð:       Brjóstummál 35 cm og yfir en, ekki þó þyngri en u.þ.b. 9kg.

Dvergastærð:       Brjóstummál 30 cm uppað 35 cm                                         

Kanínustærð:         Brjóstummál uppað 30 cm.                                                  

Langhundurinn er vingjarnlegur, glaðvær og yfirvegaður smáhundur með tignarlegt yfirbragð.  Hann er í eðli sínu varðhundur.

Langhundurinn er skemmtilegur og greindur og hefur áhuga á að læra t.d. er hann frábær sporhundur.

Til eru þrjá tegundir af Langhundum:  Strýhærðir, snögghærðir og síðhærðir.

Sá strýhærði er mesti veiðihundurinn á meðan sá snögghærði er orkumestur og sá síðhærði er rólegastur og vinsælastur af þeim sem fjölskylduhundur.

Krafa um ísl. meistaratitil:   

1. Að hafa hlotið 3 meistarastig á sýningum hjá HRFÍ hjá þremur dómurum, þar af eitt stig í oppnum flokki.

2. Skapgerðarmat á aldrinum 12-18 mánaða.

3. Sporleitarpróf viðurkennt af HRFÍ eftir 9. mán aldur.

4. Bronsmerki í hlýðni.

5. IPOI próf (Schutzhund, SCHHI) jafngildir lið 3 og 4.

Langhundurinn tilheyrir tegundahóp 4.