Hvolpar fæddir í  Árbæjarræktun

Sissí með krílin sínRaðað á garðann...

  Orðin smá stálpuð og tilbúin að hitta nýja eigendur sína.Sunna og Sómi sumarið 2007

Margrét og Sómi á sumarsýningunni 2007

Hér er mynd af Óliver ;)

     Sómi bíður eftir að fara í pottinn!

 
 
 
Þann 9 janúar 2010 gaut Árbæjar Sunna fimm heilbrigðum hvolpum
þrem tíkum og tveim rökkum. Öllum heilsast vel.  Og þann 11 jan. ´10
gaut svo Árbæjar Ellen einnig fimm hvolpum öllum jöfnum og heilbrigðum.
Faðir hvolpanna er Tavlefjädens Belmondo/í daglegu tali kallaður Milton,
en það er rakkinn sem ég fékk lánaðan hingað heim frá Svíþjóð, sem nú er
Norðurlandameistari. Með því að fara á forsíðu og rúlla niður myndunum er hægt að skoða foreldrana.
Þeir sem hafa áhuga á langhundahvolpi hafi samband í síma 8679927
eða á póstfangið edda63@gmail.com

Hvolpafréttir

29 júní 2009 Jæja þá er búið að para Sissí með Milton. Gotið er þá væntanlegt um 20 ágúst.  Eftir ca 4 vikur verður Sissí sónarskoðuð og þeir sem eru á biðlista eftir hvolpi fá sendar féttir á netföngin sín um leið og vitað er hvort pörunin hafi lukkast. Góðar kveðjur þangað til!

_ _ _ _ _ _ _ _ _

 Tavlefjärdens Belmondo,  í daglegu tali kallaður Milton kemur til okkar úr einangrun í apríl.  

Sunna var komin yfir lóðaríið sitt þegar Milton kom úr einangruninni.  Sissí og Milton verða pöruð í vor og allar fréttir af því verða settar á heimasíðuna.

Já!  Sem sagt þá fæddust fimm hvolpar í nótt þann 22 maí 2008!

Það voru þrjár tíkur og tveir rakkar.  Allt gekk vel og allir jafnir og allir rauðir auðvita.  Það er svo merkilegt að maður er algjörleg uppnuminn af þessum litlu lífum og það að þeir eiga sína framtíð fyrir sér á góðum heimilum og allir hamingjusamir.    En þannig sé ég þá fyrir mér.

 

Hvolpafréttir.

Sissí var pöruð með Sundsdal´s Mocca dagana 19 og 20 mars svo fréttir af pöruninni koma eftir ca. 4 vikur.

Nú er staðfest að Sissí/Cosy Cecilia er hvolpafull og Sunsdal´s Mocca er hinn ábyrgðarfulli og stolti faðir.  Væntanlegt got er u.þ.b. 22 maí og koma fréttir af því jafnhratt og þeir fæðast! ;)

 

Fyrsta got í Árbæjarræktun fæddist 30.01.07.

Móðir Sissí og faðir Sundsdal´s Mocca.

 Það voru ein tík og þrír rakkar. Þetta got gekk eins og í sögu, þeir þyngdust jafnt og þétt og voru brátt orðnir búsnir og sprellfjörugir.

Þau fengu nöfnin Sunna, Sómi, Nóni og Röðull.

Sómi fór á Selfoss og eigandi hans eru þau Margrét Lilliendahl og Jón Bjarnason.

Nóni, sem heitir Óliver núna fór í Kópavog og eigandi hans er Helga Sigríður Magnúsdóttir.

Röðull fór til Grindavíkur og eigandi hans er Helga Sævarsdóttir.