Dimma fædd 01.03.01 d. 17.01.08

Dimma, alltaf svo góð.

Þarna með BESTU vinum sínum.

Dimma okkar var blendingur af Labrador og Border Collie.  Hún kom til okkar sumarið 2001 þá þriggja mánaða gömul.

Það er ekki erfitt að lýsa Dimmu, hún var leiðtogi í eðli sínu en samt alltaf yfirveguð.

Hún kenndi Sissí bestu hundasiði og eins hvolpunum hennar - þegar þeir stálpuðust ;)

Hún var einstaklega ratvís og elskaði gönguferðir. Hún fór einnig í ófáar hestaferðir með fjölskyldunni og alltaf allra manna hugljúfi.

Hún fékk ólæknandi augnsjúkdóm sem leiddi hana til blindu.  Hún kvaddi þennan heim í faðmi fjölskyldunnar heima í stofu þann 17 janúar 2008.

Hennar er sárt saknað.