Þarna erum við vinkonurnar og Sissí komin á steypirinn!

Eitt af mörgum áhugamálum! Nýkomin í Þórsmörk eftir næturgöngu yfir Fimmvörðuháls ásamt göngufélögum.

       Verið að leggja sig eftir hádegi!

 

Prinsessurnar á Stuðlum.

 

Ég heiti Edda Björk Ólafsdóttir og bý á Stuðlum í Ölfusi.  Ég er gift Páli Stefánssyni og á fjóra syni, Ólaf Tryggva, Hrafnkel Áka, Fannar og Þóri Gauta.

  Fyrir utan mitt stóra áhugamál fjölskylduna, hef ég brennandi áhuga á hundum í víðasta samhengi. Reyndar á ég fullt af áhugamálum sem hundarnir geta fylgt mér eftir í s.s. gönguferðir bæði á láglendi sem hálendi og síðan hestamennska sem við fjölskyldan stundum af áhuga og ræktun.

Við búum í sveit með stóran garð og frjálst umhverfi. Hundaræktunin er öll heima með fjölskyldunni í einu og öllu.

Ég legg  áherslu á að rækta eingöngu undan sýndum hundum og allt samkvæmt FCI.

Ég vil gjarna vera í sambandi við hvolpakaupendur mína og vera þeim innan handar ef þeir óska.