Árbæjarræktun/Langhundar
Félagar í Hundaræktarfélagi Íslands
Edda B. Ólafsdóttir
 
Fréttir af Árbæjarræktun.
 
 
7 apr.´10    Sissí mín        
7 apríl 2010  Þetta er hann Árbæjar Askur sem er ásamt Árbæjar Loga eftir  
úr goti Ellennar og Miltons.
 
17mars ´10 Árbæjar Mía orðin rúmlega 9 vikna. Fullkomin langhundastelpa.
 
 

Hvað skyldi pabbi vera að finna til??

Nú er elsku Milton farin heim til Svíþjóðar. Fredrika eigandi hans kom í heimsókn sýningarhelgina og sýndi hann sjálf.  Hann fékk CACIB og snýr aftur heim með Norðurlandameistaratitilinn :-) Takk fyrir lánið af honum kæra vinkona Fredrika Johansson. Við eigum eftir að sakna Miltons alla tíð!
 
 
2 febrúar ´10  Í dag eru hvolparnir 24 daga gamlirog fengu í fyrsta sinn ormalyf sem er gefið uppúr 3ja vikna aldri. Einnig fengu þeir klóklippingu og það einnig í fyrsta sinn svo nú er að byrja alvöru líf, farnir að smakka graut og líta uppúr hvolpakassanum. Nú er breytingin svo hröð að á hverjum degi bætist eitthvað nýtt við.....
 

 

 
25 janúar 2010  Einn af rökkunum þremur úr goti Árbæjar Ellenar og Miltons,
2ja vikna í dag.
 
Árbæjar Ellen með hluta af hópnum sínum enn einn rakkinn kúrði á hliðarlínunni einsog myndin hér fyrir ofan sýnir :) Þau dafna vel og aðeins farið að píra í augun.
 
Í dag eru hvolparnir orðnir vikugamlir og fylgja myndir af þeim hér:
 
Sunna er alveg einstaklega natin móðir og dafna þeir að vonum mjög vel.
Það líður brátt að því að nýjir Langhundaeigendur megi koma í heimsókn og
skoða litlu hvolpabörnin :-)

Þann 11 janúar 2010 gaut svo Árbæjar Ellen alsystir Sunnu.  Ellen gaut einnig 5 hvolpum og er Milton hinn stolti faðir. Myndir af þeim koma fljótt!

 

Í dag 9 janúar 2010 eignaðist hún Sunna mín sína fyrstu hvolpa. Í gærkvöldi lágu þau Milton og Sunna saman og hann var hinn sanni herramaður og kærasti og lét henni líða sem best eins og sjá má á myndinni.....

Þarna liggur hún með hópinn sinn

Klukkstundar gamlir.

Þarna er hún með frumburðinn sinn, fyrstu tíkina.

 
  13 desember ´09 Í dag var Zorró Mocca og Sissíarson í heimsókn :-) Fórum í langan göngutúr í blíðunni og komum svo við í fjárhúsinu! Hann er lengst til hægri.
 
  3.des 09. Sunna fór í sónar í dag og sáust nokkrir syndandi hvolpar. Gotið er væntanlegt í kringum 7 janúar 2010 :-)
Á myndinni eru Sunna og Milton
 
    27 nóv ´09     Það af Árbæjarræktun að frétta er að Sunna og Milton voru pöruð fyrir bráðum þremur vikum og eftir helgina fer daman í sónar.  Allt bendir til að allt hafi gengið vel þar sem hún er sísvöng og ýtir reglulega við matarskálinni sinni í áttina til mín!!  Myndirnar sýna parið fyrir þrem vikum þegar Milton vék ekki frá henni augnablik á meðan hann fékk að hitta hana, svolítið falleg finnst ykkur ekki?

 

1 okt.´09  Fórum í göngutúr í Hellisskógi og Ellen var með okkur. Hún er lengst til hægri á fyrri myndinni og lengst til vinstri á þeirri seinni.

 

 

29 ág.´09  Afmælisganga HRFÍ var í dag. Veðurblíða var með eindæmum góð. Lúðrasveit fór fyrir göngunni sem var fjölmenn bæði af mönnum og hundum.  Langhundarnir okkar mættu og það voru þau Sómi, Emma, Sunna og Milton sem voru fulltrúar þeirra í dag. Takk fyrir að mæta með fallegu hundana ykkar Gía, Daníel, Sara Björk, Magga og Kristey ;-)


 


 

11 ág.´09  Tekið í kvöldhúminu af  langhundavinunum Sunnu, Miltoni og Sissí. Skoðið gjarna heimasíðu ræktanda Sissíar hht://kennelprive.se og sjáið fleirri fallega langhunda.

 


 

19 júlí 2009.....Lífið er yndislegt ég vil gera það sem ég vil......

10 júlí 2009 Sunna og Milton njóta sín í sumarblíðunni í dag :-)

29 júní 2009. Búið er að para Sissí og Milton svo væntanlegt got er um 27 ágúst!  Þarna eru skötuhjúin í göngutúr í súld og 18 stiga hita en þar sem þau eru svo lágvaxin verða þau einsog af sundi dregin bara af því að ganga í háu blautu grasinu ;-)

29 júní 2009. Hundasýningin afstaðin og niðurstaða Sundsdal´s Mocca vann tegundahóp 4 og Tavlefjärdens Belmondo/Milton varð annar. Nú getur Milton státað af íslenskum meistaratitli og þá  jafnframt orðin Norðurlandameistari!

Sumarsólstöðuganga á Ingólfsfjall 19 júní

Milton á Ingólfsfjalli :-)

13.06.09  Skógarganga í góða veðrinu og það var orðið ótrúlega heitt í sólskininu :-)  Þarna  Sissí, Sunna og Milton

´

Sissí fremst, Milton í miðjunni og Sunna skælbrosandi!

08.06.09   Myndir frá Emmu Sissíar og Moccadóttir í sumarbústaðnum þar sem hún unir sér svo vel og þar sem hún liggur og sefur er hún hreint yndisleg ;-)  svo á næstu mynd er hún með bestu vinkonu sinni að veiða í Þingvallavatni. Bestu kveðjur til hennar og fjölskyldu með þakkir fyrir þessar myndir!!

 

26 maí. Milton sólar sig í blíðunni í dag og Síssí og Sunna eru eitthvað að skima eftir strákunum sem voru að hoppa á trampolíninu :-)

 

 

24 maí. Þarna eru myndir af Kasper eins og hann heitir í dag (Árbæjar Zlatan).   Vegna ofnæmis sem kom upp í fjölskyldu hans fékk hann nýja eigendur sem eru þau Bylgja og Georg og búa líka í Reykjavík. Hann er eins og blóm í eggi og alsæll þrátt fyrir breytingar í lífi hans.  Það leynir sér ekki á myndunum að hann hefur það gott :-)  Takk kærlega fyrir myndirnar Georg og Bylgja.

 

22 maí 2009.  Til hamingju með daginn Árbæjar Ellen, Ebba, Emma, Zorró og Askur en þau eru 1 árs í dag!!

26 apríl 2009.  Nú er Tävlefjardens Belmondo/Milton komin til okkar þvílíkt fallegur og ljúfur sem hann er.  Hann aðlagast vel og er ánægður með skemmtilega og viðburðaríka göngutúra. Hann heillar okkur öll, sérlega vel upp alinn og virðulegur.

  

 

                  

 

Ellen og Sissí dorma saman.

15 mars ´09    Svona höfum við það gott á sunnudagskvöldi  :-)

   

Fréttir af vorsýningu ´09

Sundsdal´s Mocca var valinn 4 besti hundur sýningar!!!!!

Árbæjar Sunna var BT2 meistarastig og vara CACIB

Fjórir 9 mánaða hvolpar undan Sissí og Mocca með exellent og very good.

Göngutúr í Ingólfsfjall 18 febrúar 2009

                    

 

 Glæsileg mynd af Zorró á harðahlaupum í Þrastaskógi á dögunum.

Frábærar fréttir af Árbæjarræktun!!!!

Tavlefjärdens Belmondo/Milton er á leiðinni til Íslands!

Hann er NUCH NV-O7  SVCH SU(V)CH  INTU(V)CH  Faðir heimsmeistarinn Dingo Z Debry og móðir Bussahagens Oprah Winfrey

Þessi langhundastrákur kemur hingað til mín að láni frá Svíþjóð og eigandi er Fredrika Johansson.

Þetta eru frábærar fréttir fyrir HRFÍ  langhundaræktun á Íslandi.  Hann kemur í mars og verður hérna hjá mér í eitt ár. 

Lesið meira.......

 

 Móðir: Bussahagens Oprah Winfrey  INTU(v)CH  NORDU(v)CH  SVCH  SV-05  eigandi: www.tavlefjardenskennel.se

og ræktandi www.bussahagens.com

 Faðir:  Dingo Z Debry:   Czeck junior Champion, Slovakian Junior Champ. Czeck Ch. Slovakian Ch. Slovakian Grand Ch. Italian Ch. Luxembourg Ch. Bosnia & Hercegovina Ch. German Vdh. Ch. Hungarian Ch. Croatian Ch. Wut Ch. Argentinian Ch. Arg. Grand Ch. Latinamerikan Ch. International Ch. Ghampion of Champions Cz 2002 & 2003  World Ch - 05 Best of Grupp Europian Ch. Winner Mid & East Europe Cup. Bundessieger Germany, Bundessieger Austria, Club Champ Cz, Club Champ Sr. Copenhagen Winner, Winner of Spescial Show, Winner Slovakia, Nationoal Winner (3x) Winner Sout Amerika & Caraibe.  Sláið inn nafninu hans á Google og fræðist meira ;)

 Það er alveg frábært hvað fólk er duglegt og ötullt að vinna með hundana sína og eiganda Miltons er heiður sýndur að fá að taka þátt í Langhundaræktun á Íslandi, þess vegna er hún svo örlát að lána mér hundinn sinn í tiltekinn tíma.  Ég er alveg einstaklega ánægð og þakklát.

 

Sunna mín Moccadóttir á afmæli í dag og er tveggja ára!!  Sunna och hennes syskon fyller år idag!!

Við óskum þeim einnig til hamingju með afmælið....Árbæjar Sóma, Nóna (Óliver) og Röðli ! Hlökkum til að hitta ykkur  ;) 

22 janúar 2009  Við vorum  að koma úr frábæru fríi í gær frá Tenerife.  Alveg frábærlega vel heppnað og skemmtilegt.  Eldri strákarnir tveir voru heima og sáu um hunda og hesta................og þótt það sé gaman og gott að skreppa í frí þá jafnast ekkert á við það að koma aftur heim........

......og þær voru ansi glaðar að sjá mömmsu sína og alla hina úr fjölskyldunni aftur og fá sína föstu göngutúra og endalaust knús.  Þarna sitja þær mæðgur í sínum uppáhaldsstól í stofunni :)

Þorláksmessa 2008

Jólamynd af fallegum langhundastrák úr Kópavoginum!     

Hann heitir Oliver (Árbæjar Nóni)   Alveg eins og engill ;)

Jólin 2008  Sissí, Sunna og ég sendum öllum vinum og hvolpaeigendum okkar bestu jóla og nýárskveðjur.  Sjáumst heil á nýju ári!

4 desember.  Þessi mynd ef af Zorró prakkara á Selfossi.  Við þetta dundaði hann sér á meðan fjölskyldan skrapp í búð og setti svo upp þennann líka ómótstæðilega sakleysissvip þegar þau komu heim hehe........Takk fyrir þessa skemmtilegu mynd!!! 

 

2. desember.  Var að fá þessa senda  af þeim Söru Björk, Emmu og París,  fallegustu stelpunum í Hafnarfirðinum ;) Það er alltaf svo skemmtilegt að fá myndir af hvolpunum og að sjá þá þá dafna svona vel.  Takk kærlega fyrir þessa mynd!!

 

 

Í blíðunni í dag 30 okt. 

19.10.08   Nokkrar göngutúramyndir af mæðgunum.  Sissí er að verða fær í flestan sjó þó förum við hægt yfir og mamma ber hana yfir hömlur á meðan Sunna skottast yfir allt sem fyrir verður.  Það er svo gaman að vera komin á ferð á ný!!

12 okt.   Fyrsti langi göngutúrinn sem við förum eftir að Sissí náði sér eftir slysið.  Hún er alveg ótrúlega hress og fylgir alveg.  Í kvöld var svo fallegt veður að við stóðumst ekki mátið og fórum niður að á og það var svoooo vel þess virði.

  Fékk þessa fallegu mynd af Árbæjar Zorró sem á yndislega fjölskyldu á  Selfossi hjá  Ólöfu Maríu, Bjarna og börnunum þeirra.  Hjá þeim unir hann hag sínum vel, lærir góða hundasiði og stundar gönguferðir.  Hann eignaðist líka kisuvin sem var fyrir á heimilinu. Takk fyrir þessa góðu mynd  og  gangi ykkur allt í haginn með hann í framtíðinni :)

7 október.  Set þessa mynd hérna í gamni mínu af því hún er svo falleg. Ég var að grúska í myndunum mínum og fann þessa.  Það er u.þ.b. ár síðan  þessi mynd var tekin og þá var Dimma okkar ennþá við bestu heilsu.

_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _

Sunna fór á haustsýninguna í gær og tók til sín BT 2, Meistaraefni og vara alþjóðlegt meistarastig. Umsögn: Excellent. Nice face. Could have better temperament. Good front. Excellent.

Langhundar mættu: Árbæjar Sunna, Sundsdal´s Mocca og Stenhaven´s Freyja.  Mocca kom sá og sigraði eins og honum er einum lagið með BHT 1, Meistarastig og CACIB og Freyja varð BT 1, Meistarastig og CACIB.

Okkur öllum hlakkar til að við verðum fleirri sem verðum með í sýningum og veitum hvert öðru aðhald og  keppni!!!

 

Aðrar fréttir og ekki jafngóðar.........og þó

Sissí lenti undir bíl fyrir tveim vikum og mjaðmagrindarbrotnaði.  Þetta leit ekki vel út og vorum við vakandi yfir henni dag og nótt.  Hún fór í aðgerð undir stjórn Þorvaldar Hlíðdal þeim eina sanna..........og viti menn hún er öll að koma til.  Ég veit ekki hvernig ég get lýst þakklæti mínu við Þorvald og Dýralæknaþjónustu Suðurlands því þau eiga öll þátt í að Sissí er farin að ganga á ný. 

20.09.08  Árbæjar Emma og París eru orðnar bestu vinkonur en Emma flutti til Hafnarfjarðar í síðustu viku og unir hag sínum einstaklega vel.  Takk kærlega fyrir skemmtilega mynd Guðríður og Daníel :) Það er svo gaman að sjá hvað allt gengur vel!

 

 

30 ágúst sunnudagskvöld.  Fórum í göngutúr niður að Ölfusá með Emmu með okkur.  Það var blautt um en ofsa gaman! 

28.08.08

Zorró, Ellen og Emma orðin 14 vikna.

 

Frábær mynd af Óliver!  

       Fékk hana senda í dag og takk kærlega fyrir hana Helga!

 

 

Sissí nýtur veðurblíðunnar í dag 6 ágúst.    

Mæðgurnar Sissí og Sunna .

 

Zorró og Zlatan að kjást!  Í dag  30 júlí byrjuðum við að æfa göngu í ól og taumi og gekk það eftir atvikum vel ;)  Zlatan var taumléttastur en þeim finnst þetta vera óttaleg frelsisskerðing!

Svona veður eins og er búið að vera í dag líkar langhundunum vel.

 

Á mánudaginn var fóru þau öll í  heilbrigðisskoðun,  fengu bólusetningu, ormatöflu og örmerkingu og eru við bestu heilsu :)

 

Þreyttur eftir leik útí garði.  

Hvolparnir 6 vikna í dag 3 júlí.

Langhundarnir vilja gjarna liggja undir ábreiðum og oft tekur það þau góða stund að búa um sig! :)

 

 

Sunna mætti á sumarsýningu HRFÍ í dag 28 júní. Hún keppti í opnum flokki og varð  BT, fékk meistarastig, meistaraefni og BHT 2 verðlaun!!!

Umsögn: Ears set are correct + head + shoulders are well placed - short back + topline firm. Bread type is correct!!!

Dómari var Rafael de Santiago.

Mocca og Sómi mættu einnig til leiks. Ekki var að spyrja að Sundsdal´s Mocca  sem fékk fullt hús stiga og varð BHT, vann bæði börnin sín!!!

Árbæjar Sómi fékk fyrstu einkunn og annað sæti í opnum flokki og frábæra umsögn.

Þarna er Sunna með verðlauna rósettuna sína og skilur ekkert í þessu umstangi ;)

Í dag 22 júní eru hvolparnir orðnir rúmlega 4 vikna og eiga afmæli í dag, fæddust 22 maí.

Þarna kíkja þau Emma, Ellen og Zorró yfir girðinguna og þeim tókst að komast yfir í morgunn!!

 

Ebba er prúð og þæg hvolpastelpa.

 

Zlatan er kelinn og knúsast mikið/eins og mamma sín!

Hvolparnir 3 vikna í dag.

Fengu ormalyf í fyrsta skipti og þóttu það bara voða gott. Þau eru hvert öðru fallegra.  Þau eru búin að fá gælunöfn og heita Emma, Ebba, Ellen,    Zorró og Zlatan.

 

Í dag 12 júní er ein vika þar til ég kem heim, þá búin með námið í hundasnyrtingu. Guð hvað ég hlakka til!! 

Smá orðsending:  Það virðist sem pósturinn skili sér ekki til mín með að smella á veffangið mitt hér fyrir ofan.  En með því að senda mér póst frá póstsíðunum ykkar með þessu veffangi gengur það upp. Mér þykir þetta leitt en endilega skrifið mér aftur ef þið hafið lent í þessu.

 

Mynd tekin 1 júní 2008 og þau eru orðin 11 daga gömul!

 

Mynd tekin 24.05.08

 

 

Sissí og hvolparnir! Mynd tekin 23.05.08

 

Hér kemur fyrsta myndin!  Myndasmiðirnir mínir eru alveg yndislegir ;) Svolítið óskipulagðir!! ;)

Þarna liggur hún fallegust með hrúguna sína!

En þeir eru búnir að vikta þau  sólarhringsgömul:

Tík 1: 198 gr     tík 2: 195 gr    tík3: 198 gr     rakki 1:  219 gr     rakki 2: 182 gr

Sissí mín gaut í nótt fimm heilbrigðum hvolpum þrjár tíkur og tveir rakkar!

Allt gekk vel eins og síðast og maðurinn minn var hjá henni og svo Sunna líka og hún var einsog alvöru stóra systir sagði hann, snérist í kring og hjálpaði mömmu sinni að kara þá. Sissí leyfði henni það og allt er í lukkunnar velstandi.

Ég fékk fréttirnar í skólanum þar sem tímamismunurinn eru tveir klukkutímar. Hann vildi ekki vekja mig fyrr en allt var um garð gengið sagði hann og var að hugsa um mig fyrst og fremst, ég stödd hér og get ekkert gert ;)

Þeir ætla að senda mér myndir í kvöld svo ég set þær inn strax og mér berast þær!

_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _  _ _ _ _ _

Þar sem svo margar sænskar vinkonur mínar fylgjast með þessari síðu læt ég fréttirnar fylgja með á sænsku!

Hej! Ville så gjarna berätta för  Er mina svenska vänner att Sissí fick sina valpar i natt!   Det blev fem valpar!!!!

Tre tikar och två hanar! Vilket underbart upplevelse!!!

Alla mår bra och deras stora syster  Sunna hjälper till så mycket hon kan och Sissí efterlåter henne hjälpa till!!   Vilken mor alltså! Snällt va!?

Bilder kommer snart!

 

Í Ingólfsfjalli laugardagskvöldið 19 apríl.

 

Haldiði að vorið sé að koma!!?

 Gönguferð í Ingólfsfjall á dögunum.

 

______________________________________________ 

Fréttir af  Árbæjarstelpunum!

 

Já það nýjasta af sjálfri konunni (þ.e. ég) er að hún lagðist út í víking og lennti í Stokkhólmi þar sem hún hyggst leggja fyrir hundasnyrtingu.  Þetta námskeið er í 8 vikur,  hvern virkan dag frá 9:00 á morgnana til kl. 16:00 stundum til 18:00 á daginn.

Kíkið endilega á heimasíðu skólans www.dogplanet.se

_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _  _ _ _

Staðfest er að Sissí er tík eigi einsömul og eru þá hvolparnir væntanlegir í kringum 20 maí.

_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _  

Skemmtilegt orðatiltæki sem ég fann á netinu:

Dachshund are like potatochips...You can never have just one!

 _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _

Sissí og Mocca hittust dagana 19 og 20 mars og allt gekk eftir hjá þessum ástarhnoðrum svo núna er bara að bíða og sjá.  Það er svo gaman að sjá þau saman,  tilhugalífið svo lifandi og leikurinn í fyrirrúmi ;)

_ _ _ _ _ _

Sissí er byrjuð að lóða svo uppúr miðri næstu viku förum við að heimsækja kærastann hann Mocca. Þetta er allt svo skemmtilegt.

Sunna er u.þ.b. að klára sitt lóðarí og er það í hennar annað sinn svo hún telst ennþá of ung í "barneignir" ;)

_ _ _ _ _ _

Sissí er með bólgið svokallað þriðja augnlokið svo hún fær dropa í vinstra augað núna í nokkra daga og það er gengið til baka.  En hún þarf a fá þessa dropa aðeins lengur segir Ásdís dýralæknir.

 _ _ _ _ _ _

Í dag 1 mars mættu langhundar á alþjóðlega hundasýningu HRF'Í í Víðidalnum.  Sunna keppti í flokki ungliða og fékk fyrstu verðlaun og fyrsta sæti.  Mocca keppti í opnum flokki rakka og tók til sín fyrstu verðlaun fyrsta sæti, meistarastig og CACIB.

Dómari var Marija Kavcic frá Slóveníu.

Bestu hamingjuóskir til handa Sunnu og Mocca!!