Kórstjórnendur
 

 

Julian

Julian Michael Hewlett tók við sem stjórnandi Kvennakórs Kópavogs haustið 2009.  Julian hefur stundað tónlistarnám frá barnsaldri og útskrifaðist árið 1988 frá The University of Kent á Englandi, með B.A gráðu í tónlist.  Hann fluttist til Íslands að námi loknu og hefur starfað hér sem píanóleikari, organisti, tónskáld, kórstjóri og enskukennari undanfarin 18 ár.   Julian hefur lengi unnið að tónsköpun og hafa tónverk hans, m.a. kórverk, verið flutt víða í Englandi, Wales, Canada og Bandaríkjunum svo og hér heima. 

   Þrátt fyrir að vera nýtekinn við starfi kórstjóra kvennakórsins hefur Julian fylgt kórnum um langt skeið en hann hefur verið undirleikari kórsins frá upphafi þ.e.a.s. frá árinu 2001.

 

Natalía

Natalía Chow Hewlett stofnaði Kvennakór Kópavogs árið 2001 og stjórnaði honum fram til haustsins 2009.
   Natalía fæddist í Kanton í Kína en ólst upp í Hong Kong og hóf snemma tónlistarnám. Hún lauk Honours Diploma og 8. stigi í píanóleik og einsöng frá Music and Fine Arts Department við Hong Kong Baptist University. Hún er með M.A. próf í tónmennt frá University of Reading í Bretlandi. Þar stundaði Natalía einnig söngnám á sama tíma en fór síðan í framhaldssöngnám hjá Yung Ho Du. Þá var hún ráðin sem lektor við Hong Kong International Institute of Music. Hún fluttist til Íslands árið 1992 og hefur starfað hér sem söngkona, söngkennari, organisti og kórstjóri. Natalía hefur stofnað fjóra kóra hér á landi.