Fréttir

Vetrarstarfið 2015 er að hefjast 

- kíktu í heimsókn

 

Heilar og sælar söngskvísur


Æfingar hjá Kvennakór Kópavogs eru að hefjast aftur eftir gott sumarfrí. Ýmislegt skemmtilegt er á dagskrá vetrar. Má þar nefna stórtónleikana Hönd í hönd, jólasöng, æfingabúðir, vortónleika

..og síðast en ekkí síst, söngferð til Ítalíu á vordögum 2016!


Við kórkonur erum að venju spenntar fyrir komandi vetri og viljum gjarnan fá fleiri söngkonur til liðs við okkur. 


Æfingar eru á þriðjudagskvöldum kl. 19:15 -21:30 í Snælandsskóla


 Við bjóðum allar áhugasamar söngskvísur velkomnar á opna æfingu kórsins þann 8. september kl. 19:15. Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar!


Opin æfing Kvennakórs Kópavogs - facebook viðburðurVortónleikar Kvennakórs Kópavogs


Vortónleikar Kvennakórs Kópavogs verða haldnir í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni í Reykjavík miðvikudagskvöldið 22. apríl, síðasta vetrardag.  Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 en húsið opnar klukkustund fyrr með fordrykk og lifandi tónlist. 

Að þessu sinni verður létt klúbbastemning hjá kvennakórnum. Gestir sitja við borð og geta keypt veitingar á barnum sem verður opinn meðan á tónleikunum stendur. Eftir tónleikana verður síðan áfram lifandi tónlist og opinn bar eitthvað fram eftir kvöldi.


Hluti tónleikanna er tileinkaður íslenskum lögum allt frá þjóðlögum að dægurlögum s.s. Blástjarnan, Ást og Betri tíð. Annar hluti dagskrárinnar er settur saman af þekktum erlendum lögum í jazzútsetningum. Þar er að finna lög eins og Blue Moon, Dream a little dream og Summertime.

Það er kórkonum ánægja að kynna að með þeim í för að þessu sinni eru frábærir listamenn. Stefanía Svavarsdóttir syngur, Richard Korn leikur á bassa, Ellert S. B. Sigurðarson á trommur og gítar og síðast en ekki síst John Gear sem leikur á trompet og píanó en hann er jafnframt stjórnandi kórsins.

Eftir rysjóttan vetur svífur andi ástar, drauma og kannski örlítil von um sólríkt sumar yfir tónleikunum. Vonast kórkonur eftir að sem flestir komi með í þetta ferðalag, það sakar ekki að láta sig dreyma.Hér er linkur á facebook viðburð tónleikanna
Kvennakór Kópavogs veitir rúmar tvær milljónir í styrki


Kvennakór Kópavogs mun afhenda Líknardeild LSH í Kópavogi og Mæðrastyrksnefnd Kópavogs rúmar tvær milljónir í styrki til eflingar starfsemi þeirra á sérstakri athöfn sem fram fer í Gerðarsafni næstkomandi miðvikudag, 10. desember, klukkan 16:00.


Styrkirnir eru ágóði af árlegum styrktartónleikum kórsins, Hönd í Hönd, sem haldnir voru í Austurbæ þann 9. nóvember síðastliðinn. Á tónleikunum kom fram einvalalið tónlistarmanna og sérstakir gestir voru þau Páll Óskar Hjálmtýssson, Alma Rut Kristjánsdóttir og Drengjakór Íslenska Lýðveldisins.​ Ágóðinn af tónleikunum varð 2.227.927- kr. og var ákveðið að skipta honum jafnt á milli Líknardeildar LSH í Kópavogi og Mæðrastyrksnefndar Kópavogs.


Kvennakór Kópavogs þakkar flytjendum, áhorfendum og öllum þeim sem komu að þessum tónleikadegi, kærlega fyrir!

Hönd í hönd


Hönd í hönd er yfirskrift tónleikanna og er þetta 6. árið sem þeir fara fram. Kvennakór Kópavogs á heiðurinn af tónleikunum og allt frá upphafi hefur Mæðrastyrksnefnd Kópavogs notið góðs af ágóðanum. Síðustu 3 árin höfum við verið í samstarfi við Digraneskirkju en fyrsta árið voru tónleikarnir haldnir í Hjallakirkju. Þetta árið ákváðum við að flytja okkur um set því tónleikarnir hafa einfaldlega stækkað og nú verða haldnir tvennir tónleikar í fyrsta skipti. Allir flytjendur og aðrir sem koma að tónleikunum gefa vinnu sína.


Tónleikarnir verða haldnir í gamla Austubæjarbíó á Snorrabraut, fyrri tónleikar hefjast kl. 16:00 og þeir seinni kl. 20:00. Í ár rennur allur ágóði til Mæðrastyrksnefndar Kópavogs og Líknardeildar LSH í Kópavogi. Tónleikarnir eru um 90-100 mín og er gert ráð fyrir hléi.

Verð á báða tónleika er kr. 3.000,- en uppselt er á þá fyrri.


Flytjendur eru:

Söngur: Páll Óskar Hjálmtýsson

            Alma Rut Kristjánsdóttir

            Drengjakór íslenska lýðveldisins, stjórnandi Sólveig Sigríður Einarsdóttir

            Kvennakór Kópavogs, stjórnandi John Gear

Harpa:  Monika Abendroth

Gítar:    Ásgeir Ásgeirsson

Bassi:    Richard Korn

Fiðla:    Roland Hartwell

Trommur/útsetningar:  Ellert Sigurðarson

Hljómborð: John Gear


Miðasala hefst á midi.is þriðjudaginn 14. Okt. Kl. 12:00
Vetrarstarfið 2014 er hafið - kíktu í heimsókn

Þriðjudaginn 9. september taka söngelskar konur Kvennakórs Kópavogs 
nýjum söngelskum konum opnum örmum. 
Æfingin er öllum opin og hefst klukkan 19.15 í Salaskóla í Kópavogi. 
Við lofum góðri skemmtun, gleði og söng við allra hæfi. 
Nú er þér boðið að koma á opna æfingu kórsins til að hitta konurnar, syngja með eða bara forvitnast um kórastarf. Endilega mættu, við hlökkum til að sjá þig!
Subpages (1): prufa
Comments