Fréttir

Kvennakór Kópavogs veitir rúmar tvær milljónir í styrki


Kvennakór Kópavogs mun afhenda Líknardeild LSH í Kópavogi og Mæðrastyrksnefnd Kópavogs rúmar tvær milljónir í styrki til eflingar starfsemi þeirra á sérstakri athöfn sem fram fer í Gerðarsafni næstkomandi miðvikudag, 10. desember, klukkan 16:00.


Styrkirnir eru ágóði af árlegum styrktartónleikum kórsins, Hönd í Hönd, sem haldnir voru í Austurbæ þann 9. nóvember síðastliðinn. Á tónleikunum kom fram einvalalið tónlistarmanna og sérstakir gestir voru þau Páll Óskar Hjálmtýssson, Alma Rut Kristjánsdóttir og Drengjakór Íslenska Lýðveldisins.​ Ágóðinn af tónleikunum varð 2.227.927- kr. og var ákveðið að skipta honum jafnt á milli Líknardeildar LSH í Kópavogi og Mæðrastyrksnefndar Kópavogs.


Kvennakór Kópavogs þakkar flytjendum, áhorfendum og öllum þeim sem komu að þessum tónleikadegi, kærlega fyrir!

Hönd í hönd


Hönd í hönd er yfirskrift tónleikanna og er þetta 6. árið sem þeir fara fram. Kvennakór Kópavogs á heiðurinn af tónleikunum og allt frá upphafi hefur Mæðrastyrksnefnd Kópavogs notið góðs af ágóðanum. Síðustu 3 árin höfum við verið í samstarfi við Digraneskirkju en fyrsta árið voru tónleikarnir haldnir í Hjallakirkju. Þetta árið ákváðum við að flytja okkur um set því tónleikarnir hafa einfaldlega stækkað og nú verða haldnir tvennir tónleikar í fyrsta skipti. Allir flytjendur og aðrir sem koma að tónleikunum gefa vinnu sína.


Tónleikarnir verða haldnir í gamla Austubæjarbíó á Snorrabraut, fyrri tónleikar hefjast kl. 16:00 og þeir seinni kl. 20:00. Í ár rennur allur ágóði til Mæðrastyrksnefndar Kópavogs og Líknardeildar LSH í Kópavogi. Tónleikarnir eru um 90-100 mín og er gert ráð fyrir hléi.

Verð á báða tónleika er kr. 3.000,- en uppselt er á þá fyrri.


Flytjendur eru:

Söngur: Páll Óskar Hjálmtýsson

            Alma Rut Kristjánsdóttir

            Drengjakór íslenska lýðveldisins, stjórnandi Sólveig Sigríður Einarsdóttir

            Kvennakór Kópavogs, stjórnandi John Gear

Harpa:  Monika Abendroth

Gítar:    Ásgeir Ásgeirsson

Bassi:    Richard Korn

Fiðla:    Roland Hartwell

Trommur/útsetningar:  Ellert Sigurðarson

Hljómborð: John Gear


Miðasala hefst á midi.is þriðjudaginn 14. Okt. Kl. 12:00
Vetrarstarfið 2014 er hafið - kíktu í heimsókn

Þriðjudaginn 9. september taka söngelskar konur Kvennakórs Kópavogs 
nýjum söngelskum konum opnum örmum. 
Æfingin er öllum opin og hefst klukkan 19.15 í Salaskóla í Kópavogi. 
Við lofum góðri skemmtun, gleði og söng við allra hæfi. 
Nú er þér boðið að koma á opna æfingu kórsins til að hitta konurnar, syngja með eða bara forvitnast um kórastarf. Endilega mættu, við hlökkum til að sjá þig!
Subpages (1): prufa
Comments