Aðalsíða (Forsíða) Skákdeildar KR.

Reykjavík 3. apríl 2017.

Flytjum á Facebook.

Ágæti skoðandi heimasíðu Skákdeildar KR. Fyrst viljum við stjórnendur síðunnar

þakka þér fyrir að fylgja okkur og lesa heimasíðunna. 

Nú er breyting,  þar sem okkur úthlutuðu  plássi er að fyllast.

Framvegis munum við birta úrslið og aðrar upplýsingar frá skákdeildinni á Facebook. 

Stofnuð hefur verið Facebook síða undir nafni deildarinnar, bæði venjuleg síða og

„lokaður hópur“.  Facebook býður upp á óendanlegt pláss án kostnaðar. 

Ef þú ert ekki nú þegar vinur á Facebook sendu okkur þá vinarbeiðni

og verður hún samþykkt um hæl. Þakka aftur,

kveðja stjórn Skákdeildar KR.
Úrslit skákmóta sjá nána
!

KR skákdeild
 Riddarinn Gallerý SkákÆsir      
DEILDAKEPPNIN (2016-2017) - KR-INGAR HÉLDU VELLI
OG TEFLA Í FYRSTU DEILD ÞRIÐJA ÁRIÐ Í RÖÐ
 Þó á móti blési í sjöttu umferðinni á móti TR-A sem tapaðist glæsilega með aðeins 1/2 vinningi gegn 7 1/2 hristu mínir menn af sér slenið og héldu jöfnu gegn efsta liðinu og Íslandsmeisturum Hugins með 4 vinningum gegn 4. Unnu síðan Akureyringa í lokaumferðinni með 4.5 v. 3.5 til að ná settu marki. Hinn ungi Norðmaður Lasse Lövik, skákfélagi þeirra Magnúsar Carlsen og Jon Ludvik Hammer úr skóla Simens Agdesteins, reyndist mikil happafengur fyrir klúbbinn, tapaði ekki skák og náði lokaáfanga sínum að IM titli. Var með bestan árangur á öðru borði í keppninni 6.5 af 9 Lasse sem er 24 ára hefur teflt i Eliteklassen í skák í Noregi mörg undanfarin ár. Ánægjulegur árangur og umfram væntingar því Færeyski stórmeistarinn Helgi Dam Ziska sem vonir voru bundnar við að myndi tefla með liðinu gat því miður ekki mætt til leiks, að þessu sinni en gott að eiga hann að síðar.
http://chess-results.com/tnr231073.aspx?lan=1&art=0&wi=821

Nokkrir viðburðir tileinkaðir skákdeginum og meistara Friðrik:

ÁGÆTU FÉLAGAR OG SKÁKMENN GÓÐIR.
Að gefnu tilefni er athygli ykkar vakin
JÓLASKÁKMÓTUNUM framundan.
JÓLAMÓTIN

Að venju verða síðustu skákmótin fyrir Jól haldin með sérstöku jólaívafi - með góðum vinningum fyrir efstu menn og óvæntum jólaglaðningi fyrir heppna útvalda. Árdegismótin á laugardagsmorgnum kl. 10.30 -13.00 allan ársins hring hafa verið vel sótt og vaxið að vinsældum. Telfdar eru 9 umferðir, tímamörk ráðast af keppendafjölda.  Á Litla-Jólamótinu í fyrramálið verður Jólabjór og konfekt í verðlaun auk þess sem vinningar verða dregnir út. Mánudagsmótineru eru fyrir löngu orðin föst og vinsæl hefð í skáklífinu. Þau eru einnig haldin allan ársins hring nema stórhátíðir eða aðrir viðburðir hamli, þá daginn eftir. Stóra-Jólamót KR verður haldið á mánudagskvöldið kemur, þann 19 desember. Telfdar verða 13 umferðir með 7 mín. umhugsunartíma.  Endilega mætið og sýnið snilli ykkar eða freistið gæfunnar.  Með skák- og hátíðarkveðjum

Viðburðastjóri
KR v. RAC - LOKAHÓFIÐ Í ÞINGHOLTI Í MYNDUMKR vs RAC Chess Circle - TEFLT Í BRESKA SENDIRÁÐINU
Það er sitt hvað framundan hjá KáErringum á skáksviðinu í sumar. Óvissuferðin "Nú ber vel í veiði" verður farin í 8. sinn í næsta mánuði þar sem rennt verður fyrir lax og telft fram á rauða nótt í veiðihúsi á Njáluslóðum. Hæst ber þó heimsókn skáksveitar frá vinaklúbb okkar í London sem kemur hingað til keppni í annað sinn en í fyrra var teflt í Lundúnum. Breski ambassadorinn mun hýsa "landskeppnina" í sendiráðinu og síðan verður boðið til veislu. Teflt verður á 7 borðum 4- föld umferð. Daginn áður fimmtudaginn 7. júlí verður "SUMARMÓTIÐ VIÐ SELVATN" haldið í X. sinn. Þar komast 30 keppendur að tafli auk bresku gestanna. Veislukvöldverður undir beru lofti að hefðbundum sið. Áhugasamir skrái sig til þátttöku sem fyrst. Raymont Keen fjallaði um RAC-klúbbinn og líflega starfsemi hans í The Times nýlega í tilefni þess að einn klúbbfélaginn lagði 2 stórmeistara að velli í einni og sömu skákinni með frækilegum hætti eins og hér má sjáÁrsskýrsla Skákdeildar KR 2015-2016

sjá hér


KRISTINN BJARNASON - NÝLIÐI Á FIDE RATING LIST
Ýmislegt rekur á fjörur eldri skákmanna sem eru nógu iðnir við kolann og gefa sér tíma til að tefla í Deildakeppninni. Kristinn sem er nýorðinn 75 ára er einn af 14 nýliðum Íslands á nýjasta FIDE stigalistanum sem kynntur var í vikunni. Vert að óska honum til hamingju með það eftir yfir 60 ára taflmennsku. Hann tefldi lengi fyrir Búnaðarbankann í firmakeppnum og síðustu árin með KR auk þess að hafa látið ljós sitt skína meðal Riddara og Ása og svo í Gallerý Skák með afar góðum árangri. Gallerý Skák stendur fyrir árdegismóti í KR-heimilinu kl. 10.30 -13.00 á laugardögum. Allir velkomnir sem vilja hrista af sér slenið í morgunsárið
SKÁKDEILD KR - SÖREN BECH HANSEN FÆR ÞAKKARSKJÖLD

Skáksveit KR hélt sæti sínu í 1. deild með nokkuð sannfærandi hætti þrátt fyrir hrakfaraspár skákforystunnar og hafði efni á að tapa stórt í lokaumferðinni án þess að það kæmi að sök. Einn af liðsmönnum sveitarinnar 2. borðs maðurinn Sören Bech Hansen hefur eflt liðið mjög og teflt með því sl. 8 ár með góðum árangri. Í heiðurs- og þakklætisskyni var honum af því tilefni færður þakkar- og heiðursskjöldur fyrir frábæran árangur, samstöðu og vináttu í kvöldverðarhófi milli umferða þar sem A-sveit KR kom saman til að efla keppnisandann. Sören Bech er fyrrv. forseti Dansk Skak Union og núv. gúru í Skakklubben ÖBRÖ. Til marks um baráttuhug hans fyrir KR ákvað hann að tefla með félaginu nú þrátt fyrir lið hans ytra ætti við ramman reip að draga í úrvalsdeildinni í Danmörku um sl. helgi þar sem það mátti þola þau örlög að falla.
— með Søren Bech Hansen.


RAMMISLAGUR Í RIMASKÓLA - LOKAÚRSLIT - HUGINN NR. 1
Íslandsmóti taflfélaga - Deildakeppninni í skák lauk í dag í Rimaskóla þar sem dramatíkin var allsráðandi og mikil spenna í lofti. Uppgjör efstu liða HUGINS-a gegn TR-a í fyrri umferð dagsins lauk 5-3 fyrir það fyrrnefnda. Segja má að þar með hafi úrslitin verið ráðin því í lokaumferðinnni vann Huginn -TR-b 7-1 en TR-a Akureyri-b 8-0 sem dugði ekki til. Huginn varði Íslandsmeistartitil sinn frá fyrra ári með 50.5 vinningu
m en TR hlaut 46.5
KR-ingar héldu sæti sínu í 1. deild og afsönnuðu allar hrakfallaspár í byrjun móts. Unnu B-lið Akureyringa með 5.5 v. gegn 2.5 v í næstsíðustu umferðinni hafandi gert 4-4 jafntefli við Huginn-b kvöldið áður. Þetta gerði gæfumunin enda þótt liðið biði mikið afhroð fyrir Fjölni í lokaumferðinni. Hér má sjá úrslit og endalega röð þátttökuliða en ætla má að yfir 300 skákmenn hafi tekið þátt í mótinu.

RAMMISLAGUR Í RIMASKÓLAHuginn og TR mætast í úrslitabaráttunni um meistartitil skákfélaga
kl. 11  (5.3.2016) árdegis í Rimaskóla. Eftir 7 umferðir af 9 leiðir Huginn-a nú aftur með 2
vinningum 45.5 en TR-a er í öðru sæti með 43.5. Baráttan á botninum er ekki síður
spennandi þar sem KR mæti neðsta liðinu Akureyri-b í örlagaslag um áframhaldandi
setu í 1. deild. Lokaumferðin er svo kl. 17 þegar lokaúrslitin ráðast til fulls.

Fullkomið stöðuyfirlit og einstaklingsúrslit á

Chess-Results.com,

hér

 http://chess-results.com/tnr179594.aspx?lan=1&art=0&flag=30&wi=821
ÓLAFUR TEKUR VIÐ KONUNGSSTYTTUNNI
Verðlaun fyrir Kappteflið um Friðrikskónginn voru afhent sigurvegaranum í
gærkvöldi með pomp og prakt. Friðrik var því miður forfallaður en sendi Ólafi
hamingjuóskir og kvað hann vel að sigrinum kominn, hafandi lent í klónum á
honum fyrir nokkrum árum í atskákmóti. Júlíus Friðjónsson fékk silfrið og Gunnar Freyr bronz.
Á myndinni sést Kristján Stefánsson formaður Skákdeildar KR árna sigurvegaranum
 heilla undir góði klappi viðstaddra.

KR & GALLERÝ SKÁK : GUNNASLAGUR II
– Verðlauna- og skemmtikvöld í KR 22.2.2016 -

 
Verðlaun fyrir Kappteflið um Friðrikskónginn verða afhent annað kvöld (22.2.2016) í upphafi GUNNASLAGS, sérstaks skemmtiskákkvölds og móts þar sem keppnin snýst um að máta sem flesta andstæðinga sem bera hið herskáka nafn GUNNAR. Sem skv. nafnaskýringum og Wikipediu þýðir: The name Gunnar means fighter, soldier, and attacker, but mostly is referred to by the Viking saying which means Brave and Bold warrior. Því skal engan undra þó skákmenn með því nafni séu harðsnúnir og harðvítugir andstæðingar. Í fyrra var afar góð þátttaka, sex Gunnarar mættir og 30 keppendur alls. Ýtt á klukkurnar upp úr kl. 19.30 að lokinni verðlaunaathöfn og tefldar 13 umferðir – 7 mín. skákir. Allir taflfærir Gunnar hvattir til að mæta og svo allir hinir sem vilja velgja þeim undir uggum. Sjáumst og kljáumst.
— með Gunnar Bjornsson, Gunnar Gunnarsson, Gunnar Fr. Rúnarsson, Gunnar Skarphéðinsson ( G-Sharp) og Gunnar Birgisson.
Friðrikskóngurinn 

 ÓLAFUR VANN MEÐ GLANS
(Sjá hér)

 Nánar hér

GALLERÝ SKÁK OG SKÁKDEILD KR – KAPPTEFLIÐ UM FRIÐRIKSKÓNGINN V. -

hefst annað kvöld - munið að mæta.
Eins og í fyrra standa klúbbarnir saman af mótaröðinni nú sem mun fara fram næstu

fjögur mánudagskvöld vestur í skáksal KR í Frostaskjóli. Mótið er liður í stóru viðburðahaldi í tilefni af

 „Skádegi Íslands“ sem SÍ og Skákakademía Reykjavíkur standa fyrir og hefst á þriðjudaginn kemur,

þann 26. janúar á afmælisdegi Friðriks Ólafssonar, fremsta skákmanns okkar fyrr og síðar, sem þá

fagnar 81. árs afmæli sínu. Margt fleira ber til tíðinda þann dag og í vikunni.


Um er að ræða 4ra kvölda GrandPrix mótaröð þar sem átta efstu sæti í hverju

móti telja til stiga (10-8-6-5-4-3-2-1). Keppt er um veglegan farandgrip, taflkóng úr Hallormstaðabirki,

merktan og áletraðan af meistaranum. Þrjú bestu mót hvers keppanda reiknast til stiga og vinnings.

Sigurvegarinn ár hvert fær nafn sitt skráð gullnu letri á stall styttunnar og fagran verðlaunagrip

til eignar.
Nöfn fyrrv. sigurvegara mótaraðarinnar, þeirra Gunnars Skarphéðinssonar;

Gunnars I. Birgissonar; Gunnars Kr. Gunnarssonar og Gunnars Freys Rúnarssonar,

prýða nú hinn sögulega grip. Nú er að sjá hvaða Gunnar ber sigur úr bítum að

þessu sinni eða einhver annar?


Telfdar verða 9 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma á skákina.

Mótin eru að sjálfssögðu öllum „sem taflmanni geta valdið“ opin enda þótt

keppendur sé ekki með í öllum mótunum. Sérstakir aukavinningar verða dregnir

út öll kvöldin sem mótaröðin stendur en henni lýkur 15. febrúar. Friðrik mun verða

 viðstaddur verðlaunahátíðina í mótslok.ÁRDEGISMÓTIР Á Laugardögum í Vesturbænum kl. 10.30 réttstundis
Munið Árdegismót árrisula ástríðuskákmanna þegar dagur rennur (laugardaga) þar sem baráttan um annað sætið heldur áfram þar sem frá var horfið að sögn KrST formanns sem mun selja sig dýrt eins og allir aðrir. Kjörið tækifæri til að hrista af sér slenið og fá útrás fyrir áunna áfallaskákstrreituröskun og fleiri kvilla.


NÝÁRSSKÁKLEIKAR - ÁRDEGISMÓT Í KR þegar dagur rennur.
Að venju hittast árrisular skákkempur í fyrramálið til að hrista af sér slenið eftir áramótagleði og glasaglaum síðustu daga - fullir eftirvæntingar um árangursríkt komandi skákár. Þetta fyrsta mót ársins hefst kl. 11 árdegis í Skálkaskjóli 7. skáksal KR vestur á Meistaravöllum, sem bera nafn með rentu. Allir velkomnir.
YouTube Video


Íslandsmót skákfélaga hefst 24. september

(Sjá hér)Myndir og úrslit


2015
SKÁKHÁTÍÐ OG SUMARMÓT VIÐ SELVATN IX.
GALLERÝ SKÁK í samstarfi við SKÁKDEILD KR og RIDDARANN efnir SUMARSKÁKMÓTS við Selvatn fimmtudaginn 9. júlí nk, líkt og mörg undanfarin ár. Mótið verður haldið með viðhafnarsniði. Hátíðarkvöldverður verður framreiddur undir beru lofti og kaffi, svaladrykkir og kruðerí í boði meðan á móti stendur.
Mótið sem er öllum opið hefst kl. 17 og stendur fram eftir kvöldi. Þátttaka takmarkast þó við 40 keppendur, svo fyrstir koma fyrstir fá. Tefldar verða 11 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma. Góð verðlaun og vinningahappdrætti. Þátttökugjald kr. 7.500 og rennur ágóði ef einhver verður til að efla skáklífið.
Mótshöldurum er það mikil ánægja að bjóða bæði eldri sem yngri ástríðuskákmönnum til þessarar miklu skákhátíðar við fjallavatnið fagurblátt. Um leið og þeir binda góðar vonir við þátttöku sem flestra þeirra í mótinu leyfa þeir sér að vænta þess að samveran úti náttúrunni verði öllun skákunnendum til ánægju og yndisauka.
Þar sem keppenda- og gestafjöldi er takmarkaður er áríðandi að þeir sem hyggjast taka þátt staðfesti þátttöku sína sem allra fyrst með tölvupósti til galleryskak@gmail.com eða skipuleggjenda, eseinarsson@gmail.com, s. 690-2000 eða GRK, xogz@mmedia.is s. 893-0010
Sjáumst og kljáumst !!

Sjá hér


10. apríl 2015


KR & Gallerý Skák:
ÁRDEGISMÓT Í VESTURBÆNUM
Í fyrramálið sem endranær á laugardagsmorgnum
verður efnt til æfingamóts í Skálkaskjóli, skáksalnum í KR-heimilinu, fyrir árrisula ástríðuskákmenn sem vilja
hrista af sér slenið eftir sundsprett í Vesturbæjarlauginni
eða einfaldlega bara slaka á klónni fyrir helgina eða fá útrás fyrir áunna veðurgremjuröskun . Mótið sem er öllum opið hefst kl. 11 og tefldar verða 9 umferðir með 7 mín. umhugsunartíma. Heitt verður á könnunni.


KR-SKÁK 30. APRÍL -SAMBÓ PÁSKAKAPP&HAPP OG GUNNASLAGUR
Í kvöld, mánudaginn 30. apríl, verður mikið um dýrðir í vestur í SkálkaSkjóli,
skáksal KR sem svo hefur verið nefndur, þegar SAMBÓ risapáskaeggja- og
súkkulaðiboltamótið fer þar fram. Allir taflfærir Gunnarar eru sérstaklega
hvattir til að mæta því sérstök verðlaun verða veitt þeim sem leggur flesta
skákmenn með því herskáa nafni að velli og einnig þeim Gunna sem vinnur
flesta nafna sína. Dregin verða út risastór ljúffeng og lokkandi páskaegg og
boltar auk þeirra sem veitt verða í verðlaun til þeirra sem efstir verða í mótinu sem er
öllum opið. Það hefst kl. 19.30 eins og venjulega og tefldar verða 13 umferðir
með 7 mín. uht.


SKÁKDEILD KR VANN SÉR SÆTI Í FYRSTU DEILD

Sjá hér.GALLERÝ SKÁK OG KR: KAPPTEFLIÐ UM FRIÐRIKSKÓNGINN IV.


Gallerý Skák og Skákdeild KR hafa ákveðið að rugla saman reitum tímabundið og standa saman að kappteflinu um Taflkóng Friðriks Ólafssonar sem nú fer fram í fjórða sinn og stendur næstu fjögur mánudagskvöld vestur í Frostaskjóli. Mótið er liður í viðburðahaldi sem til er hvatt af SÍ og Skákakademíu Reykjavíkur í tengslum við „Dag skákarinnar“, þann 26. janúar, á afmælisdegi Friðriks Ólafssonar, stórmeistara, fremsta skákmanns Íslands fyrr og síðar, sem þá fagnar 80 ára afmæli sínu. Um er að ræða 4ra kvölda Grand Prix mótaröð þar sem átta efstu sæti í hverju móti telja til stiga (10-8-6-5-4-3-2-1). Keppt er um veglegan farandgrip, taflkóng úr Hallormsstaðabirki, merktan og áletraðan af meistaranum. Þrjú bestu mót hvers keppanda reiknast til stiga og vinnings. Sigurvegari ár hvert fær nafn sitt skráð gullnu letri á stall styttunnar og fagran verðlaunagrip til eignar. Nöfn þriggja nafna þeirra: Gunnars Kr. Gunnarssonar, Gunnars I. Birgissonar og Gunnars Skarphéðinssonar prýða nú gripinn fagra. Í fyrra tóku um 30 keppendur þátt, þar af hlutu 18 stig. Nú er að sjá hvaða Gunnar stendur uppi sem sigurvegari að þessu sinni eða einhver annar.
Mótið hefst annað kvöld, mánudagskvöldið 12. janúar kl. 19.30 Tefldar verða 9 umferðir með 10 mínútna uht. Það er opið öllum sem „vinningi“ geta valdið! Kaffi og kruðerí meðan á móti stendur.KR & GALLERÝ SKÁK -15.12. 2014- JÓLAMÓTIÐ -
(Úrslit sjá hér)

JÓLAKAPP & HAPP KR OG GALLERÝ SKÁKAR  - TVÖ MÓT I EINU

Sameiginlegt jólaskákkvöld Skákdeildar KR og Listasmiðjunar Gallerý Skákar verður annað kvöld, 

mánudagskvöldið 15. desember í  KR- heimilinu, Frostaskjóli og hefst kl. 19.30 –

Tefldar verða 9 umferðir með 10 mín. umhugsunartíma á skákina. Tvöfaldir vinningar og verðlaun, veglegt

vinningahappdrætti  og veisluhöld.  Uppskeru- og afmælishátíð í leiðinni. 

Munið að mæta.

KriST og E.Ess
GALLERÝ SKÁK  -   FLYTUR  Í FAXAFENIÐ                

VETRARDAGSKRÁIN  2014-15

Sjá nánar hér
sjá nánar hér
SUMARMÓT VIÐ SELVATN VIII.
Skákdeild KR og Gallerý Skák efna í sameiningu til SUMARSKÁKMÓTS við Selvatn föstudaginn 25. júli nk.

líkt og mörg undanfarin ár. Mótið verður með viðhafnarsniði – margréttaður hátíðarkvöldverður undir beru

lofti frá Eldhúsi Sælkerans. Kaffi og kruðerí meðan á móti stendur ofl. Mótið sem er öllum opið hefst kl. 17 og

stendur fram eftir kvöldi. Þátttaka takmarkast þó við 40 manns - svo fyrstir koma fyrstir fá. Tefldar verða 11 umferðir

með 10 mínútna uht. Góð verðlaun og vinningahappdrætti. Veislukvöldverður, kaffi og kruðerí. Æskilegt að skrá sig til

þátttöku fyrirfram á netfanginu: kr.skak@gmail.com eða með SMS skilaboðum í síma 690-2000 (ESE) 

Þátttökugjald kr. 7.500 Sjáumst og kljáumst !! 

MÓTSNEFNDIN

Skákdeild KR- 27.-28. JÚNÍ - NÚ BER VEL Í VEIÐI IV.
Skák- og veiðiferð á Njáluslóðir með hátíðarkvöldverð í farteskinu.
Taflkóngur: Jón G. Briem; Aflakóngur: Þórarinn Sigþórsson.
Sjá nánar hér
30. júní 2014


Fjórða mótið í afmælismótaröð klúbbsins, þar sem 5 bestu mót hvers keppanda telja til stiga,

(og eru tefld sem síðasta mót hvers mánaðar), fór fram í skugga fótboltaleiks Þjóðverja og Alsíringa

í heimsmeistara-keppninni í Brasilíu sem nú tröllríður allri heimsbyggðinni , og sjónvarpsrás landsmanna.

Því voru keppnissætin í KR-heimilinu fáskipuð enda þótt nokkrar helstu kempur klúbbsins væri mættar.

Það var til tíðinda að norðanmaður nokkur Loftur Baldvinsson að nafni, gerði sér lítið fyrir og vann mótið

með yfirburðum. Hann ber sama nafn og fengsæll aflatogari norður þar, EA124, og stóð fyllilega undir

því nafni hvað aflasæld í vinningum snerti. Loftur var áður félagi í Skákfélagi Akureyrar , síðan Goðum-Mátum,

en er nú skráður á Keppendaskrá SÍ sem félagi í "Skákgenginu", sem ætla má að samanstandi af tómum

"Gangsterum" á skáksviðinu, með það eitt að markmiði að gera mótherjum sínum sem mestar skráveifur,

sem raun bar/reyndar vitni þetta kvöld í Vesturbænum.

Hvað stöðuna í mótaröðinni varðar, leiðir Björgvin keppnina með (10+10+10+3) eða 33 stigum eftir 4 mót,

Guðfinnur næstur með (5+5+6+5) 21 stig og Gunni Gunn þriðji með (8+6+F+6) eða 20 stig eftir 3 mót,

aðrir með talsvert minna.
6. maí 2014

KR-KVÖLD - ANNAÐ MÓTIÐ AF SJÖ Í AFMÆLISMÓTARÖÐINNI
Það fór eins og vænta mátti Björgvin Víglundsson var öryggið uppmálað og vann eins og fyrri
daginn enda þótt Gunnar Gunnarsson veitti honum harða keppni og aðrir reyndu að gera sitt besta til
að stoppa hann af. Röðin er nú sú að Björgvin er með 20 stig, Gunnar 16 og Jón Þ. Bergþórsson með 12,
Guðfinnur 10, aðrir minna. Fimm mót af sjö telja til vinnings svo allt er þetta opið ennþá.
Næsta áfangamót er þann 26 maí, enda þótt teflt verði í KR heimilinu öll mánudagskvöld að venju.


4.  maí 2014

SKÁKDEILD KR- AFMÆLISMÓTARÖÐIN - 2 ÁFANGAMÓTÐ AF 7

Mánudagsmótin í KR halda áfram í allt sumar þar sem hart er barist

og hart varist eins og vera ber. Blessunarlega er tókst hinum fræknu

keppnismönnum félagsins í körfubolta að landa Íslandsmeistaratitlinum

svo ekki þarf að fresta mótunum um dag þess vegna - nú er að

knattspyrnan ein sem gæti sett strik í reikninginn hvað skákvöldin

varðar. En hvað um það - annað kvöld fer fram annað mótið af sjö í 15

ára afmælismótaröð... klúbbsins þar sem 5 bestu mót hvers keppenda

telja til stiga og vinnings, en eitt mót í mánuði telst hluti af

mótasyrpunni.

Eftir fyrsta mótið er Björgvin Víglundsson með 10 stig, Jón Þór

Bergþórsson með 8, Gunnar Gunnarsson með 6 og Guðfinnur með 5,  en þó

allof snemmt að vera spá í þetta og hvað þá úrslitin.

 

Munið að mæta og sýna af ykkur góða keppni og kæti, segir Kristján

hinn káti skákáráttuformaður af einbeittum baráttuvilja og sendir

skákmönnum um land allt bestu sumarkveðjur.28. apríl 2014
ÁGÆTU FÉLAGAR OG DRENGIR GÓÐIR

ÞVÍ MIÐUR VERÐUR AÐ FRESTA MÁNUDAGSMÓTI VORU TIL ÞRIÐJUDAGSKVÖLDS AÐ ÞESSU SINNI
VEGAN KÖRFUBOLTALEIKS ÞAR SEM KR ER Í ÚRSLITUM. 

Af þeim sökum þykir eftir atvikum eðlilegt að 2.  áfangamótinu  af 7  í afmælismótaröðinni verði verði haldið næsta mánudagskvöld
sem hentar fleirum betur, en áætlað  er að þessu GP-stigamót fari fram 4. föstudag hvers mánaðar. 

Megi gott af leiða og tiltakast.  

Kristján Stefánsson, formaðurFormaðurinn og heiðursfélagarnir14. apríl 2014

Stórkostulegt stóreggjamót í bland við uppákomur í kvöld kl. 19:30.

 

Nú reynir á fima fingur og hugkvæmni í kappinu „hver er bestur“.

 

Kveðjur,

Kristján


14. apríl 2014
Einar S. Einarsson og Páll G. Jónsson verða heiðraðir og þeim afhentir heiðursskildir sem heiðursfélagar Skákdeildar KR.

fyrir stórmótið í kvöld.

Á félagsfundi Skákdeildar KR 24. mars síðastliðinn lagði Guðfinnur R. Kjartansson fram ítarlega studda tillögu að tveir félaga skákdeildar, þeir Páll G. Jónsson og Einar S. Einarsson, væru tilnefndir heiðursfélagar Skákdeildar KR. Á framhaldsaðalfundi félagsins var gerð grein fyrir tillögunni og henni vísað til stjórnar til meðferðar. Stjórn Skákdeildar telur félaginu hér sýndur sómi og heiður að því að staðfesta að skákbræður okkar, Páll G. Jónsson og Einar S. Einarsson, eru heiðursfélaga Skákdeildar. Nöfn þeirra hafa verið áletruð á skildi og eru þeir nú afhentir þeim til varðveislu. Framlag þeirra til skáklistar er hér þakkað.

Stjórn Skákdeildar KR.

Sjá nánar hér


SKÁKDEILD KR - Af hvítum reitum og svörtum 2013 - 2014 
Annáll sjá hér

Annáll sjá hér


Skákdeild KR -  AMÆLISMÓTARÖÐ  24.03.14 

Fyrsta mótið af sjö í 15 ára afmælismótaröð skákdeildarinnar var teflt í gærkvöldi.
Talsverðar undiröldu gæti á skákstað og sumum heitt í hamsi af
öðrum ástæðum óskyldum skáklistinni


Aðalfundinum vara frestað til 7. apríl n.k.

Ágætu félagar, 
Aðalfundur Skákdeildarinnar verður haldinn og hespaður af á mettíma á í byrjun fyrsta afmælis
skákmótsins af sjö annað kvöld,  24. mars   og hefst kl. 19.15   Félagar og aðrir eru því  beðnir
að mæta vel og tímanlega. 

Svo er mál með vexti að í tilefni af 15 ára afmæli Skákdeildarinnar síðar á árinu er áformað
að efna til 7 kvölda  GrandPrix mótaraðar, eitt mót á mánuði, fjórða mánudag hvers mánaðar,
alveg fram í nóvember þegar aðalafmælishátíðarhöldin fara fram.  Fimm bestu mót hvers keppanda
telja til stiga og vinnings (10-8-6-5-4-3-2-1) þegar þar að kemur og sigurlaunin verða afar glæsileg
eins og vænta má  og nánar verður tilkynnt um síðar. Því eru menn hvattir til að mæta vel
og taka þátt og leggja sig fram sem aldrei fyrr. 

Að sjálfsögðu verða skákæfingar alla mánudaga eins og venjulega en
sérstaklega minnt á afmælismótaröðina hverju sinni. 


Með skákkveðju, KriStAÐALFUNDUR

SKÁKDEILDAR KR

Verður haldinn mánudaginn

24. mars 2014

í höfuðstöðvum félagsins í Frostaskjóli

og hefst kl. 19.15

VENJULEGA AÐALFUNDARSTÖRF

f.h. klúbbstjórnar

Kristján Stefánsson, formaðurBorðaárangur keppenda KR í Íslandsmóti taflfélaga 2013-2014
Sjá nánar hér


Sumarmót K.R. 25. júlí 2013

Í vikunni sem leið var haldin skákhátíð mikil  -  í fögrum unaðsreit við Selvatn  - á vegum Sd. KR í samvinnu við GALLERÝ SKÁK  - að sveitasetri þeirra heiðurshjóna Guðfinns R. Kjartanssonar, skákforkólfs og Erlu Axels listmálara. Teflt var í hinum glæsilega myndlistarskála sem Sverrir heitinn Norðfjörð hannaði og heitir LISTASEL dags daglega en stundum líka SKÁKSEL þegar það á við.  Þetta var í 7. sinn sem slíkt hátíðarskákmót er þar haldið með viðhafnarsniði og veislukvöldverði. Skák í Skálholti 20. júlí 2013


SUMARMÓT VIÐ SELVATN 2013


GALLERÝ SKÁK í samvinnu við Skákdeild KR efnir til sumarmóts og skákveislu við Selvatn fimmtudaginn 25. júlí nk. kl. 16 – 22 líkt og undanfarin sumur. Tefldar verða 11-13 umferðir með 10 mín. umhugsunartíma á skákina. Margréttaður hátíðarkvöldverður frá Eldhúsi Sælkerans. Kaffi og kruðerí meðan á móti stendur. 40 keppendur að hámarki. Góð verðlaun og viðurkenningar. Þátttökugjald kr. 5000 (Ef afgangur verður rennur hann til skákmála) Fyrstir koma – fyrstir fá. Æskilegt að skrá sig til þátttöku fyrirfram á netfanginu: gallery.skak@gmail.com eða með SMS skilaboðum í síma 690-2000 (ESE) eða 893-0010 (GRK) Sjáumst og kljáumst !!

http://skak.blog.is/blog/skak/entry/1295908/
Rúnar öruggur sigurvegari minningarmóts um Jón Ingimarsson


- skak.blog.is skak.blog.is


Mótinu sem haldið er í aldarminningu Jóns Ingimarssonar, skákmeistara og verkalýðsfrömuðar,


lauk í Alþýðuhúsinu á Akureyri nú fyrir stundu. Í dag voru tefldar lokaumferðirnar


Minningarmót um Jón Ingimarsson 

  sjá nánar hér 

26-28. apríl 2013

jon_ingimarsson_2.jpg

Miðvikudagur, 6. febrúar 2013

 Í dag, 6. febrúar, eru 100 ár liðin frá fæðingu Jóns Ingimarssonar skákmeistara og verkalýðsfrömuðar.

Jón gekk í Skákfélag Akureyrar árið 1931 og var fyrst kjörinn í stjórn þess árið 1936.  Hann var um árabil ein helsta

driffjöðrin í  starfi félagsins og lengi formaður þess. Árið 1973 gerði félagið hann að  heiðursfélaga. Í nokkur ár sat

Jón í stjórn Skáksambands Íslands. Hann tefldi á skákmótum í hálfa öld,  allt frá því á árinu 1931 og þar til stuttu áður en

hann lést árið 1981.  M.a. tefldi hann í landsliðflokki á Skákþingi Íslands og á Norðurlandamóti.

Hann varð skákmeistari Norðlendinga  árið 1961.

sjá nánar hér
Þar sem næsta mánudagskvöld ber upp á 2. í Páskum verður næst teflt í Frostaskjólinu
þriðjudagskvöldið 3. apríl þess í stað.
25. mars 2013.
Páskaeggjamót í kvöld kl. 19.30Látið hvorki Kapp Og Happ Úr hendi sleppa - mætið Î slaginn Î kvöld.


Gunnar Kr. Gunnarsson 1. heiðursfélagi Skákdeildar KR.

sjá hér

YouTube VideoJÓLAHRAÐskákmót  KR fer  fram með pomp og prakt á mánudagskvöldið kemur þann

17. desember og þá verður eins og jafnan glatt á hjalla ef að líkum lætur.

Ýtt verður á viðburðabjölluna kl. 19.30  Jólapakkar og vinningahappdrætti.


(Pistill og myndir hér)
29. okt. 2012
(Pistill og myndir sjá hér)

Skákæfingar í KR fyrir börn og unglinga

Skákæfingar í KR fyrir börn og unglinga hófust um miðjan september. Eins og síðustu árin eru æfingarnar samstarfsverkefni Skákakademíunnar og Skákdeildar KR.  Æfingarnar fara fram á miðvikudögum frá 17:30 – 18:30. Stefán Bergsson og Veronika Steinunn Magnúsdóttir skákkona úr TR og nemandi í Hagaskóla sjá um æfingarnar. Skák er kennd í öllum skólum Vesturbæjar og hafa því krakkarnir sem koma á KR-æfingar nokkurn grunn til að byggja á. Mætingin á þessu hausti hefur verið með ágætum og um 15 krakkar mætt á hverja æfingu.

Á æfingunni í gær voru ýmis verkefni sem krakkarnir fengu; tefldu sín á milli, leystu þrautir og horfðu á skákmyndbönd eftir Björn Ívar Karlsson sem finna má hér; http://www.skakakademia.is/kennsluefni/

Æfingarnar fara fram á 1. hæð í sjálfu félagsheimili KR. Er þar hin ágætasta aðstaða fyrir skákæfingar og skemmir ekki fyrir að bikarar og myndir af helstu hetjum KR í gegnum tíðina umlykja alla veggi.

Hér má finna myndir af æfingunni; http://skak.blog.is/album/krafing_hj/

BIRGIR BERNDSEN Í BANASTUÐI
myndir og pistill hér


Skákmótið   “Æskan og Ellin verður haldið í níunda sinn
 
laugardaginn 27.  október nk. í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju.

sjá nánar hér


ÍSLANDSMÓT SKÁKFÉLAGA 2012-2013

Á BRATTAN AÐ SÆKJA FYRIR KR


myndir og pistill sjá hér
Gunnar Gunnarsson tefldi fjöltefli í Versló

Gunnar Gunnarsson teflir fjöltefli í Versló Fimmtudaginn 20. september heimsótti Gunnar Gunnarsson nemendur og kennara í skákvalinu í 6. bekk í stofu 201. Gunnar lauk verslunarprófi frá VÍ fyrir 60 árum, varð Íslandsmeistari í knattspyrnu í meistaraflokki með Val fjórum árum seinna, eða 1956, og síðan Íslandsmeistari í skák 1966. Þá var hann forseti Skáksambands Íslands um árabil.

Gunnar, sem verður áttræður á næsta ári, lét sig ekki muna um að tefla fjöltefli við 16 nemendur áfangans. Hann tapaði aðeins einni skák (fyrir Hjörvari Steini), gerði fjögur jafntefli (við Þórð Gísla Guðfinnsson, Lars Davíð Gunnarsson, Bjart Hjaltason og Patrek Maron Magnússon) en hafði sigur gegn hinum 11.

http://www.verslo.is/tilkynningar/nr/636


GALLERÝ SKÁK - dagskrá vetrarins

Lista- og skákstofan í Bolholti 6 opnar dyr sínar að nýju fimmtudagskvöldið 27. september eftir sumarhlé og endurbætur á húsnæði.  Þar verða líkt og undanfarna vetur haldin opin “hvatskákmót”  öll fimmtudagskvöld fram á vor, sem  nema öðruvísi sé tilkynnt um.

sjá nánar hér


SKÁKÁRÁTTAN ER SÖM VIÐ SIG


 

Hraðskákkvöldin í Vesturbænum eru með þeim allra líflegustu í borginni og þótt víðar væri leitið enda orðin  víðfræg.  Jafnan fjölgar í hópnum á haustin því alltaf eru einhverjir sem heltast úr lestinni yfir sumarið til að spila golf, veiða lax eða reita arfa.

(KR pistill sjá hér)


KR-æfingar að hefjast

Jólaæfing KR 2011 KR-æfingar fyrir börn og unglinga hefjast miðvikudaginn 19. september.
 
Æfingarnar standa frá 17:30 - 18:45.
 
Sem fyrr eru það Skákakademían og Skákdeild KR sem standa sameiginlega að æfingunum.
 
Þjálfari verður Stefán Bergsson.


Skák og veiði september 2012


KR malaði Val á Menningarnótt

Sjá nánar  hér.

"STÓRI SLAGUR" - SUMARMÓT VIÐ SELVATN.

Þann 16. ágúst  sl. var haldið fjölmennt boðsmót í Skákseli við Selvatn (við Nesjavallaveg ofan Geitháls) á vegum GALLERÝ SKÁKAR,  í samvinnu við  KR og RIDDARANN. Var þetta í 6. sinn sem slíkt sumarhátíðarskákmót er haldið þar með viðhafnarsniði og veislukvöldverði.


(Úrslit og myndir hér)
FRIÐRIK ÓLAFSSON  og BOBBY FISCHER 

PÓSTKORT OG FRÍMERKI

sjá hér

KR-Pistill:


ÞUNGAVIKTARMAÐURINN         GUNNAR BIRGISSON

(sjá hér)
SKÁKDEILD KR  
Annáll ársins 2011
(sjá hér)KR-A FÉLL Í 3. DEILD

(Sjá hér)KR-kapp: 

GUNNAR BIRGISSON SIGRAÐI OG GEKK TIL HVÍLU

og sigraði aftur

sjá hér
Sjá hér


Jólaskákmót KR 2011
úrslit og myndir hérJÓLASKÁKMÓT KR Í KVÖLD
(19. des. 2011
)

Góð þátttaka hefur verið kappskákmótum KR-inga undanfarnar vikur að jafnaði 20 keppendur að tafli og hart barist.  Birgir Berndsen hefur verið einna sigursælastur en Jón Friðjónsson,  Gunnar Gunnarsson,  Siguringi Sigurjónsson, Ingimar Jónsson Vilhjálmur Guðjónsson, Sigurður A. Herlufsen og Guðfinnur R. Kjartansson hafa einnig tillt sér í efsta sætið og oftast verið meðal efstu manna.

Telfdar eru 13 skákir með 7 mín. uht.  í striklotu og því ekki heiglum hent að taka þátt.

Í kvöld verður haldið sérstakt JÓLAKAPPMÓT í KR-heimilinu í Frostaskjóli og mikið um dýrðir.

Glæsilegir jólapakkar í verðlaun og vinningahappdrætti í gangi auk þess sem menn fá 3 stig fyrir unna skák, 1 stig fyrir jafntefli  og ekkert fyrir tap, líkt og  í knattspyrnuvellinum  þegar mest er um að vara.

Ýtt verður á klukkurnar kl. 19.30   Skákæfingar að hefjast í KR

Skákakademía Reykjavíkur Skákakademía Reykjavíkur og Skákdeild KR standa í vetur að skákæfingum fyrir börn og unglinga. Skákæfingarnar fara fram í félagsheimili KR að Frostaskjóli.

Æfingarnar standa frá 17:30 - 18:45 á miðvikudögum. Umsjón með æfingunum hefur Stefán Bergsson en meðal kennara verða Björn Ívar Karlsson, Björn Þorfinnsson og Jóhannes Urbanic.

Fyrsta skákæfingin er á morgun miðvikudag (19.10 2011) klukkan 17:30.


Mikla athygli vakti glæsilegur sigur KR-ingsins  Atla Jóhanns á Karli Gauta sýslumanni í Vestmannaeyjum í viðureign KR-B og TV-C á ÍM-Skákfélaga í Rimaskóla í byrjun október sl. Stoltur andstæðingur

Sjá nánar hér

Reykjavíkurskákmót íþróttafélaga 2011
(fleiri myndir hér)

Valur, Fram, KR og fleiri félög keppa í skák: Iceland Express Reykjavíkurmótið á laugardaginn 27. ágúst 2011.

Stefán Kristjánsson fer fyrir sveit KR

(sjá nánar hér)


KR-ingar á ChessCafe.comMyndband frá æfingu 7. mars 2011

YouTube Video

(Sjá hér)

EM öldungasveita 2011

KR-ingarnir Gunnar Kr. Gunnarsson og
Sigurður Einar Kristjánsson í öldungasveit Íslands á EM öldunga.


Hrannar Baldursson teflir á

Skákmóti yfir páskana í Ungverjalandi

sjá hér
Bandaríski stórmeistarinn

ROBERT HESS til liðs við KR        

(Sjá nánar hér)

(Úrslit hér)
ÆSKAN OG ELLIN
2010
KR-ingar í þremur af fjórum efstu sætunum.

(sjá nánar hér)

Sjá nánar hérViðeyjarskákmótið 2010.

KR-ingar í fjórum efstu sætunum
.

(sjá nánar hér)

Gunnar Kr. Gunnarsson, "kóngurinn Lewis", Sigurður A. Herlufsen, Guðfinnur R. Kjartansson og Einar S. Einarsson.

Skákæfingar hjá KR fyrir börn og unglinga

(Sjá nánar hér)Íslandsmót taflfélaga 2010-2011
(Myndir hér)
Skák og veiðiferð
 24. - 26. sept. 2010
(sjá myndir hér)


Sölumaður með sjómannsblóð

(sjá viðtal hér)


Já, eflaust er búsit við troðfullum áhorfendaskara ... :-)
 
Þegar frábær fjöldinn hér
flýtir sér á barinn
troðfullur þá eflaust er
áhorfendaskarinn.
 
K.H.

Þessu er aðeins hægt að svara á einn máta:

Áhorfendaskarinn
blindfullur þá eflaust er,
flýtir sér á barinn
þegar eff há flækist hér.Hrannar Baldursson
   Knattspyrnufélag Reykjavíkur (heimasíða hér)
  Myndir frá viðureignini
(sjá hér)

 
 
Barna- og unglingastarf
Páskaeggjamót 2010
(sjá hér)

   Skákþrautir (meira hér)

 
KR-ingar í Berlin 2010
Sjá hér!
KR-ingar töpuðu naumlega...

“GARÐASLAGUR”

KR- ingar báru sigur af

Garðbæingum

(Úrslit og myndir hér)


  KR-ingurinn

Hrannar endaði

 í 3. sæti

í Osló


(Sjá nánar hér)

(Tafla hér)


BERLÍNARSLAGUR

(Meira hér)

Skák(her)deild KR vs Schach-club
KREUZBERG
KR-ingar

töpuðu naumlega fyrir fyrna
sterku liði

öflugasta og virtasta skáklúbbs
Berlinar,

Kreuzberg,


Skákdeild KR í fyrstu deild í fyrsta sinn

í sögu deildarinnar.

Taflfélag Bolungarvíkur

Íslandsmeistari skákfélaga!

Taflfélag Bolungarvíkur er Íslandsmeistari

skákfélaga eftir stórsigur 8-0 á b-sveit Hellis.  

Taflfélag Vestmannaeyja varð í öðru sæti og

Taflfélag Reykjavíkur hreppti bronsið.  

Akureyringar sigruðu í 2. deild,

KR-ingar fylgja þeim í 1. deild, Mátar sigruðu í

3. deild, Selfyssingar fylgja þeim upp í 2. deild og

Víkingasveitin sigraði í fjórðu deild. 

(sjá nánari úrslit hér)
 

ALEX LENDARMAN (2560) til liðs við KR.  

Þessi ungi Ameríkani af rússneskum ættum, 

 nýjasti stórmeistari Bandaríkjanna,  hefur gengið til

liðs við Skákdeild KR!

Hann mun taka þátt í Reykjavíkurskákmótinu sem

hefst í vikunni og tefla síðan  á fyrsta borði með A-liði

KR  í Íslandsmóti skákfélaga (deildakeppninni),

5.-6. mars nk,

er þar hefur KR-klúbburinn sett stefnuna á  að

vinna sig upp í 1. deild.

 

Alex er fyrrv. heimsmeistari í flokki 16 ára og yngri

og núverandi meistari Manhattan Chess Club. 

Hann gerði sér lítið fyrir í fyrrasumar og náði 3

stórmeistaraáföngum á 3 mótum í röð á aðeins 32

dögum. Hann er sagður ein bjartasta skákstjarna

USA um þessar mundir bæði sem keppandi og þjálfari.

 

At the age of 20, the 2006 World Youth U16 Champion,
 GM-elect Alex Lenderman, is one of the brightest stars
of American chess, both as a player and a trainer.
 Shortly after turning pro, he scored three
GM norms in a breathtaking time span of 32
days this summer

)
 

7. umferð.

EM

öldungasveita

KR:

 Tap gegn

Finnum

(Meira hér)
 
 

9. umferð

EM öldungasveit:

 Tap gegn

þýskri sveit í

lokaumferðinni

(Meira hér)

     

 
Berlínarferð

7. til 10 maí

2010

Ferðaáætlun

og dagskrá


(sjá nánar hér)

Comments