Um okkur

Við erum hjón með margra ára reynslu af verkefnavinnu, bæði í námi og vinnu.

Geir Ágústsson

Geir Ágústsson, M.Sc. í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands 2004. Hefur starfað við olíu- og gasvinnsluiðnaðinn síðan 2005 þar sem gerðar eru stífar kröfur til skýrrar framsetningar og ítarlegrar skýrslugerðar á sviðum hönnunar, framleiðslu og vélrænna eiginleika (mechanical properties). Geir hefur margra ára reynslu af pistlaskrifum um samfélagsmálefni.

Geir sérhæfir sig í almennu samhengi í texta, nákvæmni, uppsetningu og framsetningu.

Þórey Kristín Þórisdóttir, cand psych. (klínískur sálfræðingur) frá Álaborgarháskóla. Innan námsins tók hún einnig markþjálfun (coaching) og sérhæfði sig meðal annars í heilsumarkþjálfun og frestunaráráttu (procrastination). Að auki er hún með B.A. í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands.

Þórey Kristín er markþjálfinn okkar sem getur hjálpað þér að vinna að markmiðum þínum.

Hver tími í markþjálfun er sirka 40 mín og kostar 7000 íslenskar. Hægt er að kaupa mánaðarpakka á 20.000. Í fyrsta tíma er markmið skilgreint og í kjölfarið sett heimaverkefni sem þjóna þeim tilgangi að ná markmiðinu. Farið er yfir hugsanlegar hindranir (mental blocks) og hvernig væri hægt að komast yfir þær.

Þórey Kristín er með eigin heimasíðu hér, en athugið að verðin á kláraverkefni eru sérstaklega fyrir námsmenn sem vilja ljúka BA eða MA verkefni og því ekki í samræmi við verðin á heimasíðunni .

https://mindtherapy.dk/en/welcome/