Um okkur

Við erum hjón með margra ára reynslu af verkefnavinnu, bæði í námi og vinnu. 

Geir Ágústsson
Geir Ágústsson
, M.Sc. í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands 2004. Hefur starfað við olíu- og gasvinnsluiðnaðinn síðan 2005 þar sem gerðar eru stífar kröfur til skýrrar framsetningar og ítarlegrar skýrslugerðar á sviðum hönnunar, framleiðslu og vélrænna eiginleika (mechanical properties). Geir hefur margra ára reynslu af pistlaskrifum um samfélagsmálefni. 

Geir sérhæfir sig í almennu samhengi í texta, nákvæmni, uppsetningu og framsetningu. 

Þórey Kristín Þórisdóttir
, kand.psyk. (klínískur sálfræðingur) frá Álaborgarháskóla. Innan námsins tók hún einnig markþjálfun (coaching) og sérhæfði sig meðal annars í heilsumarkþjálfun og frestunaráráttu (procrastination). Að auki er hún með B.A. í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands. 

Þórey sérhæfir sig í heimildaskráningu, heimildavinnu, fræðilegum vinnubrögðum og er markþjálfinn okkar sem getur hjálpað þér að vinna að markmiðum þínum og fara yfir hugsanlegar hindranir.