Umsagnir

Við sem stöndum að þessari þjónustu höfum komið víða við og hér að neðan er að finna nokkur dæmi þess.

„Geir las yfir meistararitgerðina mína í lögfræði á lokasprettinum (málfar og stafsetning) og var ég fljót að fá ritgerðina aftur og gat hiklaust notað athugasemdir hans.“

Andrea, meistararitgerð

„The coaching was very helpful. I didn't think that I could change so fast.“

András, háskólanemi í Danmörku

„Geir hjálpaði mér mikið á endasprettinum í meistaranáminu í verkfræði. Hann hjálpaði mér að halda fókus, las yfir lokaverkefnið og kom með mjög gagnlegar athugasemdir. Ég hefði ekki getað klárað námið án hans aðstoðar. Takk kærleaga fyrir mig!“

Svava, meistararitgerð

„Eftir að hafa skrifað lokaritgerð mína í orkuverkfræði fékk ég Geir til að rýna í ritgerðina. Fékk ég, á mjög skömmum tíma, afar góðar athugasemdir sem nýttust mér vel til að betrumbæta tæknilegar útfærslur, frágang, tungumál og uppsetningu.“

Ragnar, meistararitgerð

„Geir kom mér af stað til þess að klára lokaverkefni mitt í meistararnámi. Hann hjálpaði mér að halda einbeitingu, setti upp drög að köflum fyrir mig svo auðveldara væri að hefja skrif, las yfir lokaverkefnið og kom með gagnlegar og hvetjandi ábendingar. Ég er endalaust þakklát fyrir hjálpina, væri enn að hugsa um að skrifa lokaverkefnið ef ég hefði ekki leitað til ykkar. Ég mæli 100% með þessari þjónustu.“

Bjarney, meistararitgerð

„Geir las yfir hálfkláraða ritgerð í hagfræði fyrir mig, þar sem ég var algjörlega stopp með hana. Eftir að hann var búinn að fara yfir hana var skipulagið miklu betra, hann skipti textanum upp og setti inn nýja kafla. Því varð auðveldara að einbeita sér að aðalatriðunum og halda áfram. Hann lagaði líka málfarið til hins betra, ásamt því að koma með mjög góðar ábendingar í sambandi við efnið. Þetta hefði líklegast ekki klárast á tilsettum tíma án hans hjálpar og stuðnings.“

Björg, verkefni í bachelornámi

„Ég var í erfiðleikum með að koma mér aftur að efninu og halda áfram með og klára meistararitgerðina mína í Viðskiptafræði frá HÍ, eftir erfiðan tíma og aðstoðaði Geir mig við það með jákvæðni, hvatningu og fagmennsku. Hann er klárlega maðurinn fyrir starfið og fær fullt hús stiga frá mér.“

Eva, meistararitgerð

„Ég hafði samband við Klára verkefni þegar ég var algjörlega stopp í mínum B.s ritgerðarskrifum. Ég átti erfitt með að setja fókus á uppsetningu ritgerðarinnar og var með vinnulagið afar óskipulagt. Strax eftir fyrsta tölvupóst fékk ég aðstoð með uppsetningu ásamt skýru verklagi. Þá fékk ég einnig mikinn andlegan stuðning sem hjálpaði mér í gegnum síðustu metrana. Ég get ekki mælt nógu mikið með Klára verkefni. “

(Nemandi), bachelorritgerð

„Geir vinnur hratt, vel og hjálpaði mér mikið að endurskipuleggja MS ritgerð í Stjórnun og stefnumótun. Sameinaði kafla og setti hana upp á nýtt þannig ég gat séð hvað vantaði uppá skrifin. Eins þýddi [Þórey] ú[t]drátt fyrir mig á ensku virkilega vandað og flott. Mæli 100% með þeim.“

Guðný, meistararitgerð

„Ég nýtti mér kláraverkefni.com þegar ég var orðin strand með ákveðinn hluta í ritgerðinni minni og náðu þeir að koma mér af stað aftur, einnig fannst mér gott að kaupa vinnu af þeim að stilla upp köflum þar sem ég var komin í tímaþröng með skil. Þegar maður er orðinn samdauna löngu og erfiðu verkefni er gott að geta leitað til kláraverkefni.com.“

Sigríður, meistararitgerð

„Ég nýtti mér þjónustu Klára verkefni við vinnslu og skil á hálfkláraðri lokaritgerð minni til BA gráðu í Félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Þegar ég hafði samband við Geir og Þórey hafði ég frestað skilum í rúm þrjú ár. Þjónusta þeirra reyndist mér ákaflega vel og leiddi til þess að ég setti mér markmið sem ég náði. Ég upplifði heiðarleika, skilning í minn garð og hvatningu. Hér er um að ræða mikla fagmennsku og vönduð vinnubrögð sem ég mæli eindregið með að fólk nýti sér!!“

(Nemandi), bachelorritgerð

"Fékk Geir til að lesa yfir BS verkefnið mitt í hjúkrunarfræði. Hann las yfir ritgerðina með tillit til málfars, uppsetningar og stafsetningar. Hann kom með frábæra punkta og hjálpaði mér við uppsetningu á ritgerðinni. Frábær og snögg þjónusta og ekki skemmir hvað þessi þjónusta er á sanngjörnu verði! Mæli klárlega með klaraverkefni.com "

Kristín, bachelorritgerð

Umsagnirnar hér að ofan varða verkefni í lögfræði, viðskiptafræði, hjúkrunarfræði, félagsráðgjöf, verkfræði, menntavísindum og hagfræði. Að auki höfum við komið að verkefnum fjölmörgum öðrum fögum, svo sem ferðamálafræði, heimspeki, mannauðsstjórnun og námi í náms- og starfsráðgjöf.