home


        Vegurinn sem vitringarnir vísa


   
 


Kriya yoga er ævaforn hugleiðsluaðferð upprunin frá Indlandi. Nemandi Kriya yoga hugleiðsluaðferðarinnar leggur rækt við líkama, huga  og vitund sem opnar fyrir tengingu við sálina. Með einbeitingu, líkamsæfingum og djúpöndun, upplifir iðkandinn þrjá eiginleika guðdómsins: innra ljós, innri orku og innra hljóð. Þannig öðlast sá sem stundar Kriya yoga einbeitingu sem veitir aukna meðvitund og lífsþrótt. Kriya yoga kennir að hver athöfn, kri,  er gerð fyrir atbeina sálarinnar, ya, sem dvelur innra með hverri manneskju. Kriya yoga tengist ekki neinum trúarbrögðum, aðeins skynjun á innri veruleika.    Kynningar fyrirlestur um Kriya yoga.
Yogacharya Uschi Schmidtke heldur fyrirlestur um kriya yoga föstudaginn 22. júní kl 20:00
Fyrirlesturinn er opinn ölum endurgjaldslaust.
Fyrirlesturinn og námskeiðið verða haldin í skipholti 35, 2 hæð.

Yogacharya Uschi Schmidtke býr í þýskalandi og hefur verið að iðka kriya yoga síðan 1993. Árið 2007 gerðist hún kennari í kriya yoga. Uschi mun kenna áhugasömum hina fornu hugleiðslutækni kriya yoga á komandi helgi

Það verður leidd hugleiðsla fyrir innvígða á föstudeginum kl 18.
Ein leidd hugleiðsla fyrir eldri nemendur er á 1500 kr.

Dagskrá helgarinnar

Laugaragur 23.06
Kl 9:30-13.30. Innvígsla
Kl 16:00- 18:30 Útskýring á tækni, leiðbeind hugleiðsla, spurningar og svör.

Sunnudagur 24.06
Kl9:30 leiðbeind hugleiðsla kriya 2
KL 11:00-13:30  Útskýring á tækni, leiðbeind hugleiðsla, spurningar og svör.
Kl 15:30-18:00  Útskýring á tækni, leiðbeind hugleiðsla, spurningar og svör.

Innvígsla
Með innvígslu er líkaminn, mænan og skynfærin hreinsuð og sá sem er innvígður öðlast möguleika á að upplifa þrjá guðdómlega eiginleika, innra ljós, innra hljó og innri orku.

Vinsamlegast mætið með eftirfarandi gjafir í innvígslu
Fimm ávexti
(Táknar ávexti allra athafna lífs okkar)
Fimm blóm
(Táknar hin fimm skynfæri)
25.000kr
(Táknar líkamann)


Eftir innvíslu þá er fyrsta stig Kriya yoga kennt. Það er æskilegt að þeir sem innvígjast mæta í að minnsta
 kosti þrjár leiðbeindar hugleiðslur, því það mun hjálpa þeim að ná góðum tökum á tækninni.

Gott er að vera í þægilegum fötum.


Vinsamlegast mæta 30 mínútum fyrir innvígslu og 15 mínútum fyrir hverja hugleiðslu. 


Frekari upplýsingar í síma: 862-0397 hjá Sigmari


Subpages (1): Hvað er kriyayoga