Velkomin

Upphaf þessa litla almanaks

Þetta litla almanaks verkefni mitt varð upphaflega til vegna þess að svo margir gleyma eða ruglast á hvaða deg hver jólasveinn kemur til byggða. Því útbjó ég upphaflega lítið almanak yfir alla þá sveina og hvaða dag hver þeirra kemur til byggða. Auk þess skrifaði ég eða jók við upplýsingar um hvern jólasvein á íslensku wikipedia og setti ég inn tengla bak við nöfn þeirra á viðkomandi greinar.  Þetta var árið 2010 og mikið vatn runnið til sjávar síðan.

Það var ekki hægt að láta staðar numið þarna svo næst setti ég inn hátíðisdagana í kringum jól og nýjár og hef svo smám saman bæta við öllum helstu hátíðis- og tyllidögum á Íslandi, auk þess að setja upplýsingar um alla þá daga inn á íslensku wikipedia. Því er bak við hvern dag í almanakinu tengill yfir á wikipedia grein um viðkomandi dag og nægir að smella á nafn dagsins og opnast þá lítill gluggi með vefslóð á viðkomandi dag.

Einnig hef ég sett inn ýmsan fróðleik eins og um göngu Tunglsins og aðrar álíka almennar almanaks upplýsingar.

Þetta er verk í endalausri þróun og uppfæri ég almanakið almennt um hver áramót fyrir komandi ár er og jafnt og þétt hef ég skrifað meira og meira um hvern dag á wikipedia, sem og bæta við dögum sem mér hefur þótt ástæða til að hafa í þessu almanaki.

Tölvupóstfang mitt er bragihalldorsson@gmail.com ef einhver vill koma á framfæri upplýsingum til mín en þó sérstaklega ábendingar um ef ég hef gert einhver mistök svo ég geti lagfært þau, því ekki vil ég að þetta sé vitlaust hjá mér. En það hefur komið fyrir og hef ég verið mjög þakklátur þegar mér hefur verið bent á það og getað lagfært.

Svo vona ég bara að fólk hafi jafn gaman af þessu litla almanaks brölti mínu og ég. Ekki væri það heldur verra ef það gæti verið fólki líka til einhvers fróðleiks, að minstakosti hef ég lært heilmikiðmikið um íslensk amenningu með þessu grúski mínu og haft gaman af.


Bragi Halldórsson
grúskari af guðs náð :)

Messages

 • Vefurinn hefur verið fluttur og gerður símavænn Þar sem þetta smíðatól Google, Google Sites getur ekki með góðu móti hannað símavæna vefi þá er ég búin að setja upp nýjan vef, en með nákvæmlega sama almanakinu og ...
  Posted Jan 2, 2018, 3:48 PM by Bragi Halldórsson
 • Almanakið uppfært fyrir árið 2018 Þá er ég búin að uppfæra þetta litla almanak mitt fyrir árið 2018 og vona að þið getið haft af því gaman og einhvern fróðleik.Ég minni ykkur á sem ...
  Posted Jan 1, 2018, 5:56 PM by Bragi Halldórsson
 • Almanakið uppfært fyrir árið 2016 Er nokkuð seinn að uppfæra Almanakið þetta árið og hef fengið nokkrar kvartanir yfir því. En nú er þetta komið. Varðandi uppfærslu á almanakinu fyrir þau ykkar sem eruð að ...
  Posted Jan 25, 2015, 6:16 AM by Bragi Halldórsson
 • Uppfærsla á almanakinu fyrir árið 2014 Nú hefur Íslenska Almanakið verið uppfært fyrir árið 2014 og breitilegir dagar eins og páskadagarnir og gömlu norrænu mánuðurnir verið færðir inn. Fyrir þá sem nú þegar eru með almanakið ...
  Posted Jan 24, 2014, 12:27 AM by Bragi Halldórsson
 • Hvenær kemur fyrsti jólasveinninn? Benda skal fólki á að samkvæmt dagatölum almennt kemur fyrsti jólsveinninn, Stekkjastaur þann 12. des. Það sem ruglar marga er að áðurfyrr taldist sólarhringurinn þannig að nóttin kom á undan ...
  Posted Dec 11, 2013, 2:07 AM by Bragi Halldórsson
Showing posts 1 - 5 of 33. View more »