GPS hnit skálans eru: 63°46,140' N 19°40,780' V í dd°mm,mmm' WGS-84 (63°46´27 N 19°40´38 V).
Slóðina má finna á wikiloc og einnig sem viðhengi neðst á síðunni.
Bókun og verðskrá
Verð á gistinótt er kr. 1500,- fyrir félaga Ísalp en kr. 2.000,- fyrir aðra og greitt er fyrirfram með því að
leggja inn á reikning ÍSALP eða við afhendingu lykils. Frítt er fyrir börn yngri en 12 ára. Reikningsnúmerið er: 111-26-001371 og kennitala
ÍSALP er: 580675-0509. Vinsamlegast sendið kvittun á gjaldkera ÍSALP ( ottoingith@gmail.com).
Ef tveir ólíkir hópar eiga pantaða nótt hvor á eftir öðrum er meginreglan sú að leigt er frá hádegi til hádegis.
Til að bóka má hringja í einhvern af ábyrgðarmönnum eða senda tölvupóst.
Við bókun skal gefa upp: fullt nafn, kennitölu, farsíma, fjölda gesta, komudag og brottfarardag.
Ábyrgðarmenn eru með lykla að skálanum og lyklar eru afhentir við staðfestingu á greiðslu.
Lykli skal skilað til ábyrgðarmanns að lokinni notkun.
Ábyrgðarmenn skála:
Nafn |
Heimilsfang
|
Símanúmer
|
Netfang
|
Hálfdán Ágústsson |
Dyngjuvegi 10, Reykjavík
|
8659551 |
halfdana hjá gmail.com |
Kristján Guðni Bjarnason |
Laugalækur 26, Reykjavík |
8200412 |
kristjan.gudni.bjarnason hjá gmail.com |
Veður
Til staðar
- Olíukamína
- Olíutunna ( staðsett fyrir utan skálann )
- Gashella og gas
- Pottar til að hita vatn og bræða snjó
- Leirtau og hnífapör fyrir 8
- Kojur fyrir 6 og svefnloft fyrir 4
- Tuskur og viskustykki og annar viðlegubúnaður til að þrífa eftir sig ( í plastkössum undir kojum )
- Ruslapokar
- Handsápa og uppþvottalögur
- Kerti og eldspýtur
- Kamar hefur verið smíðaður og er staðsettur um 50 metra frá skálanum til norðvesturs
- Lítið gasljós, ATH gas ekki á staðnum
Hvað ber að taka með sér
- Gas fyrir ljós ( litlu kútarnir sem skrúfast á ljós/prímus))
- Ekkert vatn er í skálanum né í næsta nágrenni. Ef komið er að sumri er gott að stoppa við lækinn fyrir neðan neðsta skála (Tindfjallasel) og fylla á öll vatnsílát.
- Salernispappír
Fyrir brottför
- Þvoið áhöld og gólf (öll efni ættu að vera í plastkössum undir kojum)
- Lokið gluggum tryggilega, bæði í eldhúsi og á svefnlofti Sjáið til þess að kamarhurð sé lokuð
- Strjúkið vatni úr gluggakistum ef eitthvað er
- Skrifið í gestabókina
- Slökkvið öll ljós
- Skiljið hvorki matvæli né rusl eftir í skálanum
- Lokið fyrir alla gaskúta.
- Takið tóma gaskúta fyrir helluborð með í bæinn og afhendið umsjónarmanni
- Lokið útihurðum(hurð og hleri) vandlega og læsið millihurð
- Ef einhverju er ábótavant skal nefna það við skil á lyklinum
- Takið allar óhreinar tuskur og moppur með í bæinn og skilið til umsjónarmanns.
- Skiljið engan nýjan borðbúnað eftir í skálanum
- Skiljið við skálann eins og þið viljið koma að honum
- Fyllið á olíutank í ofni með þartilgerðum brúsa (sjá leiðbeiningar með ofni)
Leiðbeiningar fyrir olíuofn
Á myndinni hér fyrir ofan er búið að merkja þá hluti sem þarf að hreyfa við til að kveikja upp í kamínu. Til að kveikja upp í henni þarf að gera eftirfarandi í þessari röð:
- Opnið lok á olíutanki 1 og metið hvort nægileg olía sé til staðar. Athugið að mælirinn á geymi stendur á sér, bankið létt til að lesa af rétta stöðu. Vanti olíu skal sækja steinolíu úr tunnu við norðuhlið skálans, með litlum plastbrúsa sem er í skálanum(sjá að ofan).Gætið þess að hella hvergi niður olíu á eða við ofninn
- Snúið krana 2 einn hring rangsælis til að opna inn á blöndung.
- Snúið krana 3 til fulls rangsælis til að opna inn á brunahólf.
- Ýtið takka 4 niður til að auka rennsli. Haldið takka niðri í ca. 1 mínútu
- Lyftið hellunni upp og athugið hvort olíupollur er kominn í brunahólfið . Einni má notast við gaumgat 7 til að fylgjast með rennsli olíu í brunahólf.
- Dragið upp hnapp 5 þegar sést að olía er komin í brunahólfið. Vætið kveikinn (8) í olíu (sjá að ofan) og tendrið. Stingið því næst logandi kveiknum í gat 6 á brunahólfinu.
- Fylgist með að kveikurinn tendri olíuna og lokið hellunni varlega. Ef hvasst er og mikill trekkur í reykrörinu getur reynst nauðsynlegt að hafa helluna uppi meðan kveikt er upp.
- Leggið helluna niður, og dragið kveikinn til baka þegar góður eldur er kominn í olíuna. Lokið gatinu (6) og stingið kveiknum í haldarann (8).
- Stillið hita með krana 3. Slökkvið með því að skrúfa fyrir (snúa réttsælis ) krana 2 og 3 og toga upp takka 4.
- Ef erfitt reynist að hita upp reykrörið og ná þar með upp trekk í ofninum getur reynst nauðsynlegt að halda niðri takka 4 í 1-2 mínútur og lyfta samtímis upp hnappi 5.
- Athugið að ef hvasst er úti þá getur slegið niður í ofninn ef gluggi sem vísar undan veðri er opnaður. Við sömu aðstæður getur dáið í ofni ef rennslið (3) er mjög lítið.
|
 Updating...
Ċ Kristjan G. Bjarnason, Sep 21, 2009, 4:27 PM
Ċ Hálfdán Ágústsson, Oct 21, 2009, 5:58 PM
Kristjan G. Bjarnason, Sep 21, 2012, 4:25 PM
|