Forsíða

Upplýsingar um netföng, bloggsíður og fl. tengt yngri flokkunum fyrir þjálfara og foreldra.
Foreldrar og þjálfarar geta virkjað þessar síður í sameiningu með hjálp frá starfsfólki og unglingaráði ÍR. 

Bloggsíðurnar eru ætlaðar fyrir þjálfara til að koma skilaboðum til leikmanna og foreldra, sem aftur geta skrifað inn athugasemdir og nálgast upplýsingar um sinn flokk. Núna eru allar bloggsíðurnar eins og tilheyra handknattleiksdeild ÍR.
Gmail póstsvæðið er ætlað fyrir þjálfara og foreldra til að nálgast upplýsingar um t.d. netföng og símanúmer leikmanna og foreldra. Einnig til að senda og móttaka pósta tengt flokknum t.d. er viðkemur mótum, fjáröflunum og þ.h.
Myndasíðurnar og heimasíðurnar eru ætlaðar fyrir alla sem tengjast flokkunum. Hægt er að útbúa sérstaka heimasíðu fyrir hvaða tilefni sem er inn á gmail-svæði hvers flokks fyrir sig. Auðvelt er að setja inn myndir á myndasíðurnar úr hvaða tölvu sem er án sérstaks forrits, þarf notandanafn og lykilorð.
Síðurnar tilheyra handknattleiksdeild- og foreldraráðum ÍR sem áskila sér rétt til að nota þær upplýsingar og myndir sem þar birtast til gagns og ánægju fyrir ÍR-inga eftir því sem við á.

Notandanöfn og lykilorð er hægt að nálgast hjá starfsfólki eða unglingaráði ÍR. 
Nánari upplýsingar um uppsetningu: Heimir Gylfason: gylfason@gmail.com // 6635542.


BLOGGSÍÐUR: 3fl kvenna - 4fl kvenna - 5fl kvenna - 6fl kvenna - 7fl kvenna - 3fl karla - 4fl karla - 5fl karla - 6fl karla - 7fl karla - 8fl kv/ka