Sæt kartöflustappa í ofni

Þennan frábæra kartöflurétt fékk ég með kalkún hjá yndislegu tengdamóður minni. Ég viðurkenni að í barnaskap mínum þá leist mér nú ekkert á útlitið á honum en hann bragðaðist, mér til mikillar ánægju, ljúffenglega :)

Innihald og eldun

4 bollar sætar kartöflur, skrældar og soðnar

1/2 bolli sykur

1 og 1/2 tsk lyftiduft

1/4 tsk salt

3 egg

1/2 bolli brætt smjör

1 og 1/2 tsk vanilludropar

Þessu er öllu hrært saman í hrærvél, sett í eldfast mót og bakað í 20 mín og tekið út. Síðan kemur:

3 msk smjör, lint

1/4 bolli púðursykur

1 og 1/2 bolli mulið Cornflakes

Þessu er blandað saman og síðan hellt yfir kartöflurnar.

Að lokum er þetta allt bakað í 20 mín í viðbót.