Smásteik mömmu


Meðlæti: Soðnar/brúnaðar karteflur, rabarbarasulta, soðsósa, rauðkál, grænar baunir, soðið/steikt grænmeti.

Lamba smásteik.

Lamba frampartsbitar steiktir á pönnu og kryddaðir með salti og pipar.

Færa síðan kjötið í pott með sjóðandi vatni (eða hella soðnu vatni yfir pönnuna) þannig að fljóti yfir kjötið.

Setja einn lauk út í sem er skorinn í tvennt ásamt einum nautakjötstening.

Sjóða í u.þ.b. 30 mín eða þar til kjötið færist til á beinunum.

Síðan skal þykkja sósuna og bera fram með meðlætinu.