Rækju sjávarstemma með hrísgrjónakúlu


Rækjuréttur

Innihald:

 • Saxa og steikja upp úr olíu:
  • 1 stk laukur
  • 2-3 hvítlauksrif
  • 1 tsk karrý
 • Skera og bæta við á pönnuna:
  • 4 stk tómatar
 • Hræra og bæta saman við, einu og einu í þessari röð, og látið svo krauma í nokkrar mínútur:
  • 1 og 1/2 dl sýrður rjómi
  • 1/2 tsk franskt sinnep (dijon)
  • Rósapipar eftir smekk
  • 1 dl hvítvín
 • Bæta síðan við:
  • 500 gr rækjur
  • 1/2 jöklasalat


Bera síðan fram með soðnum hrísgrjónum þar sem búið er að saxa smá rauðri papriku saman við (eftir smekk).