Pastaréttur

Mynd vantar

Einfaldur pastaréttur sem ég man ekkert hvar ég fékk...

Innihald og eldun

200 g pasta að eigin vali

Sósa:

1/2 laukur

3 beikonstrimlar

2 hvítlauksrif

1 tsk balsamikedik

1 dós niðursoðnir tómatar

1/4 tsk pipar

1/4 tsk salt

1/2 tsk basilíka

1/2 tsk oregano

1 tsk paprikuduft

1/2 tsk grænmetiskraftur

Aðferð:

 1. Sjóðið pasta samkvæmt reglum og suðutíma á pakka.
 2. Saxið laukinn smátt og setjið í skál.
 3. Merjið hvítlaukinn í hvítlaukspressu og hafið tilbúinn í lítilli skál.
 4. Mælið allt krydd í litla skál.
 5. Opnið tómatadósina og mælið edikið í dósina.
 6. Hitið olíu á pönnu í 3–4 mínútur.
 7. Bætið lauknum á pönnuna og látið hann svitna í olíunni í þrjár mínútur. Passið að hann á að krauma en ekki brúnast.
 8. Bætið hvítlauk og beikoni saman við og hrærið í þrjár mínútur. Gætið þess að hafa ekki of mikinn hita svo hvítlaukurinn brenni ekki.
 9. Bætið edikinu og tómötum saman við.
 10. Kryddið og látið krauma við lágan hita í sjö mínútur.
 11. Hellið sósunni saman við nýsoðið pastað og berið fram.