Núðluréttur með kjúkling

Fyrir 4

Í gegnum tíðina hef ég átt erfitt með að gera góðan núðlurétt þar sem núðlurnar urðu alltaf svolítið þurrar hjá mér. Þessi uppskrift er örlítið breytt útgáfa frá uppskrift sem ég fann í Gestgjafanum og haldast núðlurnar safaríkar frá pönnu upp í munn - yummy!

Gott að hafa sweet-chili sósu "on the side".

Innihald

250 gr núðlur

Smátt skornar kjúklingabringur eða kjúklingalundir

2 msk olía

4-5 smátt saxaðir vorlaukar

3 cm bútur af engifer, smátt saxaður

2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt

1 rauð paprika, skorin í ræmur

2 msk sojasósa (eða eftir smekk)

150 ml kjúklingasoð (vatn og 1/2 kjúklingateningur)

(þykkja ef vill)

Eldun

Sjóða núðlurnar skv. leiðbeiningum á pakka. Gott er að brjóta þær svolítið niður svo auðveldara verði að blanda þær kjúklingnum á eftir.

Hita wok-pönnu eða þykkbotna pönnu. Síðan skal steikja vorlauk, engifer og hvítlauk upp úr olíunni í u.þ.b. 1 mínútu. Veiða upp úr og geyma.

Steikja kjúklinginn við háan hita í nokkrar mínútur.

Bæta paprikunni á pönnuna og léttsteikja, síðan sojasósu og kjúklinasoði ásamt því sem veitt var upp úr áðan.

Að síðustu er núðlunum bætt útí og allt blandað vel saman.