Heimilisfriður


Frábær og bragðgóð kaka. Gott að taka með í útilegu.

Kakan er frekar laus í sér - fara varlega

Innihald:

1 bolli mjólk

1 bolli brytjað súkkulaði

1 bolli brytjaðar döðlur

1 bolli mjúkt smjör

1 bolli hveiti

1 bolli sykur

1 bolli haframjöl

1 tsk lyftiduft

2 stk egg

1 tsk vanilludropar

Aðferð:

  • Öllu hrært saman og setja í vel lokað form (lokað að neðan).
  • Baka í miðjum ofni við 175°C í 25 mínútur eða þar til bökuð.
  • Bera fram með léttþeyttum rjóma.