Haustlaukar‎ > ‎

Túlipanar

28. maí 2011


Flestir túlipanar blómstra bara vel fyrsta vorið eftir að laukarnir eru settir niður.  Eftir það koma oftast bara upp laufblöð og e.t.v. nokkur lítil blóm.  Þetta er þó ekki algilt og sumar tegundir t.d. 'Apeldoorn' geta enst í mörg ár.  Eins eru sumir villitúlipanar fjölærir.

Flokkun garðatúlipana:
1.    Einfaldir, snemmblómstrandi (Single early)
2.    Ofkrýndir, snemmblómstrandi (Double early)
3.    Tromptúlipanar (Triumph)
4.    Darwins-túlipanar (Darwin hybrids)
5.    Einfaldir síðblómga túlipanar (Single late)
6.    Liljutúlipanar (Lily flowered)
7.    Kögurtúlipanar (Fringed)
8.    Grænblóma
9.    Rembrandt
10.  Páfagauks túlipanar (Parrot)
11.  Ofkrýndir síðblómga (Double late)
12.  Kaupmannatúlipanar (Kaufmanniana)  
13.  Eldtúlipanar (Fosteriana)
14.  Dílatúlipanar (Greigii)
15.  Villitúlipanar
 
Villitúlipanarnir blómstra fyrstir, síðan flokkar 12-14 og svo flokkur 1 - 11 í réttri röð.


Garðatúlipanar:
 
 

Subpages (24): View All
Comments