Ritgerðarefni

Ritgerðarefni og leiðbeiningar                                                                Forsíða

Athugið að lesa vel allar leiðbeiningar!

 Ritgerðarefni:

  • Jarðgöng á Íslandi (segið frá jarðgangagerð hérlendis. Veltið fyrir ykkur áhrifum jarðganga á þróun byggðar landsins. Hafið einnig í huga álitamál eins og hvort jarðgöng séu dekurverkefni eða sjálfsagður þáttur í vegagerð, hvað ráði því hvar jarðgöng eru gerð o.þ.h.)
  • Skaftáreldar (segið frá aðdraganda Skaftárelda, gosinu í Lakagígum og áhrifum þess)
  • Mórar og skottur ( fjallið um 1-2 “þekkta” íslenska drauga úr þjóðtrú og þjóðsögum)
  • Vitar á Íslandi (segið frá helstu vitum landsins og sögu eins vita. Fjallið t.d. um hlutverk vitavarða, nauðsyn vitanna áður fyrr, uppbyggingu og rekstur vitakerfisins o.þ.h.)
  • Íslenskur rithöfundur (veljið einn íslenskan rithöfund, segið t.d. frá æviferli hans, verkum og stíl)
  • Frumbyggjar (veljið frumbyggja eins lands, t.d. inúíta, indjána eða frumbyggja Ástralíu og segið frá menningu, trú, stjórnarháttum, fólksflutningum eða öðru sem ykkur dettur í hug)

 

Leiðbeiningar:

Mikilvægt er að fara eftir öllum reglum um gerð heimildaskrár og þegar vísað er í heimildir í ritgerðinni.

  • Markmiðið er að vinna skipulega að öflun heimilda, skrá þær og nota í texta.

  • Enn fremur er markmiðið að skipuleggja efnistök, skipta í kafla og gera efnisyfirlit til samræmis við kaflaskiptingu og blaðsíðutal. 

Skylt er að nota að minnsta kosti 4 heimildir (mega vera fleiri). Einungis helmingur þeirra má vera af netinu.

Athugaðu að það gengur alls ekki  að nota einungis heimildir af Netinu, slík ritgerð verður sjaldan góð. Ritgerðin á að vera 4-5 síður ritað mál (Times New Roman, letur 12) með 1 ½ línubili auk forsíðu, efnisyfirlits og heimildaskrár. Handbók um ritun og frágang gefur mörg góð ráð um það. 
 

Síðasti skiladagur er 1. október kl. 12:00