Markmið

Á undirbúningsfundinum 14. nóv. 2011 var því næst leitað eftir afstöðu fundarmanna til þess hver ættu að vera markmið með starfsemi vinabæjarfélags. Eftirfarandi kom fram í svörum:

Saga og sjálfsmynd
 • Rækta söguna - halda á lofti sögulegum tengslum Frakka og Íslendinga
 • Gera söguna sýnilegri
 • Styrkja sjálfsmynd samfélagsins
Menning
 • Auðga bæjarlífið
 • Krydda menningarlífið - búa til eða hvetja til menningarviðburða
Samskipti og tengsl
 • Greiða fyrir og efla samskipti íbúa og félagasamtaka í Grundarfirði og Paimpol
 • Aðstoða og styðja samskipti bæjarfélagsins við Paimpol
 • Svara áhuga og frumkvæði Frakka
 • Sinna hlutverki gestgjafa við afkomendur franskra sjómanna sem vilja minnast forfeðra sinna
 • Auka víðsýni og fjölbreytni í mannlífi - opna dyr til frekari þekkingar
Efnahagur
 • Auka gestakomur, áhuga Frakka á Grundarfirði og eftirspurn eftir þjónustu í bænum
 • Hluti af markaðssetningu svæðisins

Franskar skútur í Grundarfirði, 2006.
Mynd: Hjörtur H. Kolsöe.

Grundarfjordur singers During The Feast of sea shanties 2007
Grundfirskir tónlistarmenn, hljómsveitin Feik, á tónlistarhátíðinni
Festival du chant de marin, 2007.
Mynd af vef Grundapolsamtakanna í Paimpol.